Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 43

Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 43
heimili&hönnun ● Flestir þekkja og kunna að meta þau þægindi sem fylgja því að geta opnað bíldyr með því einu að þrýsta á hnapp. Hvers vegna ætti það sama ekki að gilda um útidyr heimilisins eða skrifstofunnar? Fjarstýrðu Locca dyralæsingarnar eru ótrúlega auðveldar í uppsetningu og einfaldar í notkun. Hægt er að fella þær að flestum læsingum sem fyrir eru, t.d. ASSA, án sérstakra breytinga. Hverri læsingu geta fylgt margir lyklar, en það hentar vel í fjölbýli, verslunum og í skrifstofuhús- næði. Enga sérþekkingu þarf til að setja búnaðinn upp og henni fylgir engin flókin forritun. Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is af hverju ekki á heimilið líka? Fjarstýrð læsing á bílinn, Verð frá 14.940 kr. settið Locca_210x275 med verdi.ai 8/18/08 1:57:01 PM Í LAGINU EINS OG BÚSTIN BABÚSKA Babushka-borðlampinn er nýjasta afurð Mathmos. Edward Craven-Walker fann upp Lava-lampann í kringum 1960 og til eru nokkrar útgáfur af honum sem Mathmos framleiðir. Í Babushka er notað handblásið gler en að formi til er innblást- ur sóttur í rússnesku trédúkkurnar sem margir þekkja þar sem hver dúkkan er inni í annarri. Lampinn skiptir litum og er hann ýmist blár, fjólublár, purpurarauður, blárauður og rauður og til að kveikja og slökkva er þrýst létt ofan á hann. Lampinn er væntanlegur í verslun Ormsson í Smáralind síðar í þessum mánuði og mun eflaust slá í gegn hjá ungum sem öldnum. Í slenskir blómaskreytar gerðu garðinn frægan á erlendri grund í sumar er þetta útilistaverk úr blómum vann til verðlauna í Dan- mörku. Hönnuðir þess eru Berglind Erlingsdóttir sem starfar í Blómavali á Selfossi og Jón Þröstur Ólafsson sem starfar í Blómavali í Skútuvogi. Hráefnið höfðu þau með sér að heiman að hluta til, gömul vagn- hjól, hraun og mosa sem síðan var lífgað upp á með litríkum nellikum og margarítum. Það var almenningur sem valdi þessa skreytingu úr mörgum á meðan á keppni blómaskreyta stóð. Eftirlæti Dana í blómakeppni Danir heilluðust af íslenska listaverkinu. Þar hafa margaríturnar eflaust haft sitt að segja því þær eru þjóðarblóm þeirra. Þ ó svo oft sé ástæða til að losa sig við gömul og úr sér gengin húsgögn má gæta sín á að henda ekki gömlum gersemum. Víða leynist klassísk hönnun í híbýlum manna þar sem gamlir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga. Svokölluð retro- húsgögn hafa verið afar vinsæl og kalla fram skemmtilegar minningar. Þau einkennast af hreinum línum og tóna því vel við ýmiss konar nú- tímahönnun. Með hverju árinu sem líður færast þessi húsgögn í þá átt að verða antík og hafa því líka söfnunar- og varðveislugildi. Húsgögnin má oft nálgast í Góða hirðinum, Kolaportinu og víðar. Gamlar gersemar Gamlir hlutir eru síður en svo eingöngu fyrir gamalt fólk. NORDICPHOTOS/GETTY LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 2008 13

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.