Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 38
11. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verk að vinna
Spakmælið að árinni kenni illur
ræðari á ekki alltaf við þegar
framkvæmdir standa til því þá
hafa verkfærin mikið að segja
um það hvernig verkið gengur.
Illa bítandi sporjárn og bogn-
ar sagir eru ekki líklegar til
stórræða heldur ávísun á mis-
tök og skemmdir, að ekki sé
talað um slæm áhrif á geðheilsu
þeirra sem í framkvæmdun-
um standa. Ef fram undan eru
breytingar ætti því að fjár-
festa í góðum verkfærum og
láta sér ekki í augum vaxa
kostnaður við það því margfalt
meiri kostnaður getur orðið
af skemmdum sem verða af
völdum lélegra verkfæra.
Þau verkfæri sem gott er að
eiga eru sög, málband, hallamál, hleðsluborvél og helstu stærð-
ir af borum, bæði steinborum og tréborum, og bitasett framan á
hleðsluborvélina til að skrúfa mismunandi skrúfur. Einnig er gott
ef steinveggir eru í húsinu að fjárfesta í höggborvél.
Þegar gott safn verkfæra er komið skiptir höfuðmáli að ganga
vel um það og að allt sé á vísum stað. Mikill tími getur farið til
spillis við að leita ef ekki er gengið frá hverjum hlut. Fjárfestið
því einnig í verkfærakistu eða komið ykkur upp verkfærahillu í
geymslunni.
Annríki hefur verið hjá iðnað-
armönnum í byggingariðnaði
síðustu ár hér á landi en nú
virðist hafa dregið úr því.
Ásgeir Magnússon hjá Sam-
tökum iðnaðarins fylgist með
stöðunni og var inntur frétta.
„Staðan er þannig núna að við erum
farin að sjá blikur á lofti. Það er
náttúrulega heilmikill samdráttur
fyrirséður í byggingariðnaðinum en
hann er kannski ekki skollinn á eins
illilega og reikna má með,“ byrj-
ar Ásgeir og heldur áfram: „Á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem margir
voru á þeim markaði að byggja og
selja og um tvö þúsund íbúðir eru
óseldar þá segir sig sjálft að það
mun draga úr vinnu. Sveiflan er
minni á Norðurlandi. Þar kom ekki
þessi stóra sprengja, húsnæðisverð
hækkaði ekki eins mikið og syðra
og byggingarfyrirtækin fóru hægar
í sakirnar. Það kemur þeim til góða
nú því þau eiga minna óselt.“
Talið berst að erlendum iðnaðar-
mönnum sem hafa lagt fram krafta
sína við uppbygginguna síðustu ár.
„Hér hefur verið mikið um erlent
vinnuafl á almennum byggingar-
markaði, einkum Pólverja. Þótt við
höfum engar tölur yfir það ennþá
þá vitum við að margir þeirra
munu snúa til síns heima,“ segir
Ásgeir og nefnir ýmsar ástæð-
ur. „Þessi gríðarlega gengisfelling
hjá okkur hefur þau áhrif að laun-
in sem þeir senda að stórum hluta
heim til sín hafa rýrnað mjög mikið
og svo hefur atvinnuástandið í Pól-
landi lagast verulega og laun hækk-
að þar.“
Þar sem einstaklingum hefur oft
gengið illa undanfarin misseri að
fá iðnaðarmenn til starfa er Ásgeir
spurður hvort ekki megi búast við
breytingum á því. „Ég geri ráð fyrir
að auðveldara verði að ná í iðnaðar-
menn á næstunni en þá vaknar hin
spurningin hvernig fjárhagsstað-
an sé hjá þeim sem hyggja á fram-
kvæmdir. Þær breytingar sem eru í
þjóðfélaginu hafa alls staðar áhrif,
til dæmis hefur allt hækkað í verði.
Á móti öllu þessu kemur að það
er töluvert mikið um stórar fram-
kvæmdir sem taka upp þó nokkurn
mannskap.“
Ásgeir telur vanta tilfinnanlega
fólk í sumar greinar iðnaðar vegna
lítillar nýliðunar á síðustu árum.
Nefnir hann málmiðnað og múr-
verk. „Það er skortur á málmiðn-
aðarmönnum og múrurum á mark-
aðnum,“ segir hann. „En það breyt-
ir ekki þessari stóru mynd.“ - gun
Farinn að sjá blikur á
lofti hér á landi
„Ég geri ráð fyrir að auðveldara verði
að ná í iðnaðarmenn á næstunni en
þá vaknar hin spurningin hvernig fjár-
hagsstaðan sé hjá þeim sem hyggja á
framkvæmdir,“ segir Ásgeir Magnússon,
forstöðumaður skrifstofu atvinnulífsins
á Norðurlandi. MYND/ÖRLYGUR HNEFILL
Sveiflan í byggingariðnaðinum var stærri á höfuðborgarsvæðinu en fyrir norðan að sögn Ásgeirs.
Þeir sem halda heimili og hafa gert um nokkurt skeið vita flestir
að það er eilífðarverkefni að halda því hreinu. Sumir hafa hrein-
lega gefist upp fyrir draslinu og lifa með því í sátt og samlyndi en
aðrir berjast á móti og taka til hendinni öðru hvoru.
Það eru þó gömul sann-
indi og ný að með því
að ganga frá og taka til
jafnóðum megi komast
hjá fimm klukkustunda
tiltektar lotum um helg-
ar. Hér á eftir fara nokkur
góð ráð:
Búið um á hverj-
um morgni, dragið frá
og opnið glugga. Heng-
ið upp yfirhafnir og raðið
skóm þegar komið er inn
og gangið jafnóðum frá
vörum sem bornar eru inn
í hús. Þvoið þvott jafnóð-
um og látið hann ekki safn-
ast upp. Brjótið saman úr hverri vél fyrir sig. Ryk-moppið dag-
lega og þvoið einnig baðvask, sturtu og baðker daglega til að koma
í veg fyrir að kísill safnist fyrir. Gangið jafnóðum frá leirtaui.
Veljið síðan einn dag í viku til að skúra og þurrka af sem að
öllum líkindum verður ekki jafn tímafrekt og ella. - ve
Heimilisverkunum
dreift yfir vikuna
Það er eilífðarverkefni að halda heimilinu
hreinu en sé tekið til hendinni jafnóðum
verður það viðráðanlegra.
Árinni kennir illur?
Bílasmiðurinn hf.
Bíldshöfða 16 s. 567 2330
Eitt mesta úrval landsins af ljósum og
glitmerkjum fyrir vagna og farartæki