Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 38

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 38
● Forsíðumynd: Arnþór Birkisson tók mynd á heimili Höllu Haraldsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skafta- hlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@frettabladid.is, Roald Eyvinds- son roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@ frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. HEIMILISHALD ROALD EYVINDSSON ● heimili&hönnun HEILBRIGÐ MELTING ER UNDIRSTAÐA GÓÐRAR HEILSU Adult‘s Blend – Fyrir yngri en 65 ára Inniheldur 12 billjónir vinveittra gerla til að viðhalda eðlilegri flóru hjá fullorðnu fólki. Bætir frásog næringarefna, eflir meltinguna, takmarkar virkni örvera, sýkla og sjúkdómsvaldandi baktería. Infant´s Blend – Fyrir ungabörn og smábörn Inniheldur 7 tegunda sérhæfðan gerlahóp sem viðheldur eðlilegri flóru í ungum börnum. Inniheldur B.infantis, mikilvægustu örverurnar í meltingarvegi ungbarna og smábarna. Advanced Adult‘s Blend – Fyrir 60 ára og eldri Inniheldur sérhæfðan gerlahóp sem er sérstaklega ætlaður eldra fólki og valdir með tilliti til lakrar starfsemi ristilsins og lífaldurs. Bætir meltingu próteina kolvetna og fitu. Super 8 – Gegn sveppasýkingu Inniheldur 8 tegundir vinveittra baktería sem koma jafnvægi á gersveppinn og óþéttan meltingarveg. Einnig góð gegn sýkingu í leggöngum og þvagfærum. Super 5 – Fyrir munnheilsuna Inniheldur fimm tegundir vinveittra gerla sem eru gagnlegir fyrir munnhirðu. Vernda gegn þrusku, særindum í gómi, tannskemmdum, vefjaskemmdum og andfýlu. Probiotic blöndurnar eru sérstaklega hannaðar með tilliti til viðhalds og endurnýjunar heilbrigðrar meltingar sem aftur leiðir til betri heilsu! Probiotics fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Samkaup Úrval Njarðvík og Blómaval. Góðu gerlarnir til höfuðs þeim vondu Probiotic eru nákvæmar samsetningar sérhæfðra gerlahópa fyrir mismunandi aldursskeið, lífsstíl og ástand. Regluleg inntaka Probiotic kemur m.a. jafnvægi á gerla- gróðurinn, jafnar ástand meltingarvegarins og eykur hæfni hans við upptöku á næringarefnum. E ftir tíu ára sambúð og innsýn í sambönd annarra hef ég komist að þeirri niðurstöðu að mannfólkinu megi skipta í tvo hópa: Þá sem sanka að sér drasli og eiga erfitt með að losa sig við það og hina sem eru duglegir að losa sig við umframdót. Eða íkorna og rusla- karla, eins og ég kýs að kalla þá. Svo virðist sem heimilishald gangi best þegar tveir íkornar eða tveir ruslakarlar taka saman, en heldur verra virðist að halda í horfinu ef íkorni og ruslakarl taka upp á því að rugla saman reytum. Þegar ég flutti inn til mannsins míns kom fljótlega í ljós að ruslakarlinn ég hafði skriðið beinustu leið inn í íkornaholu. Ef það voru ekki minjagrip- ir frá ferðalögum eða eldspýtustokkar þá voru það eggjabakkar í stöflum uppi á eldhússkáp, sem höfðu að hans sögn tvímælalaust notagildi þótt ég kæmi ekki auga á það. Reyndar virtist einhvern veginn flest, sama hversu mikið drasl ég áleit það vera, nýtan- legt í hans augum. Þar sem sambandið var enn á byrj- unarstigi og hann átti íbúðina ákvað ég að hafa skoð- anir mínar út af fyrir mig, enda engin ástæða til að láta henda sér út úr holunni. Vandræðin hófust í raun ekki að neinu ráði fyrr en við keyptum okkur húsnæði saman og ákváðum að gera það upp. Þótt eggjabakkarnir heyrðu þá sögunni til hafði flest annað fylgt okkur í gegnum árin; himinháir staflar af dressum, sem hefðu látið prinsessuna sem átti 365 kjóla líta út eins og um- renning, leirtau og eldhústæki. Þar á meðal poppvél, djúpsteikingarpottur, ísvél, dularfullir pottar og pönnur, sem voru allt brýnasta nauðsyn að sögn elskulegs íkornans, sem hélt áfram að bæta í búið, meðan ég var við það að missa vitið. Ég ýmist tuðaði, grét eða henti mér organdi í gólfið út af dótasýkinni, en