Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 8
8 11. september 2008 FIMMTUDAGUR SAMGÖNGUMÁL „Það er verið að útvíkka starfsemi fyrirtækisins verulega, það er rétt. Það var farið í stefnumótunarvinnu árið 2006 og niðurstaðan var að auka þjónustuna. Eins til að takast á við afnám einkaréttar sem fram undan er 2011 og efla fyrirtækið til að takast á við þá breytingu,“ segir Ingimundur Sigurp- álsson, forstjóri Íslandspósts. Spurður um gagnrýni á að hlutafélag í eigu ríkisins sé að styrkja sig á flutningamarkaði og hvort það sé réttlætanlegt, segir Ingimund- ur að stjórnin telji að svo sé. „Stjórnendur Íslandspósts hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé nauðsynlegt til að reka þetta fyrirtæki eins og því er ætlað að starfa. Þetta er eins og hvert annað fyrirtæki að stjórn ber ábyrgð á því að reka fyrirtækið á hagkvæman hátt og þjónusta þá aðila sem skipta við það. Við teljum að með þessum hætti gerum við það best og þess vegna fórum við út í þetta.“ Hvort flutningaþjónusta Íslandspósts hamli ekki starfsemi einkarekinna fyrirtækja á sama markaði segir Ingimundur að það sé ekki víst. „Það má halda því fram á hinn veginn að Íslandspóstur efli samkeppni á ýmsum sviðum.“ Hann telur að ef velta á fyrir sér hvort Íslandspóstur eigi að keppa við einkaaðila megi eins spyrja hvort það sé eðlilegt að ríkið eigi fyrirtækið. „Eignarhaldið er pólitísk spurning en við verðum að veita þjónustu eins og önnur fyrirtæki á markaði, óháð eignar- haldi.“ Hann segir breytingarnar ekki undirbúning að sölu fyrirtækisins af hálfu stjórnar og starfsmanna Íslandspósts. - shá 1 Við hvaða götu á að lyfta gömlu húsi ofan á þriggja hæða hús? 2 Forseti hvaða lands þurfti að segja af sér vegna þess að hann kom fram í matreiðsluþáttum? 3 Hver leikstýrir næsta ára- mótaskaupi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 Innbrot í Hafnarfirði Brotist var inn í tvö fyrirtæki í Hafnarfirði í fyrrinótt. Brotist var inn á skemmtistaðinn Sportbarinn og innbrot í fyrirtæki þar skammt frá. Ekki liggur fyrir hverju var stolið. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM) hefur ákveðið að loka afgreiðslu útibúsins við Stillholt á Akranesi frá næstu mán- aðamótum. Þremur starfsmönnum hefur verið sagt upp. Fréttavefur Skessuhorns segir viðskiptavini útibúsins hafa fengið bréf þessa efnis í fyrradag og þar sagt að útibúið, sem var opnað fyrir tveimur árum, hafi átt í harðri samkeppni við hina bankana og ekki náð fótfestu. Þá sé einingin óarðbær og sé lokunin liður í hagræðingu. Sparisjóður Mýra- sýslu tapaði 4,6 milljörðum króna á fyrri hluta árs. Ekki náðist í Bernhard Þór Bernhardsson sparisjóðsstjóra í gær. - jab SPM lokar útibúi á Akranesi: Óarðbær eining Eldur í tauþurrkara Tilkynnt var um mikinn reyk vegna elds í tauþurrkara í íbúð við Brekku- stíg í Reykjanesbæ um klukkan hálf fjögur aðfaranótt miðvikudagsins. Engir reykskynjarar voru í íbúðinni en ungbarn vakti foreldra sína með gráti sem þá urðu vör við reykinn. Slökkvilið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Foreldrarnir og barnið fengu að fara heim eftir skoð- un á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. SAMGÖNGUMÁL Íslandspóstur, sem er hlutafélag að fullu í eigu ríkis- ins, hefur breytt skilgreiningu sinni á hlutverki fyrirtækisins. Hingað til hefur fyrirtækið ein- beitt sér að því að veita almenna og sérhæfða bréfa- pakka- og send- ingaþjónustu en nú horfir fyrir- tækið