Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.09.2008, Blaðsíða 20
20 11. september 2008 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin > Kílóverð á perum í ágústmánuði hvers árs. Miðað við verðlag á öllu landinu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 14 2 KR . 11 9. K R . 17 1 KR . 25 6 KR . 1999 2002 2005 2008 ■ Hólmfríður Ólafsdóttir verkefna- stjóri leggur blöð í kringum dótturina til að minnka skúringar eftir matinn. „Þegar dóttir mín, eins og hálfs árs gömul, sest niður að snæðingi eru yfirleitt matarleifar í kringum hana í 2ja metra radíus þannig að ég tek gömul fréttablöð og legg í kringum hana svo að heimilið sé ekki eins og vígvöllur þegar hún er búin að borða,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefna- stjóri í Gerðubergi. „Með því að nýta þessi gömlu blöð slepp ég við að skúra eftir hverja einustu máltíð. “ HÚSRÁÐ FRÉTTABLÖÐ UNDIR MATARLEIFARNAR Við ostagerð hér- lendis falla árlega til um 20 milljón lítrar af mysu. Osta mysa inniheld- ur mysuprótein auk mjólkursykurs og steinefna. Almennt eru ekki mikil not fyrir ostamysuna, hluti af henni hefur verið notaður í skepnufóður en afgangnum að mestu hent. Á allra síðustu árum hefur hins vegar þróast tækni til betri nýtingar á ostamysunni og þá sérstaklega hinum verðmætu mysupróteinum. Um er að ræða fjölþrepa örsíunar- tækni sem hægt er að nota til að þykkja mysuna og búa til úr henni próteinþykkni sem nýta má til að drýgja hinar ýmsu mjólkurafurðir. Í þykkninu eru örsmáar próteinagnir og er smæð agnanna grundvöllur fyrir fjölbreyttum notkunarmöguleik- um þykknisins. Þetta öragna mysu- próteinþykkni hefur rjómakennda áferð sem gerir kleift að nota þykknið að hluta í stað fitu í fjölmargar afurðir. Þannig má lækka fituinnihald afurða en samt sem áður halda í rjóma- kennda áferð og jafnvel bragð. Enda er mysupróteinþykknið, sem verður til við þessa vinnslu, kallað „lean cream“ á ensku sem á íslensku mætti útleggja sem magur (fitulaus) rjómi. Mysupróteinþykkn- ið er hægt að nýta í flestar mjólkurafurðir eða allt frá jógúrti og öðrum sýrðum, ferskum mjólkuraf- urðum í flestar gerðir osta. Við framleiðslu á sýrðum ferskvör- um kæmi mysupróteinþykknið að stórum hluta í stað grunnhráefnanna, undanrennu og mjólkurfitu, og þannig væri hægt að framleiða fitu- snauða jógúrt með þykkari áferð og jafnvel rjómabragði. Ennfremur yrði próteininnihald hærra og meira af nauðsynlegum amínósýrum. Svipað yrði upp á teningnum við framleiðslu osta, mysupróteinþykknið myndi gefa stöðugri vöru og fituminni en með sömu bragðeinkenni og áferð. Umhverfistengdur ávinningur af því að nýta mysupróteinin úr osta- gerðinni er umtals- verður þar sem ekki gerist þörf á að hreinsa próteinin úr mysunni, með tilheyrandi orkufrekum og dýrum tækjabúnaði, áður en hún er losuð út í umhverfið. Af ofangreindu má sjá að margir spennandi möguleikar eru fyrir hendi varðandi þróun vara með mysu- próteinþykkni í stað fitu og annarra hráefna mjólkur. www.mni.is MATUR & NÆRING BJÖRN GUNNARSSON, MATVÆLA- OG NÆRINGARFRÆÐINGUR Það er meira blóð í kúnni - nýting ostamysu „Verstu kaup sem maður gerir er að kaupa sér rakvélarblöð,“ segir Davíð Þór Jónsson guðfræði- nemi. „Það hvarflar að manni að hver einasti skegglaus maður hljóti að vera auðkýfingur og það liggur við að það fari að vera forréttindi efna- stéttarinnar að vera sléttrakaður. Bæði eru rakvél- arblöð glæpsamlega dýr og svo eru þeir alltaf að þróa þau, finna upp og fullkomna þannig að það er ekki hægt að fá önnur rakvélarblöð en þau sem eru svo fullkomin að það er ekki hægt að selja þau á undir tvö eða þrjú hundruð kall stykkið. Smásalar og rakvélarblaðaframleiðend- ur eru því í einhverju plotti um að gera rakstur tuttugu sinnum dýrari en hann þyrfti að vera ef hagsmunir neytandans væru hafðir að leiðarljósi. Mér er svo misboðið að það liggur við að ég láti mér vaxa skegg í mótmælaskyni en verst að áhrifin sem það hefði á hjónalífið eru ekki þess virði.“ Bestu kaupin segir Davíð Þór felast í nota- drjúgum flíkum. „Maður slysast öðru hverju til að kaupa sér einhverja flík og svo fattar maður þegar maður er að fara í hana tólf árum síðar að maður er búinn að ganga í henni meira og minna í tólf ár og hún er varla farin að láta á sjá. Ég á nokkrar svoleiðis flíkur inni í skáp og hugsa, þegar ég fer í þær öðru hverju, já þetta keypti ég þarna á þessum stað árið ´98 og geng enn þá í þessu.