Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 26
26 11. september 2008 FIMMTUDAGUR Kórvilla af Vestfjörðum? UMRÆÐAN Jón Baldvin Hanni- balsson skrifar um dagbók Matthíasar Johannessen En upp úr þessu var Guðjóni Friðriks- syni sagt upp og hrökklaðist hann þá til Ísafjarðar. Þar gerði hann sér lítið fyrir og hóf ofsóknir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöf- undum. Það voru hefndirnar. (Úr dagbók Matthíasar Johann- essens, skálds.) Hér er eitthvað málum bland- ið, eins og reyndar hefur komið á daginn. Því fer víðs fjarri að Guðjón Friðriksson hafi „hrökklast“ vestur á Ísafjörð. Ég get trútt um talað því að ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að „véla“ hann vestur á sínum tíma. Í „Tilhugalífi“ (útg. 2002, bls. 264) lýsi ég því með eftir- farandi orðum: „Það var mikill happafengur þegar mér tókst að véla Guðjón Friðriksson og þáverandi konu hans, Þuríði Pétursdóttur, líf- fræðing, til að kenna við (Mennta)skólann. Ég man að ég heimsótti þau upp á háaloft að Austurstræti 14 í Reykjavík þar sem þau bjuggu þá. Þau komu því beint úr hjarta borg- arinnar í útlegðina vestur og reyndust bæði prýðilega. Guð- jón var ekki einasta skemmti- legur kennari í íslenskum fræð- um og bókmenntum heldur líka stoð og stytta nemenda við útgáfustörf og reyndar einnig á leiksviði, þar sem hann lék meðal annars á móti Bryndisí við góðar undirtektir. Þuríður var kvenskörungur mikill og var fljótlega komin á bólakaf í bæjarmálin sem frambjóðandi Alþýðubandalagsins.“ En hvað með meintar ofsókn- ir á hendur Jennu og Hreiðari sem barnabókahöfundum? Að því er einnig vikið í „Tilhuga- lífi“ þar sem fjallað er um árin okkar Bryndísar við Mennta- skólann á Ísafirði. Aðalpersón- an í því máli var upphaflega sögð vera Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, doktor í mann- fræði, síðar þingkona Kvenna- listans, prófessor við Háskóla Íslands og núverandi sendifrú í Osló. Sigríður Dúna kenndi einn vetur við Menntaskólann á Ísafirði. Hún blandaðist alsak- laus inn í þetta mál eins og nánar er lýst í „Tilhugalífi“ (bls. 265-66) undir fyrirsögn- inni „Að missa glæpinn“. En Guðjón Friðriksson kom þar hvergi við sögu. Að missa glæpinn „Sigríður Dúna bauð upp á námskeið í íslenskum samtíma- bókmenntum sem valgrein. Á námskeiðinu var farið yfir sýn- ishorn af íslenskum barna- og unglingabókmenntum. Einn góðan veðurdag birtist heil- síðugrein í Þjóðviljanum undir- rituð af nafngreindum nemend- um við Menntaskólann á Ísafirði, þar sem veist var með harkalegri gagnrýni að þekkt- um höfundi unglingabók- mennta. Í fyrirsögn var vísað til þess að taka bæri skemmdar bókmenntir af markaðnum, rétt eins og skemmdar appels- ínur. Ekki leið á löngu þar til mér barst umburðarbréf frá menntamálaráðuneytinu út af þessu máli. Því fylgdi jafn- framt tilkynning og greinar- gerð um yfirvofandi málshöfðun á hendur kennaranum fyrir meinta innrætingu og jafnvel meiðyrði um höfund unglingabók- anna, sem væri brot á lögum og reglum um óhlutdrægni og hátt- vísi í kennslustofum sem reknar væru af íslenska ríkinu. Sjálfur var ég vel meðvitaður um hætt- una á einhliða umfjöllun og vil- hallri eða jafnvel beinlínis inn- rætingu öfgaskoðana, sérstaklega við kennslu í félagsvísindum og sögu, og vissi af slíkum dæmum í ein- staka skólum. Ég þóttist hins vegar vita fullvel að Sigríður Dúna væri kvenna ólíklegust til að stunda slíka iðju eins og reyndar kom á daginn þegar ég hafði kynnt mér málið. Hún hafði ekki vitað af þessu frum- kvæði nemenda, að birta rit- smíðina í Þjóðviljanum, og aldrei um hana fjallað. Loks barst mér stefna ásamt rökstuðningi fyrir sakargiftum frá Guðmundi Skaftasyni, hæstaréttarlögmanni, sem ég þekkti lítilsháttar til en fyrst og fremst sem skattasérfræðings. Ég tilkynnti menntamálaráðu- neytinu að ég myndi verja málið sjálfur en þótti eftir atvikum rétt, áður en málflutn- ingur hæfist í réttarsal, að skila greinargerð með málsvörn minni, bæði til ráðuneytisins og lögfræðingsins. Ég hlakkaði til að mæta fyrir rétti og reka þetta mál sem mig grunaði að gæti orðið hið skrautlegasta, ef ekki beinlínis skrautblóm í hnappagat íslenskrar réttvísi. Ég var far- inn að kynna mér sögufrægan málflutning fyrir rétti í Suður- ríkjum Bandaríkjanna sem spannst út af því að skólayfir- völd þar bönnuðu að kenna þró- unarkenningu Darwins og kenndu sköpunarsögu biblíunn- ar í staðinn. Ég sá fyrir mér að þessi málarekstur allur myndi auka mjög hróður skólans og tryggja stóraukna aðsókn úr öllum landsfjórðungum því nemend- ur vildu auðvitað vera við nám þar sem svo alræmdir kennar- ar „spilltu“ æskulýðnum og þar sem væri líf og fjör sem eftir væri tekið. Ég hafði dregið upp langan lista með nöfnum skálda og rithöfunda, sem ég hugðist kalla