Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 68
40 11. september 2008 FIMMTUDAGUR > FORSÍÐUSTÚLKA Ellen DeGeneres hefur skrif- að undir samning um að verða ný talskona snyrtivörumerkisins CoverGirl. Fyrirtækið notar bæði fyrirsætur og fræg andlit í aug- lýsingaherferðum sínum, og í þeirra hópi eru meðal annars Queen Latifah og Rihanna. folk@frettabladid.is Leikkonan Michelle Williams hyggst taka sér ársfrí frá störfum. Árið hefur reynst henni erfitt, enda lést fyrrverandi unn- usti hennar, Heath Ledger, í janúar. „Ég held ég hafi hætt að vera skapandi fyrir nokkru síðan en ég var bara að átta mig á því,“ segir Michelle, sem hyggst verja tímanum með dóttur sinni og Heath, Matildu, og rækta ný áhugamál á borð við útsaum, að eigin sögn. Þriðja sólóplata Beyoncé Knowles kemur út í nóvember. Platan, sem mun vera persónuleg- asta plata söng- konunnar hingað til, hefur enn ekki hlotið nafn, en hún mun koma út 18. nóvember í Banda- ríkjunum. Lögin If I Were A Boy og Single Ladies fara hins vegar í spilun 7. október næstkomandi. Meðal þeirra sem unnu að plötunni er Justin Timberlake, en hann og söngkonan komu nýlega fram saman á Fashion Rocks-tónleikum í New York. Fregnir herma að Lindsay Lohan og Samantha Ronson séu trúlofaðar. Ron- son mun hafa misst þetta út úr sér á Chateau Marm- ont, þar sem hún þeytti nýlega skífum. „Í lok árs- ins verður ástin mín orðin Mrs. Ronson,“ sagði plötusnúðurinn. Þær feta þannig í fótspor Ellen- ar DeGeneres og Portiu Rossi sem gengu nýlega í það heilaga eftir margra ára sam- band. Lohan og Ronson hafa hins vegar verið saman frá því í mars. Aðgerðin sem Naomi Campbell gekkst undir í Brasilíu fyrr á árinu var gerð til þess að fjarlægja æxli af eggja- stokk hennar, og gerði það að verkum að fyrirsætan getur nú loks eignast börn. Campbell segir lækna í Banda- ríkjunum ekki hafa sjúkdóms- greint sig rétt og því hafi hún haldið til Bras- ilíu. Fyrirsætan kveðst gjarnan vilja eignast börn og telur að hún verði „ströng“ móðir. Hún hefur löngum verið þekkt fyrir skapofsa. FRÉTTIR AF FÓLKI ELBOW Rokksveitin Elbow með Mer- cury-verðlaunin sem hún fékk fyrir bestu plötu ársins á Bretlandi, The Seldom Seen Kid. NORDICPHOTOS/GETTY Margan kvikmyndaáhugamanninn hefur lengt eftir því að komast með puttana í kvikmyndasafn Páls Óskars. Almúganum gefst loksins tækifæri á að líta á nokkra gullmola úr því safni á haustdögum en söngvarinn vinsæli stendur fyrir kvikmyndasýningu í Bæjarbíói, Hafnar- firði. Hinn 2. október næstkomandi verður svokölluð Super 8mm sýning á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF. Samkvæmt myspace síðu Páls Óskars verður áhersla lögð á gamlar karate- myndir og er Bruce Lee-myndin Enter the Dragon þeirra á meðal. Þá verða „pylsur og popp og kók og stemmari með,“ samkvæmt sömu síðu. Miðaverð er 2.000 krónur og má búast við að sala hefjist á midi.is fljótlega. - kbs Palli á RIFF Mugison heldur til Bandaríkjanna hinn 20. september næstkomandi, en þeir félagar halda áfram að kynna plötuna Moogieboogie fyrir heiminum. Platan er komin út í Bandaríkjunum. Haldnir verða tólf tónleikar í ellefu borgum í tveimur hollum, 20.-27. september og 1.-4. október. Ferðast verður frá New York til Texas, Arizona til Los Angeles. Svo vel gekk sveitinni í Þýskalandi að hún sprengdi 100 manna tónleikastaðinn í Hamb- urg utan af sér og segir Felix Grimm umsjónaraðili að auðveldlega hefði verið hægt að selja 400 miða á tónleikana. - kbs Mugi túrar Bandaríkin KARATE Í BOÐI PALLA Páll Óskar sýnir myndir úr safni sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fjölmargir tónlistarmenn hafa undanfarið sagt skilið við Reykjavík. Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum sem flúð hafa borg óttans. „Þegar búið er að loka barnum manns og til stendur að rífa allt nánasta nágrenni þá fer maður ekkert á næsta bar. Maður flytur burt úr bæjarfélaginu,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson í hljóm- sveitinni Skakkamanage. Svavar Pétur var einn aðal- skipuleggjandi Látíðarinnar, sem haldin var til að reyna að forða niðurrifi Sirkus. Hann er nú flutt- ur til Seyðisfjarðar ásamt konu sinni Berglindi Häsler, sem einnig er í hljómsveitinni. „Seyðisfjörður er algert unaðspleis,“ segir Svav- ar. „Hér er ægifagurt og menning- arlífið í miklum blóma enda hefur bóhemismi lengi loðað við bæinn. Við komum hérna í vor og ætluð- um bara að vera fram á haust. Vorum á leið aftur til Reykjavíkur þegar það rann upp fyrir okkur að við hefðum ekkert sérstakt þang- að að sækja enda í einkar góðum fíling hérna fyrir austan. Við verð- um allavega hérna í vetur, kannski lengur, en tökum annars bara einn dag í einu. Þetta er allavega eina vitið enn sem komið er.“ Svavar lætur vel af landsbyggð- arlífinu, segir það henta listafólki vel. „Maður getur breitt vel úr sér hérna og sinnt sínum störfum í góðum friði fyrir amstri hvers- dagsins. Það fer ekki allur dagur- inn lengur í að snúast í kringum skottið á sjálfum sér eða öðrum í stanslausum hlaupum og útrétt- ingum. En hver veit, kannski komum við grenjandi í bæinn þegar myrkrið færist yfir.“ Matti Papi flutti til Dalvík- ur í fyrra sem kunnugt er. „Þetta var nú bara til- raunaverkefni til að byrja með og svo hefur þetta alveg gengið upp, enda stutt á Akureyrar- flugvöll,“ segir hann. „Ég ólst sjálfur upp á Dalvík og fyrst og fremst flutti ég hingað til að veita börn- unum mínum það frelsi sem felst í því að alast upp úti á landi. Svo er ég mikið í veiði- mennsku og sæki hana fyrir utan húsið hjá mér, liggur við.“ Benni Hemm Hemm er fluttur til Edinborgar með konunni sinni sem þar er komin í nám. „Þetta er nú næstum því eins og að vera úti á landi því það er svo stutt hing- að,“ segir Benni. „Mér líst ótrú- lega vel á borgina, hún er mjög spennandi. Við verðum hérna í 3-5 ár, en ég spila þó auðvitað eitt- hvað heima.“ Ólöf Arnalds er flutt til Helsinki með mann- inum sínum og Gunnar Tynes í múm er fluttur í sum- arbústað við Laugarvatn. Birkir Fjalar í I Adapt er kominn í nám til Nova Scotia, Mugison er á Súðavík, Grím- ur Atlason í Döl- unum, Hjörtur Howser á Blönduósi og Magnús Þór og Magni í Hvera- gerði. Með sama áfram- haldi skiptir kannski engu þótt öllum tón- leikastöðum í höf- uðborginni verði lokað, eins og allt stefnir í. drgunni@frettabladid.is Popparar flýja Reykjavík Þær fjórar myndir sem keppa við Brúðgumann um kvikmyndaverð- laun Norðurlandaráðs verða sýnd- ar í Háskólabíói um