Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 68
40 11. september 2008 FIMMTUDAGUR
> FORSÍÐUSTÚLKA
Ellen DeGeneres hefur skrif-
að undir samning um að verða
ný talskona snyrtivörumerkisins
CoverGirl. Fyrirtækið notar bæði
fyrirsætur og fræg andlit í aug-
lýsingaherferðum sínum, og í
þeirra hópi eru meðal annars
Queen Latifah og Rihanna.
folk@frettabladid.is
Leikkonan Michelle
Williams hyggst taka
sér ársfrí frá störfum.
Árið hefur reynst
henni erfitt, enda lést
fyrrverandi unn-
usti hennar, Heath
Ledger, í janúar. „Ég
held ég hafi hætt
að vera skapandi
fyrir nokkru síðan
en ég var bara að
átta mig á því,“ segir
Michelle, sem hyggst
verja tímanum með
dóttur sinni og Heath,
Matildu, og rækta ný
áhugamál á borð við
útsaum, að eigin sögn.
Þriðja sólóplata Beyoncé
Knowles kemur út í
nóvember. Platan, sem
mun vera persónuleg-
asta plata söng-
konunnar hingað
til, hefur enn ekki
hlotið nafn, en hún
mun koma út 18.
nóvember í Banda-
ríkjunum. Lögin If I
Were A Boy og Single
Ladies fara hins vegar
í spilun 7. október
næstkomandi. Meðal
þeirra sem unnu að
plötunni er Justin
Timberlake, en hann
og söngkonan komu
nýlega fram saman á
Fashion Rocks-tónleikum í
New York.
Fregnir herma að
Lindsay Lohan og
Samantha Ronson
séu trúlofaðar. Ron-
son mun hafa misst
þetta út úr sér á
Chateau Marm-
ont, þar sem hún
þeytti nýlega
skífum. „Í lok árs-
ins verður ástin
mín orðin Mrs.
Ronson,“ sagði
plötusnúðurinn.
Þær feta þannig
í fótspor Ellen-
ar DeGeneres
og Portiu Rossi
sem gengu nýlega
í það heilaga eftir margra ára sam-
band. Lohan og Ronson hafa hins
vegar verið saman frá því í mars.
Aðgerðin sem Naomi Campbell
gekkst undir í Brasilíu fyrr á árinu
var gerð til þess að
fjarlægja æxli af eggja-
stokk hennar, og gerði
það að verkum að
fyrirsætan getur nú
loks eignast börn.
Campbell segir
lækna í Banda-
ríkjunum ekki
hafa sjúkdóms-
greint sig rétt
og því hafi hún
haldið til Bras-
ilíu. Fyrirsætan
kveðst gjarnan
vilja eignast
börn og telur að
hún verði „ströng“
móðir. Hún hefur
löngum verið þekkt
fyrir skapofsa.
FRÉTTIR AF FÓLKI
ELBOW Rokksveitin Elbow með Mer-
cury-verðlaunin sem hún fékk fyrir bestu
plötu ársins á Bretlandi, The Seldom
Seen Kid. NORDICPHOTOS/GETTY
Margan kvikmyndaáhugamanninn hefur
lengt eftir því að komast með puttana í
kvikmyndasafn Páls Óskars. Almúganum
gefst loksins tækifæri á að líta á nokkra
gullmola úr því safni á haustdögum en
söngvarinn vinsæli stendur fyrir
kvikmyndasýningu í Bæjarbíói, Hafnar-
firði.
Hinn 2. október næstkomandi verður
svokölluð Super 8mm sýning á vegum
Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í
Reykjavík, eða RIFF.
Samkvæmt myspace síðu Páls Óskars
verður áhersla lögð á gamlar karate-
myndir og er Bruce Lee-myndin Enter the
Dragon þeirra á meðal.
Þá verða „pylsur og popp og kók og
stemmari með,“ samkvæmt sömu síðu.
Miðaverð er 2.000 krónur og má búast við
að sala hefjist á midi.is fljótlega. - kbs
Palli á RIFF
Mugison heldur til Bandaríkjanna
hinn 20. september næstkomandi,
en þeir félagar halda áfram að
kynna plötuna Moogieboogie
fyrir heiminum. Platan er komin
út í Bandaríkjunum.
Haldnir verða tólf tónleikar í
ellefu borgum í tveimur hollum,
20.-27. september og 1.-4.
október. Ferðast verður frá New
York til Texas, Arizona til Los
Angeles.
