Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 75
FIMMTUDAGUR 11. september 2008 47
FÓTBOLTI Ítalinn knái Gianfranco
Zola hefur ákveðið að taka við
knattspyrnustjórastöðunni hjá
Íslendingafélaginu West Ham,
sem er í eigu Björgólfs Guð-
mundssonar, en samkvæmt
heimildum fréttastofunnar Sky
Sports mun samningur hans við
Lundúnafélagið vera til þriggja
ára.
„Gianfranco var alltaf fyrsti
kostur fyrir okkur. Hann hefur
reynslu af því að vinna með og
móta unga knattspyrnumenn og
það skiptir okkur miklu máli. Það
skemmir heldur ekki fyrir að
hann var sjálfur snilldar fótbolta-
maður á sínum tíma,“ segir
ónafngreindur stjórnarmaður
West Ham í viðtali í gær.
Hinn 42 ára gamli Zola tekur
við knattspyrnustjórastöðunni af
Alan Curbishleys sem sagði starfi
sínu lausu á dögunum vegna
ósættis við stjórn félagsins. Zola
hefur enga reynslu af þjálfun hjá
félagsliði en hefur verið aðstoðar-
þjálfari U-21 árs landsliðs Ítala í
þónokkurn tíma.
Zola lék sem kunnugt er með
Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á
sínum tíma og var þar dáður fyrir
snilldartakta sína og þótti
sérstaklega öflugur í því að taka
aukaspyrnur.
Kevin Keen, þjálfari varaliðs
West Ham, stýrir aðalliðinu um
helgina gegn West Brom en Zola
tekur við liðinu eftir þann leik.
Enn liggur ekki fyrir hver
verður aðstoðarmaður Zola en
Steve Clarke, einn aðstoðarmanna
Felipe Scolari, hefur verið
orðaður við hlutverkið. - óþ
Enska úrvalsdeildin:
Zola tekur við
West Ham
TILBÚINN? Gianfranco Zola hefur enga
reynslu af þjálfun félagsliða en hefur
verið aðstoðarþjálfari ítalska U-21 árs
liðsins undanfarið. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI „Ég er fúll yfir að hafa
tapað leiknum en er að mörgu leyti
ánægður með spilamennskuna.
Við byrjum leikinn mjög sterkt og
fengum fín færi. Við fengum svo
á okkur mark og það drepur okkur
í smá tíma en þó héldum við áfram
og héldum boltanum ágætlega.
Það er eins og oft með okkur, við
eigum í smá vandræðum uppi á
þriðja vallarhelming og þorðum
ekki að fara nógu hátt,“ sagði Ólaf-
ur Jóhannesson landsliðsþjálfari í
leikslok.
„Ég er 100% sáttur við framlag
leikmanna inni á vellinum. Það
var mjög auðvelt að gefast upp í
stöðunni 2-0 en menn héldu haus
og héldu ágætu skipulagi. Við
tókum smá séns með því að taka
Aron út af og setja Pálma inn á til
að hressa upp á sóknarleikinn.
Framlag leikmanna var til fyrir-
myndar.“
Fyrirgjafir íslenska liðsins í
föstum leikatriðum voru ekki eins
og þær bestar geta verið. „Við
fengum mark úr föstu leikatriði
sem er víti. Okkar styrkur og á að
vera okkar styrkur er föst leik-
atriði. Við fáum reyndar mark á
okkur úr horni sem á ekki að ger-
ast.
„Sáttur og ekki sáttur. Það er
endalaust hægt að þjarka um það.
Við fengum mark úr horni í síð-
asta leik. Auðvitað skiptir máli að
sá sem sparkar fyrir markið geri
það vel og það er það sem við erum
að vinna í. Auðvitað má alltaf gera
betur.
„Betra liðið tapaði leiknum. Á
góðum degi og þegar við leggjum
okkur 110% fram þá erum við ekk-
ert síðri en Norðmenn og Skotar.
Þegar við leggjum okkur alla fram
þá gera hinir það ekki og það
hjálpar okkur. Ég vil meina að
Holland sé besta liðið í riðlinum
og Makedónía næstbestir.“ - gmi
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari var svekktur líkt og lærisveinar hans:
Betra liðið tapaði þessum leik
VILDI FÁ STIG Landsliðsþjálfari Íslands, Ólafur Jóhannesson, var afar svekktur að hafa
tapað gegn Skotum í ágætum leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEKKELSI Grétar Rafn Steinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir
leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL