Fréttablaðið - 02.10.2008, Síða 32

Fréttablaðið - 02.10.2008, Síða 32
 2. október 2008 FIMMTUDAGUR4 Í nýju höfuðfati sem stungið hefur upp kollinum fléttast sam- an náttúran, hefðin og nútíminn. Hrútahúfan er eftir fatahönn- uðinn og fjölmiðlafræðinginn Arndísi Bergsdóttur. „Mig langaði bara að hanna húfu sem fæli í sér mýkt íslensku sauð- kindarinnar og tæki mið af sterk- um höfuðformum hrútsins,“ segir Arndís glaðlega þegar hún er spurð um hugmyndina bak við hrútahúfuna. „Ég vil líka rifja það upp að saga sauðkindarinnar hér á landi er jafngömul sögu Íslend- ingsins og að þjóðin hefði aldrei lifað af harðærin án kindarinnar. Með handverkinu er ég því að segja 1100 ára sögu en um leið ber það keim af 21. öldinni.“ Hrútahúfurnar eru allar hand- gerðar úr íslenskri ull og hornin fyllt með ullarkembu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru hornin það sem einkum greinir þær frá öðrum höfuðfötum. Sum þeirra eru útprjónuð með íslensku lopa peysumunstri og jafnvel er saumað á þau skraut. Húfurnar eru til sölu í tveimur verslunum í Reykjavík, Kraumi í Aðalstræti 10 og Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4. - gun Náttúran, hefðin og nútíminn Íslenskt lopapeysumunstur er á sumum hornunum. Meðgönguverslunin Tvö líf býður til árlegs haustfagnaðar í versl- uninni í dag en þar verða helstu nýjungar í kynntar. „ESPRIT byrjaði að framleiða meðgöngufatnað í fyrra og hafa viðtökur viðskiptavina verið góðar, segja Ásdís Birta Gunnarsdóttir og Sigríður Lára Einarsdóttir, eig- endur verslunarinnar Tvö líf, innt ar eftir helstu nýjungum í búð- inni. „Eins hefur Boob, stærsti fram- leiðandi í brjóstagjafafatnaði í heiminum, vaxið mikið síðastliðið ár og línan stækkað.“ Í tilefni hins árlega haustfagn- aðar segja þær stöllur að efnt verði til lukkuleiks þar sem fjömargir vinningar verða í boði en auk þess verður 15 prósent afsláttur af öllum vörum. Þá kemur Ragnheið- ur Guðfinna og kynnir sokkabuxur fyrir verðandi mæður en þær örva blóðflæði um líkamann. - ve Óléttum fagnað Tvö líf þarf bæði að næra og klæða.. Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir Mörkinni 6, Símí 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 Alla föstudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.