Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 71

Fréttablaðið - 06.09.2008, Side 71
LAUGARDAGUR 6. september 2008 Það vissu allir að Emilíana Torr- ini væri frábær söngkona. Eftir að síðasta plata kom út, Fisher- man‘s Woman árið 2005, vissu allir að hún er líka frábær laga- höfundur. Platan hefur selst ótrú- lega vel á Íslandi, í um 14.000 ein- tökum, og öfugt við margar aðrar metsöluplötur á hún það skilið. Áður en Fisherman‘s Woman kom út bjóst maður svo sem ekki við neinu sérstöku af Emilíönu. Platan Life in the Time of Science (frá 1999) var satt að segja ekkert spes og þar á undan hafði hún aðallega tekið þátt í vinsælu töku- lagapoppi. Nú er öldin önnur. Síð- asta plata stimplaði hana svo hressilega inn að maður bjóst sjálfkrafa við miklu í þetta skipt- ið. Allt annað en skothelt verk hefði verið vonbrigði. Engar áhyggjur. Emilíana er ekki að falla úr úrvalsdeildinni. Gegnheil gæði Fisherman´s Woman halda sér hér, þótt þessi plata sé vissu- lega allt öðruvísi. Á Fisherman‘s Woman vann Emilíana úr sorg og áföllum. Það skilaði sér í ljúfsáru meistara- verki. Nú er hún létt á bárunni, það er enginn blús í sjónmáli heldur sólskinsballöður og stuð. Líkt og á Konu sjómannsins vinnur Emilíana með Bretanum Dan Casey, semur með honum og pælir í útsetningum og sándi. Þetta samstarf er að svínvirka sem fyrr. Plötukaupendur fá 12 lög á 48 mínútum. Hér er heildarsvipur aukaatriði, lögin fara í allar áttir, Emilíönu finnst gaman að prófa djarfar nálganir, veigrar sér ekki við frumlegheitin. Hún er orðin svo örugg í list sinni að hún þarf ekki að hundelta það sem telst hipp og kúl í augnablikinu. Nokk- ur lög minna aðeins á hljóðheim Fisherman‘s Woman, önnur gera það ekki. Platan er sneisafull af góðum lögum. Titillagið er spenn- andi popp-reggí, en titillinn er ruglandi. Armini? Hver er það? Hvernig á maður að muna að hann heiti ekki Armani? „Big Jumps“ er gerðarlegt popplag sem ætt- leiðir dú-dú-dúandi klappstýrur Lou Reed úr Walk on the Wild Side. „Gun“ er frábært tilrauna- popp sem minnir, kannski óvilj- andi, á nýbylgjusveitina Young Marble Giants. Oftast er snyrti- legur einfaldleikinn allsráðandi í útsetningunum. Næsta smáskífa, hið ofurhressa stuðlag „Jungle Drum“, er afkáralegast á plöt- unni, dálítið eins og upptjúnað sterabúnt á skákmóti. Þetta er kannski það lag sem maður grípur fyrst, en líka það sem maður fær leið á nánast um leið. Platan dett- ur svo aðeins niður í bláendann. Tvö síðustu lögin, auk frumskóga- trommunnar, eru sístu lög plöt- unnar. En þetta eru smáatriði og Emil- íana má vel við una. Þessi plata er spennandi, skemmtileg, fjöl- breytt og frískandi. Dr. Gunni Fjölbreytt og frískandi TÓNLIST Me and Armini Emiliana Torrini ★★★★ Skemmtileg og einföld poppplata, sneisafull af góðum lögum. Emilí- ana heldur sér leikandi í úrvalsdeild íslenskra poppara. „Þetta verður alhliða þjónustu- miðstöð fyrir gæludýr með dýra- læknastofu, gæludýraverslun, hunda- og kattahóteli, hunda- skóla og hundasnyrti,“ segir Hrund Hólm, dýralæknir á Dýra- læknastofu Suðurnesja, um Dýrasetrið á Flugvöllum sem verður opnað formlega í dag klukkan eitt, á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Dýrasetrið mun vera fyrsta alhliða þjónustumiðstöðin fyrir gæludýr sem opnar hér á landi og meðal þeirra nýjunga sem boðið verður upp á er sundlaug fyrir hunda. „Hundasundlaugin er eins og hlaupabretti í mjög stóru baðkari. Hún er gjarnan notuð til að þjálfa hunda til ýmissa starfa erlendis eða í sjúkraþjálfun eftir veikindi eða slys,“ útskýrir Hrund. Hundanuddarinn Sigurður Friðjónsson mun einnig hafa aðstöðu í Dýrasetrinu og segir Atli Þorsteinsson, eigandi hunda- skólans og hundahótelsins K-9, nuddið vera töluvert vinsælt. „Nuddið er ekki bara fyrir sjúka eða særða hunda heldur hefur það mjög róaandi áhrif á dýrið, líkt og nudd hefur á fólk,“ útskýrir Atli, en Sigurður mun verða til ráðgjafar í Dýrasetrinu í dag. „Við mælumst ekki til þess að fólk mæti með hundana með sér á opnunina þar sem það verð- ur kynning á sex hundategund- um og því gæti orðið erfitt að hafa utanaðkomandi hunda á staðnum líka, en hundaeigendum og öðrum áhugasömum er vel- komið að koma og kynna sér starfsemina og þiggja kaffi- sopa,“ segir Atli að lokum. - ag Hundasundlaug opnuð á Suðurnesjum GÓÐ ÞJÁLFUN FYRIR HUNDA Hundasundlaugin verður til sýnis við opnun Dýra- setursins í dag. Engin útborgun! Frábær símatilboð hjá Vodafone. Þú borgar ekkert út, afborganir dreifast á 12 mánuði á kreditkort. Auk þess færðu 2.000 kr. inneign í hverjum mánuði í heilt ár. Lifðu núna Sony Ericsson W890i • Afborgun 4.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár • 500 MB niðurhal á mánuði í 1 ár* 0 kr. út Nokia 6120 • Afborgun 2.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár 0 kr. út *Gildir um gagnaflutninga innanlands. Þú færð 2.000 kr. inneign á mánuði! F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.