Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 16
16 11. september 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Mike Pollock kom eins og sprengja inn í íslenskt tónlistarlíf ásamt Danny bróður sínum, Bubba Mort- hens og fleirum í hljóm- sveitinni Utangarðsmönn- um árið 1980. Hann kennir námskeið í bandarískum beat-bókmenntum í Háskóla Íslands í vetur. „Þegar ég rokkaði með Utangarðs- mönnum á sviðinu á Hótel Borg hefði mér aldrei dottið í hug að næstum þremur áratugum síðar væri ég ég að kenna við Háskóla Íslands,“ segir Michael Dean Óðinn Pollock. Mike, eins og hann er betur þekktur, átti þátt í því að umbylta íslenskri rokksögu varanlega þegar hann lék á gítar með Utangarðs- mönnum, sem oft eru taldir hafa ýtt íslensku pönkbylgjunni úr vör. Þessa dagana miðlar hann áhuga- sömum enskunemum við Háskóla Íslands af fróðleik sínum um verk rithöfunda sem tilheyrðu beat-kyn- slóðinni svokölluðu í lok sjötta ára- tugarins. Einnig hefur Mike sína fyrstu skáldsögu í smíðum og spil- ar blústónlist ásamt Sigga Sig, sem hann kallar hikstalaust „besta munnhörpuleikara á Íslandi“. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mike sest í kennarastólinn. Áður hefur hann kennt í Bandaríkjunum, auk þess sem hann aðstoðaði Geir Svansson bókmenntafræðing við námskeið um beat-bókmenntir við HÍ fyrir sex árum. Þeir sjá nú um kennsluna saman. Mike segir kennsluna andlega gefandi. „Hefði einhver boðið mér kennslustöðu fyrir þrjátíu árum hefði ég þverneitað, því ég var á móti öllu sem gat kallast hefðbund- ið menntakerfi. Líklega var ég anarkisti að því leytinu til. Núna sé ég að það er alltaf skortur á góðum kennurum sem hafa ástríðu fyrir því sem þeir gera og gefa af sér við kennsluna. Í dag lít ég á það sem mikinn heiður að fá að kenna.“ Hann segist alla tíð hafa verið mikill bókaormur. Á ungingsárum hafi hann gleypt í sig verk ýmissa höfunda, og ekki síst beat-höfund- anna, eins og Ginsberg, Burroughs og Kerouac. „Höfundar beat-kyn- slóðarinnar áttu stóran hlut í því að færa bókmenntir úr sínum háa fíla- beinsturni og til fólksins. Þeir brutu niður marga veggi að því leyti,“ segir Mike. Gamli rokkarinn segist vera eins og fiskur í vatni í kennslunni. „Ég er vanur því að „performa“ og gild- ir þá einu hvort það er uppi á sviði, fyrir framan kvikmyndatökuvélar eða í kennslustofu. Á löngum ferli hef ég lært að gæða hlutina lífi, að gera þá áhugaverða,“ segir Mike. Eftir að önninni lýkur heldur hann enn einu sinni til Bandaríkjanna að kenna við háskóla. Hann segir enn óákveðið hvað taki við eftir þá dvöl, en ljóst sé að hann muni lifa og hrærast í listsköpun „allt að síðasta andardrætti, þegar ég verð hundr- að og átta ára“. kjartan@frettabladid.is Úr rokki í háskólakennslu ÍSLAND Í BEAT-IÐ Mike Pollock segir verk bandarísku beat-skáldanna og rokksöguna tengjast sterkum böndum. Þau hafi meðal annars haft áhrif á hiphop-menninguna, og áhrif þeirra skíni í gegnum tónlistarsköpun manna eins og Bobs Dylan, Leonards Cohen og Toms Waits. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hugtakið „Beat-kynslóðin“ er bæði notað yfir hóp bandarískra rithöf- unda sem vöktu mikla athygli undir lok sjötta áratugarins og þá menn- ingu sem þeir fjölluðu um. Í þessu sambandi er ekki átt við „beat“ eins og í bítmúsíkinni sem Ríótríó söng um, heldur „beat“ í merkingunni „niðurbarinn“ og „búinn að vera“. Stíll þekktustu beat-rithöfund- anna var óformlegur, hispurslaus og flæðandi og gjarnan víðsfjarri reynsluheimi góðborgara þess tíma. Helstu verk beat-kynslóðarinnar eru oft talin vera skáldsögurnar Howl eftir Allen Ginsberg, Naked Lunch eftir William S. Burroughs og On the Road eftir Jack Kerouac. BEAT-BÓKMENNTIR ■ Kauptúnið Þórshöfn á Langa- nesi er á láglendi við austan- verðan Lónafjörð, innsta hluta Þistilfjarðar. Atvinnulífið á Þórs- höfn byggist á útgerð dagróðrar- báta, skelfiskskips og