Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 72
44 11. september 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Undankeppni HM 2010 1. riðill: Svíþjóð-Ungverjaland 2-1 1-0 Kallström (55.), 2-0 Holmen (65.), 2-1 Rudolf (90.). Portúgal-Danmörk 2-3 1-0 Nani (42.), 1-1 Bendtner (82.), 2-1 Deco (85.) 2-2 Poulsen (89.), 2-3 Jensen (90.). Albanía-Malta 3-0 2. riðill: Moldavía-Ísrael 1-2 Lettland-Grikkland 0-2 Sviss-Lúxemborg 1-2 3. riðill San Marínó-Pólland 0-2 N-Írland-Tékkland 0-0 Slóvenía-Slóvakía 2-1 4. riðill: Rússland-Wales 2-1 1-0 Pavlyuchensko (22), 1-1 Ledley (67.), 2-1 Pogrebnyak (81.). Aserbaídsjan-Liechtenstein 0-0 Finnland-Þýskaland 3-3 5. riðill: Tyrkland-Belgía 1-1 Bosnía-Eistland 7-0 Spánn-Armenía 4-0 6. riðill: Kazakhstan-Úkraína 1-3 Andorra-Hvíta Rússland 1-3 Króatía-England 1-4 0-1 Walcott (26), 0-2 Walcott (59.). 7. riðill: Færeyjar-Rúmenía 0-1 Lettland-Austurríki 2-0 Frakkland-Serbía 2-1 1-0 Henry (54.), 2-0 Anelka (64.), 2-1 Ivanovic (76.). 8. riðill: Svartfjallaland-Írland 0-0 Ítalía-Georgía 2-0 1-0 De Rossi (17.), 2-0 De Rossi (89.). 9. riðill: Ísland-Skotland 1-2 Makedónía-Holland 1-2 0-1 Heitinga (47.), 0-2 Van der Vaart (59.), 1-2 Pandev (77.). ÚRSLIT Golfveisla WEST HAM BOLTON W W W. I C E L A N DA I R . I S 4.–6. OKTÓBER Verð á mann í tvíbýli frá 57.900KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Arsenal, Everton og Portsmouth. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir > Tap hjá kvennalandsliðinu Kvennalandslið Íslands í körfubolta lék í gær fimmta leik sinn í B-deild Evrópukeppninnar þegar þær töpuðu 92-72 gegn sterku liði Svartfjalla- lands en staðan í hálfleik var 53-29 heima- stúlkum í vil. Íslensku stelpurnar byrjuðu riðilinn á sigri gegn Sviss en hafa síðan tapað fjórum leikjum í röð og máttu sín lítils gegn Svartfellingum í gær, sem eru búnir að vinna alla fimm leiki sína til þessa og eru á toppi riðilsins. Helena Sverrisdóttir fór mikinn fyrir Ísland og skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með 8 stig. FÓTBOLTI Þrenna hins nítján ára gamla Theo Walcott lagði grunn- inn að 1-4 stórsigri Englendinga gegn Króötum á útivelli í undan- keppni HM 2010 í gærkvöld. Sig- urinn var líka góð hefnd fyrir Eng- lendinga sem töpuðu báðum leikjum sínum gegn Króötum í undankeppni EM 2008 sem leiddi til þess að þeir sátu heima í stofu að horfa á keppnina í sjónvarpi í stað þess að vera þátttakendur í henni. Englendingar voru einfaldlega betri aðilinn alls staðar á vellinum í gærkvöld og greinilegt að leik- menn liðsins mættu í hefndarhug til leiks. Theo Walcott opnaði marka- reikninginn á 26. mínútu með góðu skoti eftir varnarmistök hjá varn- armönnum Króata og staðan var 0-1 í hálfleik. Hagur Englendinga vænkaðist í upphafi síðari hálfleiks þegar varnarmaðurinn Robert Kovac gaf Joe Cole olnbogaskot og fékk að líta rauða spjaldið og Englend- ingar því einum leikmanni fleiri á vellinum. Walcott skoraði sitt annað mark á 59. mínútu eftir góðan undirbún- ing frá Wayne Rooney. Rooney kom sér svo sjálfur á blað markaskorara stuttu síðar þegar hann skoraði eftir sendingu varamannsins Jermaine Jenas. Frank Lampard hélt að hann hefði skorað fjórða mark Englend- inga á 75. mínútu en markið var dæmt af vegna þess að Emile Heskey gerði sig sekan um brot fyrr í sókninni. Mario Mandzukic skoraði svo eina mark Króata á 78. mínútu áður en Walcott fullkomnaði þrennu sína og niðurlægingu Króata á 82. mínútu og þar við sat. - óþ Englendingar gjörsigruðu Króatíu 1-4 í gærkvöld: Hefndin sæt hjá Englendingum ÞRENNUKÓNGUR Táningurinn Theo Walcott reyndist Króötum ofviða í undankeppni HM 2010 og skoraði þrennu í 1-4 sigri Englendinga. