Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 2008 5 Veggfóður er upplífgandi ásýndar á fallegum heimilum, en vandasamt að leggja og talsvert flókið í viðhaldi. „Það er erfitt að laga skemmt veggfóður, en sumir geta allt, þótt í flestum tilvikum sé best að fá fagmann í verkið,“ segir borgar- fulltrúinn Þorleifur Gunnlaugs- son, sem rekur fyrirtækið ÞG Dúklagnir og veggfóðrun. „Ég ráðlegg fólki að geyma rúllu af veggfóðri til að skeyta inn í ef eitthvað kemur upp á, en vegg- fóður vill upplitast og hætt við að mismunur sjáist,“ segir Þorleifur, sem er með reyndari mönnum í faginu. „Sé veggfóður farið að gúlpa er það yfirleitt merki um rakaskemmd í vegg. Losni vegg- fóður við samskeyti má setja lím undir, en stundum þarf að skera fínan skurð að ofan og neðan til að setja lím. Sé skemmd í miðju þarf að skera beinan skurð og lít- inn þverskurð við hvorn enda til að koma undir lími, en varast að setja of mikið og hafa við hönd- ina blauta tusku til að slétta vel. Í lokin þarf að þrífa vel sárið og svæðið í kring,“ segir Þorleifur, sem lærði veggfóðrun hjá föður sínum á þeim árum þegar Íslend- ingar veggfóðruðu í mismunandi mynstrum og tilheyrandi litadýrð. „Á endanum misbuðu menn sér og hættu að veggfóðra, en nú er þetta aðeins að koma aftur en þó ekki mikið, eins og tíðk- ast á Bretlandi og í Skandinavíu. Hér má þó enn sjá lög af vegg- fóðri í fínni húsum, frá þeim tíma þegar límt var yfir pappírsvegg- fóður á tveggja ára fresti, en í dag hafa bæst við vínyl veggfóður sem eru mun endingarbetri, þótt mörgum þyki pappírinn fallegri og náttúrulegri,“ segir Þorleifur. „Veggfóður skemmist sé það þvegið með sterkum efnum og þarf að var- ast salmíak sem gengur í samband við efnið svo eftir situr skítur. Best er því að nota náttúruleg þvotta- efni, án aukaefna,“ segir Þorleifur, sem í lokin gefur upp réttu aðferð- ina við veggfóðrun. „Það skiptir miklu, og þá sérstaklega með glansandi vínylveggfóður, að vinna vegginn eins sléttan og hægt er því stakt sandkorn virkar eins og fjall á glansfleti. Þá er mikið atriðið fyrir endingu að setja veggfóðurs- pappír áður en veggfóðrað er, en það getur lengt líftíma um áratugi. Byrja því að vinna vegginn vel, slípa hann, sparsla og slétta, vegg- fóðra því næst með pappír, slípa og sópa pappírinn og loks setja vegg- fóðrið á.“ - þlg verk að vinna ● fréttablaðið ● Sandkorn verður að fjalli ● FALLEGIR DÚKAR HENGDIR Á TRÉ Vel straujaður dúkur á borði er einstök heimilisprýði. Þegar vandað er til við að strauja dúkinn er oft hvimleitt þegar brotin verða of áberandi þegar dúkurinn er loks settur á borðið, eftir að hann hefur verið geymdur lengi í hillu. En það er sannarlega ekki sama hvernig góður og vand- aður dúkur er geymdur. Fyrir- taks húsráð er að setja dúkinn á tvöfalt herðatré og hengja upp í skáp, eins og um hverja aðra flík væri að ræða. Best væri að koma sér upp herðatré með tvöfaldri slá og setja fleiri en einn dúk á slána. Þannig er hægt að koma bestu dúkum heimilisins fyrir á einfaldan og öruggan hátt. Fallegt getur verið að sníða gler í sömu stærð og borð- platan, breiða dúk á borðið og leggja glerplötuna ofan á. Þá þarf ekki að geyma fallegu dúkana í skáp og þeir haldast hreinir lengur. Þorleifur Gunnlaugsson borgarfulltrúi segist hafa gaman af því að veggfóðra heima, því auðvelt sé að breyta til og ekki síst gaman að hafa útlitið aðeins öðruvísi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.