helgina, auk Brúðgumans sjálfs. Fyrir hönd Noregs keppir Mað- urinn sem unni Yngvari. Þar segir frá Jarle Kepp. Fall Berlínar- múrsins hefur engin áhrif á hann og vini hans en þegar Yngvar kemur í bekkinn verða breytingar ekki umflúnar. Myndin er byggð á metsölubók Tore Renberg og er stútfull af tónlist tímabilsins. Framlag Dana ber nafnið Fyrstu árin – Erik Nietzsche – 1. hluti og fjallar um ungan kvikmynda- gerðarmann sem slysast inn í kvikmyndaskóla og missir smám saman sakleysi sitt. Handritið skrifaði Lars Von Trier og er það sjálfsævisögulegt að hluta. Fyrir Finna keppir Heimili dökku fiðrildanna, eftir sam- nefndri bók Lenu Landers. Þar segir frá Juhani, sem rekst á milli fósturheimila og endar á „Eyj- unni“, heimili sjö drengja sem virðist þeim frekar fangelsi en heimili. Svíar bjóða upp á Þið sem lifið. Myndinni hefur verið lýst sem sorglegum gamanleik um mann- skepnuna og hefur fengið lof gagnrýnenda, auk fjölda verð- launa. Myndin var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna 2008. Kvikmyndasýningarnar eru þær fyrstu í röð sýninga í höfuð- borgum Norðurlandanna. Verð- launin verða veitt að sýningunum loknum, 15. október. Áfram Ísland! - kbs Keppinautar Brúðgumans Rokksveitin Elbow hlaut Mer- cury-verðlaunin í ár fyrir bestu plötu ársins á Bretlandi, The Seldom Seen Kid. Platan er sú fjórða frá sveitinni, sem var stofnuð fyrir sautján árum. Sjö ár eru liðin síðan Elbow fékk síðast tilnefningu til Mercury-verðlaunanna, eða fyrir sína fyrstu plötu Asleep in the Back. „Ég veit að ég á að segja eitthvað svalt og sniðugt en þetta er einfaldlega það besta sem hefur komið fyrir okkur,“ sagði söngvarinn Guy Garvey er hann tók á móti verðlaununum úr höndum sjónvarpsmannsins Jools Holland. Ellefu aðrir flytjendur voru tilefndir, þar á meðal Radiohead, Burial, Adele og Robert Plant og Alison Krauss. Mercury- verðlaunin eru afhent breskum eða írskum listamönnum sem gefa út plötur sínar frá júlí 2007 til júlí 2008. Á meðal fyrri sigurvegara eru Klaxons, Arctic Monkeys, Antony and the Johnsons og Dizzee Rascal. Elbow fékk Mercury- verðlaun Hljómsveitirnar Seabear og FM Belfast eru meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni End of the Road í Larmer Tree Gardens í Dorset-skíri í Bretlandi um helgina. Hátíðin er smá, hvað varðar áhorfendur, aðeins er pláss fyrir 5.000 manns en yfir sextíu hljómsveitir koma fram á þremur dögum. Löngu er uppselt á hátíðina, sem telst með þeim innilegustu í heimi. Meðal annarra hljómsveita sem fram koma má nefna Mercury Rev, Low, British Sea Power, Tindersticks og Calexico. Hátíðin var valin besta nýja hátíðin árið 2006 á hátíðaverð- launum Breta. - kbs Íslensk á End of the Road Á LEIÐARENDA Seabear kemur fram á sérstakri hátíð í Bretlandi um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FANGELSI FREKAR EN HEIMILI Heimili dökku fiðrildanna segir dapurlega en fallega sögu ung drengs. MYND/SOLARFILMS FLUTT Í BÓHEMISMANN Á SEYÐISFIRÐI Fyrst ekki tókst að bjarga Sirkus fluttu Svavar og Berglind bara í burtu. SÆKIR Í FRELSIÐ Á DALVÍK Matti Papi er orðinn hálfgerð „andlit Dalvíkur“. VERÐUR Í EDINBORG NÆSTU 3-5 ÁRIN Benni Hemm Hemm er farinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.