til þjónustu á sviði dreifing- ar-, samskipta- og flutningalausna. Fyrirtækið er harðlega gagnrýnt fyrir að verja almannafé til upp- byggingar í flutningum og þrengja að starfsemi einkarekinna fyrir- tækja. Uppbyggingin mun kosta rúman milljarð króna. Íslandspóstur er að ljúka við að byggja tíu ný pósthús á lands- byggðinni. Í ársskýrslu fyrirtæk- isins árið 2007 kemur fram að til- gangurinn með húsunum sé að „auka möguleika fyrirtækisins til muna til sóknar á flutningamark- aði og öðrum tengdum mörkuðum, þar sem húsin eru sérhönnuð með þarfir flutningafyrirtækis í huga“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segist sjá breytingar innan Íslandspósts sem þróun í þá átt að það verði selt einkaaðilum. „Einka- réttur fyrirtækisins er að falla niður og því sé ég engin rök fyrir því að það sé í opinberri eigu yfir- leitt. Það á að fá nýja hluthafa inn í fyrirtækið sem fyrst.“ Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hugnist sér ekki að Íslandspóstur standi í samkeppni við einkaaðila á markaði. „Og mér líst alls ekki á það ef fyrirtækið er nú farið að skilgreina sig á annan hátt sem gerir það að verkum að fyrirferð ríkisins á samkeppnis- markaði aukist enn frekar en nú er; nóg er þó samt. Ég tel að þessi breyting, eins og hún horfir við mér, krefjist skýringar.“ Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, gagnrýnir breyttar áherslur Íslandspósts afar hart. „Annars er kannski sér- staklega gagnrýnivert hvað það stendur sig illa í að sinna sinni kjarnastarfsemi.“ Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, segir það með öllu ótækt að þurfa að keppa við ríkis- fyrirtæki sem niðurgreiði þjón- ustu með einkavörðum póstburð- argjöldum. „Þetta er ekki flókið, skattfé landsmanna er nýtt til að niðurgreiða samkeppni og byggja upp flutningafyrirtæki á vegum ríkisins.” svavar@frettabladid.is Rúmur milljarður í pósthús Íslandspóstur hefur endurskilgreint hlutverk sitt sem flutningafyrirtæki. Fyrirtækið mun verja rúmum milljarði til að byggja tíu pósthús sem hönnuð eru fyrir flutningastarfsemi á helstu markaðssvæðum einka- rekinna fyrirtækja. Framkvæmdastjóri hjá Samskipum segir ótækt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki. BREYTT HLUTVERK ÍSLANDSPÓSTS 2007: Hlutverk Íslandspósts er að veita almenna og sérhæfða bréfa-, pakka- og sendingarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markaður og þjón- ustusvæði er fyrst og fremst á Íslandi en félagið dreifir einnig sendingum til og frá öðrum löndum í gegnum víðtækt dreifinet póst- og flutningafyrir- tækja um heim allan. 2008: Hlutverk Íslandspósts er að veita áreiðan- lega þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga á sviði dreifingar-, samskipta- og flutningalausna, svo og á öðrum sviðum sem tengjast þeirri starfsemi. NÝTT PÓSTHÚS Nýju pósthúsin verða tíu og sex verður breytt til að auðvelda samkeppni á flutningamarkaði. MYND/SKESSUHORN STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VILHJÁLMUR EGILSSON SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Forstjóri Íslandspósts segir áherslur á flutningastarfsemi ekki þurfa að hamla samkeppni: Undirbúa afnám einkaréttar árið 2011 Stjórnendur Íslandspósts hafa komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé nauðsynlegt til að reka þetta fyrirtæki eins og því er ætlað að starfa. INGIMUNDUR SIGUR- PÁLSSON FORSTJÓRI ÍSLANDSPÓSTS VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.