Svo vel gekk sveitinni í
Þýskalandi að hún sprengdi 100
manna tónleikastaðinn í Hamb-
urg utan af sér og segir Felix
Grimm umsjónaraðili að
auðveldlega hefði verið hægt að
selja 400 miða á tónleikana. - kbs
Mugi túrar
Bandaríkin
KARATE Í BOÐI PALLA Páll Óskar sýnir myndir úr
safni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fjölmargir tónlistarmenn
hafa undanfarið sagt skilið
við Reykjavík. Fréttablaðið
tók púlsinn á nokkrum sem
flúð hafa borg óttans.
„Þegar búið er að loka barnum
manns og til stendur að rífa allt
nánasta nágrenni þá fer maður
ekkert á næsta bar. Maður flytur
burt úr bæjarfélaginu,“ segir
Svavar Pétur Eysteinsson í hljóm-
sveitinni Skakkamanage.
Svavar Pétur var einn aðal-
skipuleggjandi Látíðarinnar, sem
haldin var til að reyna að forða
niðurrifi Sirkus. Hann er nú flutt-
ur til Seyðisfjarðar ásamt konu
sinni Berglindi Häsler, sem einnig
er í hljómsveitinni. „Seyðisfjörður
er algert unaðspleis,“ segir Svav-
ar. „Hér er ægifagurt og menning-
arlífið í miklum blóma enda hefur
bóhemismi lengi loðað við bæinn.
Við komum hérna í vor og ætluð-
um bara að vera fram á haust.
Vorum á leið aftur til Reykjavíkur
þegar það rann upp fyrir okkur að
við hefðum ekkert sérstakt þang-
að að sækja enda í einkar góðum
fíling hérna fyrir austan. Við verð-
um allavega hérna í vetur, kannski
lengur, en tökum annars bara einn
dag í einu. Þetta er allavega eina
vitið enn sem komið er.“
Svavar lætur vel af landsbyggð-
arlífinu, segir það henta listafólki
vel. „Maður getur breitt vel úr sér
hérna og sinnt sínum störfum í
góðum friði fyrir amstri hvers-
dagsins. Það fer ekki allur dagur-
inn lengur í að snúast í kringum
skottið á sjálfum sér eða öðrum í
stanslausum hlaupum og útrétt-
ingum. En hver veit, kannski
komum við grenjandi í bæinn
þegar myrkrið færist yfir.“
Matti Papi flutti til Dalvík-
ur í fyrra sem kunnugt er.
„Þetta var nú bara til-
raunaverkefni til að
byrja með og svo hefur
þetta alveg gengið upp,
enda stutt á Akureyrar-
flugvöll,“ segir hann. „Ég
ólst sjálfur upp á Dalvík
og fyrst og fremst
flutti ég hingað
til að veita börn-
unum mínum
það frelsi sem
felst í því að
alast upp úti á
landi. Svo er
ég mikið í
veiði-
mennsku og
sæki hana
fyrir utan
húsið hjá mér,
liggur við.“
Benni Hemm Hemm er fluttur
til Edinborgar með konunni sinni
sem þar er komin í nám. „Þetta er
nú næstum því eins og að vera úti
á landi því það er svo stutt hing-
að,“ segir Benni. „Mér líst ótrú-
lega vel á borgina, hún er mjög
spennandi. Við verðum hérna í 3-5
ár, en ég spila þó auðvitað eitt-
hvað heima.“
Ólöf Arnalds er flutt
til Helsinki með mann-
inum sínum og Gunnar
Tynes í múm er fluttur í sum-
arbústað við Laugarvatn.
Birkir Fjalar í I Adapt er
kominn í nám til Nova
Scotia, Mugison er
á Súðavík, Grím-
ur Atlason í Döl-
unum, Hjörtur
Howser á
Blönduósi og
Magnús Þór og
Magni í Hvera-
gerði. Með
sama áfram-
haldi skiptir
kannski engu
þótt öllum tón-
leikastöðum í höf-
uðborginni verði
lokað, eins og allt
stefnir í.
drgunni@frettabladid.is
Popparar flýja Reykjavík
Þær fjórar myndir sem keppa við
Brúðgumann um kvikmyndaverð-
laun Norðurlandaráðs verða sýnd-
ar í Háskólabíói um helgina, auk
Brúðgumans sjálfs.
