Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 66

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 66
46 6. september 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Það fór um mig sæluhrollur þegar ég fylgdist með sýningum á haust- og vetrartískunni síðastliðið vor og sá fyrirsætur spranga um pallana klæddar svörtu frá toppi til táar. Hjá Givenchy svifu þær um eins og svartir englar í blöndu af fínlegri blúndu og grófu leðri, með dökkan varalit, svört augu og mjallhvítt púður. Ég hugsa að innra með mér hljóti að blunda gothari sem vaknar af og til, sérstaklega þegar haustar. Þennan tískustraum vetrarins mætti í raun kalla „Glam goth“ svo að ég sletti hressilega, enda um sérlega fagrar og kynþokkafull- ar flíkur að ræða. Hún minnir að vissu leyti á dökkar og dimmar söguhetjur bókmenntahetja frá lokum nítjándu aldar, hetjur Brontë-systra eða Mary Shelley: svartar blúndublússur hnepptar upp í háls og síðir slöngulokkar. Ein- hvers konar Sleepy Hollow hans Tim Burton blandað teiknimyndasögum snillingsins Edward Gorey. Ég kann að vera gefin fyrir svartan alklæðnað en gothari var ég þó aldrei. Hins vegar átti ég góða vinkonu í háskóla sem aðhylltist þessa tískustefnu og lífsstíl og ég dáðist mikið að fegurð hennar og hugrekki þegar hún mætti með mittissítt hárið í tíma, útdekkuð í svörtum köngulóar hálsfestum, svörtum grifflum og síðum flaksandi jökkum. Hún dró mig á næturklúbba sem aðeins gotharar sóttu, dramatískt fólk sem hétu ekki lengur bara John eða Susan heldur Spider og Dark Empress og hlustuðu á dauðarokk. Það hlýtur að vera mjög skemmtilegt að lifa lífinu eins og maður sé í kvikmynd sem aldrei endar. En fyrir okkur hin sem viljum aðeins rétt daðra við okkar dökku hliðar þá er upplagt að fjárfesta í svölum þröngum leðurbuxum, blússum í viktoríönskum stíl og þær alflottustu munu eflaust sjást í reimuðum leðurstígvélum sem ná næstum upp á nára. Til að auka dramatíkina er einnig hægt að ná sér í svart naglalakk eins og Chanel er aftur með á boðstólum og blúndusokkabuxur sem gefa rétta tóninn, sumsé meira Dita Von Teese en Marilyn Manson. Að finna sínar dökku hliðar Margir hönnuðir sóttu innblástur til gotneskrar tísku fyrir haust og vetur 2008. Hönnuður- inn Ricardo Tisci sló rækilega í gegn með línu sinni fyrir franska tískuhúsið Givenchy en hann bauð upp á svartar leðurbuxur og stígvél, háa kraga, gamaldags blúndur og stóra krossa um hálsinn. Breski hönnuðurinn Christopher Kane sendi líka fyrirsæturnar út á pall- ana klæddar svörtu frá toppi til táar með svarta augnmálningu og náföl andlit. Nú er um að gera að grafa upp Anne Rice-bækurnar og blása kynþokka og göldrum í veturinn. - amb GOTNESKT HAUST SVART, LEÐUR OG BLÚNDUR GEFA DRAMATÍSKAN TÓN ...Daisy body lotion frá Marc Jacobs. Það ilmar ótrúlega vel og mýkir upp kroppinn. ...Heiðbláa skyrtu frá danska hönnuðnum Malene Birger. Hún fæst í versluninni Company´s í Kringlunni. ... svartar háglansandi buxur frá April 77 fyrir gotneska stíl vetrarins. Frá Dead, Laugavegi. HÁR KRAGI Fallegur jakki í anda Játvarðar- tímabilsins ásamt hvítri skyrtu frá Givenchy. HERÐASLÁ Leðurslá sem myndi sæma hvaða vampíru sem er, ásamt blússu í viktorí- önskum stíl frá Givenchy. DRAMATÍSKT Undurfagur kjóll sem gæti verið beint út úr kvikmynd frá Givenchy. FÍNLEGT Kvenlegur stuttur kjóll með got- nesku ívafi frá Givenchy. ANDSTÆÐ- UR Fínleg mokkalit- uð siffon- blússa við töffaraleg- ar buxur úr PVC frá Givenchy. SÍTT OG HLÝTT Flottur peysukjóll með háum kraga frá breska hönn- uðinum Christop- her Kane.H E I L D A R L I S T I 03.09.08 www.forlagid.is Orðabækur eru fyrir alla! OKKUR LANGAR Í … > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Tískuheimurinn styður Obama Hinn 9. september næstkomandi heldur tískubiblían Vogue teiti í New York til heiðurs Barack Obama og til þess að styrkja kosningabaráttu hans til forseta Bandaríkjanna. Heiðursgestir verða Anna Wintour, ritstýra Vogue, og leikkonan Sarah Jessica Parker. Blásið verður til tískusýningar með fatnaði frá Marc Jacobs, Diane Von Furstenberg og Zac Posen. Obama vekur greini- lega aðdáun tískuspekúl- antanna því hann er einnig á forsíðu franska GQ um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.