Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 11. september 2008 — 247. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SAMGÖNGUR Nýjum farþegum hefur ekki fjölgað hjá Strætó bs. þrátt fyrir hækkun bensínverðs og þá staðreynd að fólk notar bílana minna en áður. Námsmenn fá nú frítt í strætisvagna, en það virðist ekki hafa skilað nýjum farþegum. Hins vegar fjölgaði þeim sem stigu inn í vagnana um 700 þúsund í fyrra, eða um 10 prósent. Margir þeirra stigu hins vegar oftar en einu sinni í vagnana yfir daginn. Fyrstu tölur benda til þess að þeim sem nota vagnana hafi fækkað. Innstigum í vagnana á Akureyri fjölgaði um 120 prósent á einu ári eftir að gefið var frítt í strætis- vagna. - kóp / sjá síðu 18 Farþegar hjá Strætó bs.: Nýjum farþeg- um fjölgar ekki Hvaðan koma peningarnir? „Viðskiptahallinn er sem fyrr mikill, en Seðlabankinn getur ekki lengur gert grein fyrir fjármögnun hans“, skrifar Þorvaldur Gylfason. Í DAG 24 STRÆTISVAGNAR Illa gengur að fjölga þeim sem nýta sér almenningssam- göngur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja GUÐMUNDUR ÓSKAR GUÐMUNDSSON Á kanadíska lopapeysu sem hentar í kuldanum • tíska • börn • heimili MIÐJU BLAÐSINS HEILSA OG LÍFSSTÍLL Bjóða námskeið í að nudda sína nánustu Sérblað um heilsu og lífsstíl FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG VERK AÐ VINNA Fer að verða léttara að fá iðnaðarmenn Sérblaðið Verk að vinna FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG heilsa og lífsstíllFIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2008 Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Guðmundur Óskar Guðmundsson, bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, festi kaup á hnaus-þykkri kanadískri lopapeysu síð-astliðið haust sem hann er hæst-ánægður með að geta dregið fram að nýju eftir sumarið. Peysuna keypti hann í Spúútnik og á hann von á því að hún komi að góðum notum næstu mánuðina. „Það verður gott að eiga svona heimskautapeysu þegar kuldinn skellur á og ekki spillir útlitið fyrir,“ segir Guðmundur en peys-an er með fallegum kraga sem hann er sérstaklega ánægður með. „Svo er hún rennd sem er mjög þægilegt og nýtist hún því jafnt sem peysa og jakki.“ Guðmundur fer ekki troðnar slóðir þegar kemur að tískunni og segist spá mikið í föt. Hann geng-ur til dæmis í rauðum skóm sem hann keypti í Kronkron en sá litur á fótabúnaði karla sést ekki á hverjum degi. „Ég kaupi lítið fjöldaframleitt og versla helst úti eða í „second hand“-búðum,“ segir Guðmundur sem festi á dögunum kaup á tweed-jakka og ermahnöppum prýddum íslenska fánanum í Herrafata-verslun Kormáks og Skjaldar. Sá fengur verður eflaust með í för á tónleikaferðalagi um Evrópu sem Guðmundur heldur í á næst-unni ásamt tónlistarmanninum Borkó. vera@frettabladid.is Hnausþykk haustpeysaFjöldaframleidd föt eru ekki ofarlega á lista Guðmundar Óskars Guðmundssonar sem hefur ávallt viljað vera smart í tauinu. Um þessar mundir heldur hann mikið upp á kanadíska heimskautapeysu. Guðmundur á von á því að lopapeysan komi að góðum notum næstu mánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LEIKLIST, TJÁNING OG SJÁLFSEFLING er námskeið fyrir unglinga á aldrinum 13 til 16 ára sem Mímir símenntun heldur. Þjálf-unin felst í æfingum og leikjum þar sem markmiðið er að hver og einn fái að njóta sín. Námskeiðið stendur í tíu vikur og hefst 30. september næstkomandi. Nánar á www.mimir.is. Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.isOpnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Mesta úrval landsins af sófum kr.130.900,- þú getur fengið þennan sófa í yfir 200 útfærslum verk að vinnaFIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2008 FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Heillaði dómnefndina Kristín Helga Gunnars- dóttir hlaut barnabóka- verðlaun Vestnor- ræna ráðsins. TÍMAMÓT 56 Flytja Eika Hauks inn Baggalútsmenn flytja Eirík Hauksson inn frá Noregi til að taka upp söng hans á nýrri plötu Baggalúts. FÓLK 50 VIÐSKIPTI „Það er ljóst að vandamál hjá skuldara er ekki bara vanda- mál hans, heldur kröfuhafans líka,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands. Tilkynnt hefur verið að Björg ólfsfeðgar, í félagi við fleiri fjárfesta, ætli að taka við ábyrgð sem hvílir á Eimskipafélaginu vegna láns sem Landsbankinn veitti. Feðgarnir eiga stóran hlut