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Ísland hóf keppni í B- deild Evrópukeppni karla í gær með sigri gegn Danmörku. Ísland hafði frumkvæðið nær allan fyrri hálfleik og leiddu 25-17 eftir fyrsta leikhluta og 40-37 í hálfleik. Ísland hélt forystunni í seinni hálfleik og vann að lokum 77-71. Jón Arnór Stefánsson var atkvæðamestur hjá Íslandi með 14 stig, Páll Axel Vilbergsson, Logi Gunnarsson og Helgi Magnússon skorðu 12 stig hver. - óþ Ísland vann Danmörk í B-deild Evrópukeppninnar: Frábær byrjun ÖFLUGUR Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik fyrir Ísland í gærkvöld og skoraði 14 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hermann Hreiðarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, hafði ekki mikið að gera í vörninni og var á því að Íslendingar hefðu átt að fá meira úr leiknum: „Það er engin spurning að við hefðum átt að ná betri úrslitum úr þessum leik. Við þurftum varla að verjast og það er ótrúlegt að við fengjum á okkur tvö mörk í þessum leik. Ég man varla eftir skoti sem þeir áttu sem Kjartan þurfti að verja. Við héldum boltanum vel og það er ekki vaninn að við séum svona mikið með boltann en við vorum að ráða ágætlega við það. Þótt þeir væru að pressa á okkur í vörninni þá náðum við að spila okkur út úr því. Það er bara hundfúlt að fá ekkert fyrir þetta,“ sagði Hermann og bætti við: „Við vorum heilmikið með boltann og fengum færi, bæði Eiður og Heiðar, og svo munaði litlu að ég fengi dauðafæri en hann datt illa fyrir mig. Við fáum fullt af færum og það er ekkert að gera hjá okkur í vörninni. En það er stutt á milli og ef þú ert búinn að spila illa og ert rasskelltur þá áttu einfaldlega ekkert skilið. En það var ekki þannig í þessum leik, mér fannst við eiga meira skilið út úr þess- um leik.“ Heiðar Helguson var líkt og Hermann ekki kátur. „Mér finnst að við hefðum átt að vinna þetta í dag en svona er þetta. Tvö léleg mörk. Ég missi Broadfoot í horninu sem þeir skora úr og svo fá þeir víti sem þeir áttu ekki að fá. Ég hika og þá kemst hann fram fyrir mig og skallar hann inn. Þetta var samt mjög gaman því við vorum að spila hörkugóðan fótbolta. Það er gaman að koma heim og spila landsleik aftur eftir að hafa verið lengi frá. Við áttum ekki skilið að tapa,“ sagði Heiðar Helguson sem lék sinn fyrsta landsleik á Íslandi frá árinu 2006. Darren Fletcher, leikmaður Skota, var ánægður með stigin þrjú. ,,Það getur verið erfitt að vera talinn sterkari aðilinn fyrirfram og það er eitthvað sem við þurfum að læra að takast á við,” sagði Flet- chersem var hrifinn af íslenska liðinu. ,,Þeir héldu boltanum vel og komu okkur nokkuð á óvart með góðum leik. Eiður skapaði nokkrum sinnum hættu en við náðum að halda honum ágætlega niðri,” sagði þessi eitilharði miðjumaður. HERMANN OG HEIÐAR: BÁÐIR AFAR SVEKKTIR EN DARREN FLETCHER VAR TALSVERT HRESSARI EFTIR LEIK Hundfúlt að fá ekkert úr þessum leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.