allt kom fyrir ekki. Þegar íkorninn, sem átti nú búslóð sem hefði dugað afrísku þorpi, heyrði á það minnst að kannski þyrfti að grisja aðeins, sagð- ist hann ekki ætla að búa á tékknesku geðveikrahæli. Heimilið okkar, sem leit í upphafi út eins og fallegt, mínímalískt en persónuleikalaust heimili − eins og ég vil hafa það − var orðið að höll Loðvíks 14. Segja má að deilan um draslið hafi svo náð hámarki í nýafstöðnu fríi á Spáni, þegar uppgötvaðist að íkorninn ætlaði að bæta við glösin 200 og diskana 300 heima á Íslandi. Brátt hafði öll fjöskyldan blandað sér í málið þar til systir mín, langt komin í sjálfsrækt, benti á að best væri að hætta þessari stjórnsemi og leyfa manninum að hafa sinn hátt á. Og ég hlýddi. Leirtauið stendur nú enn á borðinu og fátt bendir til að það komist í eld- hússkápana nema með göldrum. En ég ætla að ekkert að stressa mig yfir því og fyrir vikið finnst mér ég vera frjáls. Íkornar og ruslakarlar Svo virðist sem heimilis- hald gangi best þegar tveir íkornar eða ruslakarlar slá sér upp. „Ég er hálfbandarísk því pabbi er héðan og þegar við ákváðum að opna Kisuna í Reykjavík vorum við alltaf með hugann við New York líka. Mig hefur dreymt um að eyða hér tíma til að komast nærri rótum mínum og vildi að börnin yrðu fróðari um staðinn og uppruna sinn, rétt eins og ég þráði þegar við fluttum frá París til Reykjavíkur,“ segir Þórunn, sem fyrir viku opnaði dyrnar að Kisunni í SoHo-hverfinu. „Búðin er ofboðslega falleg og fegurri en við reiknuðum með því húsnæðið var gamalt, en eftir sex mánaða vinnu hefur hún náð sömu töfrum og Kisan í Reykjavík; björt, stílhrein og fangar sömu stemn- ingu. Við náðum meira að segja sama hvíta litnum og við elskum og er okkar leyndarmál; sem gefur lokkandi og sérstaka birtu. Við vild- um vera í SoHo og fundum eftir langa leit frábæran stað í hliðar- götu sem er laus við mesta asann, sem við vildum forðast,“ segir Þórunn, sem ásamt manni sínum, Olivier Brémont, sér fram á að vera með annan fótinn í nafla alheims- ins, eins og New York er stundum nefnd. „Viðtökur hafa verið stórkost- legar. Íbúar hverfisins voru mætt- ir eins og skot er þeir sáu nýja búð og lýstu því yfir að nú væri komin búðin sem New York vantaði og að opnunin væri sú besta í tíu ár. Það gladdi okkur mjög, því auðvitað renndum við blint í sjóinn. Í þess- ari borg er svo margt í boði, en það sem fæst í Kisunni okkar er svo óg- urlega mikið öðruvísi og ekki síst ís- lensku vörurnar sem þykja spenn- andi,“ segir Þórunn sem hefur til sölu íslenskar vörur frá 66° N, Stein- unni Sigurðardóttur, Farmers Mark- et og Aurum. „Í New York er fáfundinn evr- ópskur blær og allt mjög bandarískt í búðum. Í SoHo eiga menn sameig- inlegt að vera kaupglaðir, veraldar- vanir lífskúnstnerar, og hefur komið á óvart hve margir þekkja vörurnar, hafa á þeim dálæti og þakka nú fyrir að þurfa ekki lengur að sækja þær heimshorna á milli,“ segir Þórunn sem er bjartsýn á framhaldið. „Við hugsum ekki lengra í bili, en færum kannski út kvíarnar ef búðin gengur jafn vel og heima. Þar hefur verið ótrúlegur uppgangur, vörurn- ar eru dýrar, flottar og hugnast Ís- lendingum vel, en vöxtur er yfir fjörutíu prósent á milli ára.“ Kisan er á 125 Greene Street og er opin daglega frá 11-19. - þlg Besta opnun í NY í tíu ár ● Það er haustmorgunn í New York. Íslendingur gengur inn í verslun því ásýndin hringir kunnuglegum bjöllum. „Þetta er eins og Kisan í Reykjavík,“ segir hann stundarhátt. „Aha, af því að þetta er Kisan í New York,“ svarar fagurkerinn Þórunn Anspach við búðarborðið. Þórunn í Kisunni í New York, ásamt eiginmanni sínum Olivier og verslunar- stjóranum Lionel Guy-Brémont. Séð yfir kvennadeild Kisunnar, sem einnig selur fágætan varn- ing fyrir herra og börn. M Y N D IR /K IS A N 6. SEPTEMBER 2008 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.