fyrir réttinn, og vekja athygli á, hvernig háttað væri kennslu, umfjöllun og túlkun á bókum þeirra í skólum lands- ins. Það olli mér því verulegum vonbrigðum þegar ég fékk hraðbréf í ábyrgðarpósti þar sem mér var tilkynnt að málið væri látið niður falla. Mér leið eins og „manninum sem missti glæpinn“. Verðugt rannsóknarefni Við þetta er svo sem engu að bæta. En hvernig þessi uppá koma nokkurra nafn- greindra nemenda við Mennta- skólann á Ísafirði á áttunda áratugnum getur orðið tilefni til gróusagna um Guðjón Frið- riksson er mér hulin ráðgáta. Er það ekki verðugt rannsókn- arefni fyrir sagnfræðinga, sér í lagi þar sem sagnfræðingurinn Guðjón Friðriksson kemur þarna hvergi við sögu? Höfundur var skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 1970-79. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Auglýsingasími – Mest lesið Velkomin til Íslands UMRÆÐAN Kristinn H. Gunnarsson skrifar um komu flóttamanna til Íslands Seint að kvöldi mánudags komu 29 palestínskir flóttamenn til landsins eftir langt og strangt ferðalag. Þeir hafa hafst við í flóttamannabúðum í Írak við mjög erfiðar aðstæður og koma til með að setjast að á Akranesi. Ég vil bjóða þá velkomna til landsins, fagna því að fá þá til liðs við okkur sem búum hér fyrir og er þess fullviss að Skaga- menn muni í samvinnu við stjórnvöld og félagasamtök leysa verkefni sitt af hendi með miklum sóma. Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir því að hópur flóttamanna, um þrjátíu manns, hefur komið hingað ár hvert. Hóparnir hafa verið ólíkir innbyrðis, bæði að þjóðerni og trúarbrögðum. Tíu sveitarfélög um land allt hafa tekið á móti hópi og segja má að víðtæk reynsla hafi fengist og að hún er á þann eina veg að vel hafi til tekist. Flóttamennirnir hafa náð góðum tökum á lífi sínu og högum, þeir hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel og reynst nýtir og gegnir þjóðfé- lagsþegnar. Ríkið hefur staðið straum af kostnaði og framkvæmdaaðilar hafa lýst því að fjármagn hafi verið nægilegt. Það er því hvorki ástæða né nein rök fyrir því að draga í efa að nægilegt fjármagn muni fást að þessu sinni til verkefnisins eða að öðru leyti muni takast vel til. Reynslan talar sýnu máli og er ólygnust. Áður hafa komið hingað flótta- menn frá stríðshrjáðum svæðum og áður hafa komið hingað múslimar og allt hefur gengið vel engu að síður. Vissulega er ótti við hið óþekkta og framandi fyrir hendi. Það er eðlilegt og engin ástæða til þess að úthrópa það viðhorf. En hið óþekkta er einstaklingsbundið ástand og fyrir eru margir sem búa yfir þekkingu og reynslu og geta miðlað henni. Hvort sem óttinn snýr að ólíkri menningu, siðum eða trúarbrögðum þá er úrræðið alltaf það sama, að fræða og upplýsa. Stjórnmálamenn hafa mikilvægt hlutverk í þessum málum. Þeir hafa þær skyldur umfram marga aðra að fræða og vinna bug á bábiljum og fákunnáttu. Þegar allt kemur til alls eru flóttamenn einstakl- ingar eins og við og eru móttækilegir fyrir áhrifum frá umhverfinu. Reynsl- an staðfestir að þeir hafa undantekn- ingalaust mótast af íslensku umhverfi og aðlagast því. Auðvitað hafa þeir líka áhrif á sitt umhverfi eins og gengur því mannleg samskipti eru gagnvirk eins og það heitir á tölvumáli. Það versta sem hægt er að gera er að nálgast málin á neikvæðan hátt með því að efast um þetta og hitt og vekja þannig upp ótta í garð þeirra sem hingað koma frá ólíkum menningarheimum. Slíkt reisir múr óttans gagnvart útlendingunum sem þarf svo að leggja mikla vinnu í að fella til jarðar svo vel til takist með móttöku þeirra og aðlögun. Jákvæð nálgun er betri og líklegri til þess að tryggja góðan árangur og hún er líka líklegri til þess að vinna bug á slæmum ranghugmyndum sem kynnu ef til vill að vera á kreiki. Ég er á þeirri skoðun að Íslendingar eigi að gera meira í málefnum flóttamanna en verið hefur, sérstaklega eftir að landinu hefur nánast verið lokað fyrir fólki frá löndum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins með nýlegri lagasetn- ingu. Í fyrsta lagi tek ég undir þau sjónarmið að við eigum að veita meiri aðstoð til flóttamanna erlendis í nauðum sínum þar. En í öðru lagi eigum við að taka á móti fleiri flóttamönnum á hverju ári en þeim þrjátíu sem verið hefur. Þar getum við gert meira og eigum að gera það. Hitt er líka rétt að takmörk eru á því hvað hægt er að gera í þessum efnum, en ég tel að stefna ætti að því að tvöfalda fjöldann upp í sextíu flótta- menn árlega. Loks þurfa Íslendingar að endurskoða stefnu sína varðandi pólitíska flóttamenn og axla sína ábyrgð rétt eins og margar aðrar ríkar þjóðir. Mál Paul Ramses er okkur ágæt áminning um þörfina á stefnubreytingunni. Höfundur er alþingismaður. KRISTINN H. GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.