í hvoru félagi um sig. Ábyrgðin nemur yfir 25 milljörðum króna miðað við núverandi gengi gjaldmiðla. Markaðsvirði Eimskipafélagsins við lok markaða í gær var hins vegar rúmlega 18 milljarðar króna. - ikh / sjá síðu 22 Ábyrgð vegna lána Eimskips: Eimskip minna virði en ábyrgðin STYTTIR UPP VESTAN til Í dag verða víðast norðaustan 5-10 m/s. Rigning eða skúrir en styttir upp vestan til um hádegi og léttir þá heldur til. Hiti 10-16 stig. VEÐUR 4 11 12 12 1213 UMHVERFISMÁL „Tímabært [er] að rétta hlut náttúru- og umhverfisverndar sem farið [hefur] halloka gagnvart hagsmunum stóriðju“, segir í skýrslu Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Skýrsla hennar um umhverfismál, sú fyrsta sinnar tegundar, verður rædd á Alþingi í dag. Þórunn telur að náttúra landsins sé auðlind sem geti skapað meiri varanleg verðmæti en önnur landnýting. Verndun náttúru teljist því landnýting. Einnig ræðir ráðherra alþjóðlegan Árósar- samning og ætlar að „leggja áherslu“ á fullgildingu hans, en lofar ekki að hann verði fullgildur. „Ísland er eina landið innan EES, sem ekki hefur fullgilt þennan samning,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna. Samningurinn sé að mörgu leyti í gildi á Íslandi, fyrir utan eina meginstoð; aðgengi að réttarúrræði fyrir umhverfissamtök. „Og það er frá Lands- virkjun, hún óttast að málaferli tefji virkjunar- framkvæmdir. Samfylkingin vill efna samninginn, en Sjálfstæðisflokkur tekur dræmt í það.“ Ekki náðist í Þórunni, en heimild úr þingflokki Samfylkingar segir samninginn á borði utanríkis- ráðherra. Hann verði því líklega fullgildur. - kóþ Fyrsta skýrsla umhverfisráðherra um umhverfismál rædd á Alþingi í dag: Umhverfisvernd farið halloka SAMGÖNGUMÁL Íslandspóstur, hlutafélag í fullri í eigu ríkisins, hyggur á sókn á flutninga- og sam- skiptamarkaði og hefur endurskil- greint hlutverk sitt og starfsemi frá því að sinna almannaþjónustu að stærstum hluta. Ráðist hefur verið í byggingu tíu pósthúsa sem eru sérhönnuð með þarfir flutn- ingafyrirtækis í huga og gagnger- ar endurbætur verða gerðar á sex öðrum í sama tilgangi. Kostnaður er áætlaður rúmlega milljarður króna en 700 milljónir þegar eldri hús á landsbyggðinni, sem lokað hefur verið á undanförnum árum, hafa verið seld. Íslandspóstur mun opna 16 ný eða breytt pósthús á þessu ári og því næsta. Í ársskýrslu fyrirtækis- ins árið 2007 kemur fram að til- gangurinn með húsunum sé að „auka möguleika fyrirtækisins til muna til sóknar á flutningamark- aði og öðrum tengdum mörkuðum, þar sem húsin eru sérhönnuð með þarfir flutningafyrirtækis í huga“. Skilgreiningu á hlutverki fyrirtæk- isins hefur verið breytt í anda þessa. Ingimundur Sigurpálsson, for- stjóri Íslandspósts, segir rétt að verið sé að útvíkka starfsemi fyrir- tækisins verulega og uppbygging pósthúsanna sé til að auka sam- keppnishæfni þess við einkaaðila á flutningamarkaði. „Það var farið í stefnumótunarvinnu og niðurstað- an var að auka þjónustuna, fyrst og fremst til að þjónusta hagsmuna- aðila fyrirtækisins. Eins til að tak- ast á við afnám einkaréttar sem fram undan er 2011 og efla fyrir- tækið til að takast á við þá breyt- ingu.“ Skiljanlegt sé að menn spyrji sig hvort eðlilegt sé að verja rúmum milljarði til að byggja upp flutningaþjónustu hjá fyrirtæki í ríkiseigu en hann telur ekki víst að flutningaþjónusta Íslandspósts hamli starfsemi einkarekinna fyrirtækja. Jörundur Jörundsson, framkvæmdastjóri innanlands- sviðs Samskipa, segir það með öllu ótækt að þurfa að keppa við ríkis- fyrirtæki. „Þetta er ekki flókið, skattfé landsmanna er nýtt til að niðurgreiða samkeppni og byggja upp flutningafyrirtæki á vegum ríkisins.“ - shá / sjá síðu 8 Ríkið undirbýr sam- keppni í flutningum Íslandspóstur, sem er í eigu ríkisins, hefur útvíkkað hlutverk sitt sem fyrirtæki í flutninga- og samskiptaþjónustu. Pósthús, sérhönnuð fyrir vöruflutninga, rísa til að keppa við einkarekin fyrirtæki. Gæti eflt samkeppni, segir forstjóri. Sárt tap Íslenska lands- liðið tapaði fyrir Skotum, 1-2, á Laugardalsvelli í gær. ÍÞRÓTTIR 46 & 47 STOLTUR SKOTI Skotar unnu sætan sigur á Íslandi, 1-2, á Laugardalsvelli í gær í undankeppni heimsmeistaramótsins. Skoskur stuðningsmaður réði sér ekki fyrir kæti er Skotar komust í 2-0 og faðmaði skoska markmanninn. Sjá síður 46 og 47. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.