Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 56

Fréttablaðið - 06.09.2008, Page 56
36 6. september 2008 LAUGARDAGUR Góð vika fyrir... Ljósmæður. Það virðist engu máli skipta hvort það er góðæri eða kreppa, það er alltaf sama ástandið í launakjörum „mjúku“ stéttanna. Fólk í umönn- unargeiranum situr alltaf eftir, hvernig svo sem árferðið er. Leikskólar og frístundaheimili eru allt- af undir- mönnuð vegna lélegra launa og nú eru ljósmæður – fallegasta orð íslenskunnar sam- kvæmt könnun – komnar í hart. Þótt sljó yfir- völd séu ekki að standa sig gagn- vart þeim geta ljósmæðurnar verið ánægðar með stuðning almennings – það sýndi mætingin á Austurvöll í gær. Sirkusáhugafólk. Það er ekki á hverjum degi sem ekta erlendur sirkus heimsækir okkur, með risatjald, trúða og loftfimleikamenn í farteskinu. Því á sirkusáhugafólk góða daga um þessar mundir því sirkus- inn hefur ferðast um landið en er nú í Smáralind. Kannski má gleyma efnahagsástand- inu um stund við að sjá trúð detta á rassinn. Poppara í auglýsingum. Magnús Kjartans fékk hátt í tvær millur fyrir Lítinn dreng. Hugsan- lega er þetta hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir lag í auglýsingu. Þetta var líka góð vika fyrir símafyrirtækið sem Óttarr Proppé söng fyrir: Hann var í full- um rétti samkvæmt faglegum úrskurði að æpa Skítt með kerfið. Vond vika fyrir... Íslenskan karlafótbolta. Ísland er 107. besta karlafótbolta- lið í heimi samkvæmt nýj- asta lista FIFA. Er botn- inum náð? Við erum verri en meðal annars Benín, Jamaíka, Nýja Kaledónía, Óman og Kanada, en svo sem aðeins betri en Nepal, Tonga, Túrkmenistan og Indland – ennþá að minnsta kosti! Á meðan er kvennalands- liðið í 18. sæti á sams konar lista. Íslenska rokkara. Tónleikastaðnum Organ í Hafnarstræti var snögglega lokað í vikunni og skildi rokkara eftir með sárt ennið. Þar með er eini miðlungsstóri rokkstaðurinn fyrir bí. Viðkvæmur rokkbransinn mátti nú varla við þessu og vonandi að einhver fylli skarðið. En það er svo sem ekki eintómt myrkur hjá rokk- urum: Iceland Airwaves er á næsta leiti. Íslenskan almenning. Krónan fellur og fellur og góðærið er svo gjörsamlega búið að það er ekki fyndið lengur. Allt heldur áfram að hækka – lánin, maturinn, allt nema kaupið auðvitað. Við erum skuldugasta þjóð í heimi. Við svona aðstæður er nú aldeilis traustvekjandi að vera með ríkisstjórn sem segir að það sé allt í himnalagi – eða kannski ekki. Hvað gerð- um við eiginlega til að eiga þetta skilið? Lausn krossgátunnar, ásamt eldri gátum og lausnum, er birt á vefnum, www.this.is/krossgatur 99 k r. sm si ð Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón: Þá sendir þú SMS-ið: JA LAUSN JON Leystukrossgátuna! Þú gætir unnið DVD myndina 21 Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐ á númerið 1900! GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Abdullah er yfir sig hrifinn af Sam- eera, en sjálfboðaliðastörfin fyrir umhverfissamtökin taka allan hennar tíma. Majeed og kona hans Wafa hafa nóg með sitt, en Wafa er einlægur stuðningsmaður meira sjálfstæðis Palestínu. Þetta eru aðalkarakter- ar fyrstu palestínsku sápuóperunnar en einhver bið verður á því að áhorfend- ur geti sökkt sér ofan í ástir og örlög Abdullah og Sameera, því nú hefur verið hætt við sýningar á sáp- unni, aðeins þremur dögum fyrir fyrirhug- aða frumsýningu. Ríkissjónvarp Palestínu hefur ekki gefið upp neinar ástæð- ur fyrir þessu, en þó er fullyrt að sápunni sé aðeins frestað, hún verði á endanum sýnd. Framleiðandi þáttanna, Fareed Majari, hefur fordæmt ákvörðun- ina og sagt að hún hafi komið þátta- gerðarmönnum í opna skjöldu. Yehya Barakat, dagskrárstjóri hjá palestínska ríkissjónvarpinu, þver- tók hins vegar, í samtali við ísra- elska blaðið Haaretz, fyrir að hér væri um pólitíska ritskoðun að ræða. Nokkuð sem ísraelski blaða- maðurinn ýjaði að. „Þetta er þvert á móti tilraun til þess að tryggja að engu efni verði sjónvarpað á opinberri sjónvarps- stöð sem gæti móðgað einhvern,“ sagði Yheya. Framleiddir hafa verið tíu 26 mínútna langir þættir af sápunni, sem heitir því skemmtilega nafni hraðahindrun (a. Mabbat). Þar segir frá daglegu lífi Palestínu- manna undir hernámi Ísraela. Einn þátturinn hverfist til dæmis um handtöku einnar persónunnar og tilraunir til að ná henni lausri. Það er því ljóst að tekið verður á ýmsum hitamál- um í þáttunum og því ekki nema von að spurningar vakni um pólitík þegar þeir eru teknir af dagskrá með svo litlum fyrir- vara. Sú staðreynd að fyrsta þáttinn átti að sýna á upphafsdegi ramadan, helgasta mán- aðar múslima, ýtir enn frekari stoðum þar undir. Það er hins vegar löngu tíma- bært að Palestínumenn njóti þeirra mannréttinda sem sápuóperan er, með öllum sínum ástarflækjum og sögum úr hversdagslífinu. Hver veit nema Mabbat muni veita Leiðar ljós harða samkeppni á alþjóðlegum sápuóperumarkaði innan tíðar. Og ekki leituðu palestínsku sjón- varpsmennirnir ullar í geitarhúsi þegar kom að því að fá samstarfs- fólk við gerð seríunnar. Þjóðverjar eru öðrum þjóðum fremri í dram- atísku sjónvarpsefni, eins og allir unnendur Die Schwarzwaldklinik vita vel. Hvort palestínsku flækj- urnar taki lífi Brinkmann-hjón- anna fram er þó erfitt að fullyrða og verður að bíða betri tíma að komast að vegna ákvörðunar stjórnenda palestínsku sjónvarps- stöðvarinnar. Ástir og örlög Ab- dullah og Sameera KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ HORFIR ÚT Í HEIM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.