“ NEYTANDINN: DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON GUÐFRÆÐINEMI Rakstur forréttindi efnastéttarinnar       Vodafone hefur staðið í mikilli auglýsingaherferð í sumar með slagorðinu „Skítt með kerfið!“ Fimmtán ára sonur Jóhanns Björnssonar fékk sér tilboð Vod- afone. Jóhann er mjög óánægð- ur með útkomuna og skrifar: „Tilboðið gekk út á það að hann gat hringt í fimm vini sína ókeyp- is í einn mánuð óháð símakerfi og síðan átti inneignin að gilda í sex mánuði. Vissulega gott boð, en svo fór siðleysið og blekking- arleikurinn að segja til sín. Um það leyti sem tilboðsmánuður- inn var að renna út og sonur minn þarf að fara að huga að því að hann gat ekki lengur hringt frítt í fimm vini sína barst sms skilaboð í símann hans frá Vod- afone sem hljóðaði svo: „Skítt með sumarið! Sumartilboði okkar 5 vinum hefur verið fram- lengt til 31 okt. Hringdu fríkeyp- is í 5 vini óháð kerfi. Lifðu núna, Vodafone.“ Í barnslegu sakleysi sínu datt syni mínum ekki annað í hug en hann mætti halda áfram að hringja frítt í fimm vini sína til 31. október. Hann heldur því áfram að hringja í vinina, þar til hann tekur allt í einu eftir því að inneignin er búin. Í skilaboðinu er ekki tekið fram að hann þurfi að gera eitt- hvað til að geta hringt áfram í vini sína frítt. Ég hringi því í þjónustuver Vodafone og spyr hvernig standi á því og svörin sem ég fæ eru meira en lítið und- arleg. Í fyrsta lagi fæ ég að vita það að hann hefði átt að leggja inn 1.000 kr. til þess að tilboðið héldi áfram. Hvers vegna kom það ekki fram í sms-skeytinu? Svarið sem ég fékk var að það væru takmörk fyrir því hversu löng sms skeyti gætu verið. Ókei, þá spyr ég hvort það hefði ekki verið nær að sleppa slagorðun- um í skeytinu og koma frekar með mikilvægustu upplýsing- arnar? En nei, svarið var að hann (15 ára gamall) ætti bara að vita öll smá- atriðin í samningn- um! Ég spyr því Vodafone: Þar sem það var móðir drengsins sem greiddi á netinu fyrir til- boðið hversvegna voru henni ekki send þessi skilaboð? Er ekki rangt og kannski ólöglegt að senda börnum póst frá fyr- irtækjum beint? Er það ekki reglan þegar fyrirtæki senda börnum póst að senda hann til foreldr- anna eða til ábyrgðarmanna barnanna?“ Björn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Vodafone, hefur eftirfarandi við bréf Jóhanns að athuga: „Tilboð- ið í upphafi er MJÖG skýrt hvað varðar skilyrði fyrir inneign upp á þúsund krónur. Það getur eig- inlega ekki verið skýrara og vinatilboð símafélaga hafa alla tíð gengið út á kaup kaups – við- skiptavinurinn skuldbindur ein- hver lágmarks viðskipti og við veitum í staðinn „fríkeypis“ sím- töl til valdra vina. Svona er til- boðinu lýst á heimasíðu Voda- fone (vodafone.is/skittmedkerfid): „Fyrst fyllir þú á frelsið... Fylltu á Frelsið fyrir 1.000 kr. eða meira með rafrænum hætti (með kred- itkorti, heimabanka, sjálfvirkri áfyllingu, Hraðáfyllingu af debet- eða kreditkorti eða í hrað- banka). ...og svo skráir þú 5 vini. Skráðu 5 vini hér og þú færð 1.000 mínútur á 0 kr. sem þú deilir á vinina eftir þínu höfði. Þú getur valið þér vin óháð því hjá hvaða farsímafélagi númer hans er. Öll GSM símanúmer á Íslandi eru því gjaldgeng, hjá NOVA, Tali, Símanum og auðvit- að Vodafone. Engu máli skiptir hvort vinurinn er í Frelsi eða áskrift eða hvort hann hefur valið þig sem vin líka. Inneignin gildir í 6 mánuði, enda er um hefðbundna áfyllingu að ræða fyrir 1.000 kr. eða meira. Vinaaf- slátturinn gildir í 30 daga frá áfyllingu, en endurnýjast þegar fyllt er á aftur fyrir 1.000 kr.“ Sonur Jóhanns var búinn að nota símann sinn í sex mánuði samkvæmt þessu tilboði og hefur því þurft að fylla á 1000 kr. á 30 daga fresti til að vera í sam- bandi við vinina. Tilboð Voda- fone var ekki annað en boð um framlengingu á þjónustu sem hann var búinn að notfæra sér hnökralaust í 6 mánuði. Þetta er í takt við önnur vina tilboð sem hafa verið hjá okkur og öðrum símafélögum og allt upp á borðinu með það eins og við sjáum það.“ Skítt með kerfið: Unglingar blekktir eða allt uppi á borðinu? HRINGT Í VININA Tilboðið gengur út á kaup kaups. Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.