Fyrir hönd Noregs keppir Mað-
urinn sem unni Yngvari. Þar segir
frá Jarle Kepp. Fall Berlínar-
múrsins hefur engin áhrif á hann
og vini hans en þegar Yngvar
kemur í bekkinn verða breytingar
ekki umflúnar. Myndin er byggð á
metsölubók Tore Renberg og er
stútfull af tónlist tímabilsins.
Framlag Dana ber nafnið Fyrstu
árin – Erik Nietzsche – 1. hluti og
fjallar um ungan kvikmynda-
gerðarmann sem slysast inn í
kvikmyndaskóla og missir smám
saman sakleysi sitt. Handritið
skrifaði Lars Von Trier og er það
sjálfsævisögulegt að hluta.
Fyrir Finna keppir Heimili
dökku fiðrildanna, eftir sam-
nefndri bók Lenu Landers. Þar
segir frá Juhani, sem rekst á milli
fósturheimila og endar á „Eyj-
unni“, heimili sjö drengja sem
virðist þeim frekar fangelsi en
heimili.
Svíar bjóða upp á Þið sem lifið.
Myndinni hefur verið lýst sem
sorglegum gamanleik um mann-
skepnuna og hefur fengið lof
gagnrýnenda, auk fjölda verð-
launa. Myndin var framlag Svía
til Óskarsverðlaunanna 2008.
Kvikmyndasýningarnar eru
þær fyrstu í röð sýninga í höfuð-
borgum Norðurlandanna. Verð-
launin verða veitt að sýningunum
loknum, 15. október. Áfram
Ísland!
- kbs
Keppinautar Brúðgumans
Rokksveitin Elbow hlaut Mer-
cury-verðlaunin í ár fyrir bestu
plötu ársins á Bretlandi, The
Seldom Seen Kid. Platan er sú
fjórða frá sveitinni, sem var
stofnuð fyrir sautján árum.
Sjö ár eru liðin síðan Elbow
fékk síðast tilnefningu til
Mercury-verðlaunanna, eða fyrir
sína fyrstu plötu Asleep in the
Back. „Ég veit að ég á að segja
eitthvað svalt og sniðugt en
þetta er einfaldlega það besta
sem hefur komið fyrir okkur,“
sagði söngvarinn Guy Garvey er
hann tók á móti verðlaununum
úr höndum sjónvarpsmannsins
Jools Holland.
Ellefu aðrir flytjendur voru
tilefndir, þar á meðal Radiohead,
Burial, Adele og Robert Plant og
Alison Krauss. Mercury-
verðlaunin eru afhent breskum
eða írskum listamönnum sem
gefa út plötur sínar frá júlí 2007
til júlí 2008. Á meðal fyrri
sigurvegara eru Klaxons, Arctic
Monkeys, Antony and the
Johnsons og Dizzee Rascal.
Elbow fékk
Mercury-
verðlaun
Hljómsveitirnar Seabear og FM
Belfast eru meðal þeirra sem
koma fram á hátíðinni End of the
Road í Larmer Tree Gardens í
Dorset-skíri í Bretlandi um
helgina. Hátíðin er smá, hvað
varðar áhorfendur, aðeins er
pláss fyrir 5.000 manns en yfir
sextíu hljómsveitir koma fram á
þremur dögum. Löngu er uppselt
á hátíðina, sem telst með þeim
innilegustu í heimi.
Meðal annarra hljómsveita sem
fram koma má nefna Mercury
Rev, Low, British Sea Power,
Tindersticks og Calexico.
Hátíðin var valin besta nýja
hátíðin árið 2006 á hátíðaverð-
launum Breta. - kbs
Íslensk á End
of the Road
Á LEIÐARENDA Seabear kemur fram á
sérstakri hátíð í Bretlandi um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FANGELSI FREKAR EN HEIMILI Heimili
dökku fiðrildanna segir dapurlega en
fallega sögu ung drengs. MYND/SOLARFILMS
FLUTT Í BÓHEMISMANN Á SEYÐISFIRÐI
Fyrst ekki tókst að bjarga Sirkus fluttu Svavar og Berglind bara í burtu.
SÆKIR Í FRELSIÐ Á DALVÍK
Matti Papi er orðinn hálfgerð „andlit
Dalvíkur“.
VERÐUR Í EDINBORG
NÆSTU 3-5 ÁRIN
Benni Hemm
Hemm er farinn.