Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.09.2008, Qupperneq 34
KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 SMÁBÍLAKLÚBBUR ÍSLANDS var stofnaður árið 1995 af áhuga- mönnum um kappakstur á fjarstýrðum bílum. Félagið heldur úti heima- síðu þar sem hægt er að afla sér alls konar upplýsinga, fróðleiks, skoða myndir og spjallsvæði og gerast meðlimur. Sjá www.sbki.is. „Kaflaskil virðast verða hjá for- eldrum barna við 6 ára aldur, þegar grunnskólaganga hefst. Þá er allt í einu hægt að láta rök fyrir öryggi barna í bílum lönd og leið. Staðreynd er að 12 prósent barna á aldrinum 6 til 9 ára eru laus í bíl- sætum, sem er hátt hlutfall miðað við 4 prósent leikskólabarna,“ segir Herdís Storgaard forstöðu- maður hjá Sjóvá Forvarnahúsi. „Flestir eru meðvitaðir um öryggisbúnað barna upp að grunn- skólaaldri, en virðast minna upp- lýstir um nauðsynlegar öryggis- ráðstafanir fyrir þau eldri. Nýleg könnun fyrir utan grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu sýndi að algengt er að börn sitji í framsæti þótt þau nái ekki 150 sentimetra hæð til að vera örugg andspænis öryggispúða. Eins að foreldrar settu sessur undir börn sín til að hækka þau upp í öryggishæð, sem er vítavert því púðinn skaðar barnið eftir sem áður. Þá notar stór hluti grunnskólabarna ein- ungis bílbelti, sem hentar ekki fyrir þann aldur,“ segir Herdís. „Börn eiga að nota sérstakan öryggisbúnað upp að 36 kílóum sem á viðmiðunarkúrfum miðast við 12 ára aldur. Pundið er þyngra í íslenskum börnum og þau oft búin að ná þessari þyngd á ellefta ári. Hins vegar er beinagrind barns ekki orðin nógu sterk til að óhætt sé að nota bílbelti eitt og sér fyrr en þau eru tólf ára. Þangað til er mjaðmakambur þeirra flatur og gefur ekkert grip í árekstri, þannig að neðri hluti beltis rennur upp og högg lendir á maganum, þar sem líffæri eru sem geta farið í sundur. Á Íslandi hafa orðið nokk- ur alvarleg slys þar sem bílbelti hafa orsakað alla áverka þar sem barn var of ungt eða óþroskað fyrir beltið. Þau eiga því að nota bílpúða með baki fram að þessum þroskamörkum og aldrei að sitja á stökum bílpúðum, sem hafa komið mjög illa út í slysum hérlendis; þeir geta runnið undan börnum í árekstrum með hörmulegum áverkum á brjóstholi eftir bíl- beltin. Börn þurfa stuðning fyrir hnakka og háls fram að tíu ára aldri því fram að þeim aldri er höfuð þeirra of þungt í saman- burði við líkamsbyggingu,“ segir Herdís. „Einnig skapast hættu- ástand í skólabílum þar sem fyrir eru tveggja punkta belti og börn setja sessur undir. Það samsvarar því að setja barn á skotpall ef árekstur verður og eðlileg krafa er að öryggisbúnaður sé við hæfi í skólabílum þar sem akstur þeirra er boðinn út.“ thordis@frettabladid.is Öryggisbúnað við hæfi Öryggi barna í bílum er of oft látið reka á reiðanum eftir að börnin ná grunnskólaaldri. Réttur öryggisbún- aður getur skilið á milli lífs og dauða, og vakningu þarf til að slysum vegna rangra ráðstafana megi fækka. Herdís Storgaard, forstöðumaður Sjóvár Forvarnahúss, segir foreldra oft sofna á verðinum gagnvart öryggi barna sinna þegar grunnskólaganga hefst. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.