nótabáta. Lengi framan af voru ekki önnur hafnarmannvirki á Þórshöfn en smábátabryggjur úr timbri, að því segir á langanesbyggd.is. Þar kemur einnig fram að á Þórshöfn er íþróttahús með yfirbyggðri sundlaug og heitum pottum. ÞÓRSHÖFN: HEITIR POTTAR Á LANGANESI „Það er til mikilla bóta að menn vinni eftir einhverj- um siðaregluramma,“ segir Pétur Markan, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um siða- reglur stjórnmálamanna. Hann segir að út frá sjón- arhorni guðfræðinemans vari hann við því að menn gleymi sér í efnislegum metnaði. „Menn þurfa að brúka einhvern náunga- kærleik og þá er ágætt að fara yfir einföld boðorð eins og að ljúga ekki og stela ekki,“ segir Pétur. „En ég fagna því ef siðvæða á stjórnmálin. En ég held að menn ættu að horfa til hins skilyrðislausa skylduboðorðs Kants sem segir að menn eigi aldrei að nota manneskjur sem tæki. Mér finnst það vera eitthvað sem stjórnmálamenn ættu að hafa sem reglu. Samanber borgarpólitíkina, þar hefði verið hægt að koma í veg fyrir einhverja meirihlutamynd- un ef þetta boðorð hefði verið haft í hávegum.“ SJÓNARHÓLL SIÐAREGLUR STJÓRNMÁLAMANNA Einföld boðorð PÉTUR MARKAN Framkvæmda- stjóri Listaverkið Hvirfill, minnismerki um 100 ára afmæli vélbátaútgerð- ar frá Sandgerði, var afhjúpað við hátíðlega athöfn í síðustu viku. Í ræðu af þessu tilefni minntist Reynir Sveinsson, formaður hafn- arráðs, þess að 4. febrúar 1907 hafi mótorbáturinn Gammur RE 107 hafið fiskveiðar frá Sand- gerði og með því hafið nýjan kafla í sögu Miðneshrepps. Í tilefni 100 ára afmælisins hafi bæjarstjórn efnt til samkeppni um útilista- verk sem skyldi verða hreyfan- legt eftir vindi sem tákn þess að skip eru á sífelldri hreyfingu. Alls bárust fjórtán tillögur en dómnefnd ákvað einróma að velja verkið Hvirfil eftir Jón Þórisson. - ovd Útilistaverkið Hvirfill afhjúpað í tilefni af 100 ára vélbátaútgerð frá Sandgerði: Vélbátaútgerð í hundrað ár HVIRFILL Listaverkið er smíðað úr ryðfríu stáli með koparskrúfu í miðju sem vísar til þess að skrúfurnar mynda hvirfil frá skipum með vélum. „Hjá mér hefur verið nóg að gera í tengslum við afleiðingar af jarðskjálftunum í maí og dagleg verkefni sveitarfélags sem stækkar svona hratt,“ segir Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg. Hún segir að íbúum Árborgar hafi fjölgað um rúmlega 400 manns á einu ári og nú búi tæplega 7.900 manns í sveitarfélaginu. Það sé 5,4 prósenta íbúafjölgun sem sé langt yfir landsmeðaltali. Þessu fylgi ýmis verkefni. „Við vorum að opna nýjan leikskóla á Selfossi á föstudaginn. Hann leysti af hólmi tvo eldri leik- skóla og svo kom auðvitað fullt af nýjum plássum. Svo erum við að taka í notkun nýja deild við leikskólann á Stokkseyri.“ „Við erum svo að taka upp hvatapeninga eða niðurgreiðslur á íþrótta- og tómstundastarfi barna og ungmenna upp að átján ára aldri.“ Greiðslurnar séu nú tíu þúsund krónur fyrir önnina, en vonast sé til að hægt verði að hækka þá upphæð að ári. „Í vikulokin ætlum við svo að dreifa á öll heimili nýrri forvarnastefnu með aðgerðaáætlun.“ Hún segir fulltrúa þrjátíu og þriggja stofnana og félaga hafa unnið að gerð áætlunarinnar sem snúist um líðan og hagi barna og ungmenna í sveitarfélaginu. „Þetta snýr að heilbrigðum lífsháttum, sjálfsmynd og sjálfsvirðingu og mikil áhersla er lögð á ábyrgð foreldra.“ Hún segir sveitarfélag- ið hafa lagt mikla vinnu í þetta verkefni. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR, BÆJARSTJÓRI Í ÁRBORG Hlaðin verkefnum í Árborg Ólöglegur skíthroði „Agnes hefur klárlega brotið lög með orðbragði sínu og skíthroða í minn garð.“ ÁRNI JOHNSEN ALÞINGISMAÐUR Í UPPGJÖRI VIÐ AGNESI BRAGA- DÓTTUR. Morgunblaðið, 10. september. Löglegur skíthroði „Yfirlýsing hans er fáránlegt skítkast og allt í lagi með það.“ AGNES BRAGADÓTTIR SVARAR UPPGJÖRI ÁRNA JOHNSEN. Morgunblaðið 10. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.