Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 1

Fréttablaðið - 01.11.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 1. nóvember 2008 — 299. tölublað — 8. árgangur Búðingur með nostalgíubragði Royal-búðingur er alltaf eins og bragðið fram- kallar fortíðarþrá hjá stórum hluta þjóðarinnar. 30 heimili&hönnunLAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 2008 ● Í ALDANNA RÁSStóllinn Skata framleiddur á ný ● ATHAFNAKONAN RAGNA ERWINRekur textílfyrirtæki í London ● INNLITGolfvöllur í eldhúsinu H Ú S& H EI M IL I ALLIR BÍLAR Á EINUM STAÐ - Á KLETTHÁLSI ENDURSKOÐUM GILDIN Í KREPPUNNI Hamingjan felst í fjöl- skyldu og vinum, segir Páll Matthíasson geð- læknir sem hefur kynnt sér hamingjufræði. VIÐTAL 28 VEÐRIÐ Í DAG FÓLK Kvikmyndin Brúðguminn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, sló sex ára gamalt met Hafsins þegar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna sjónvarps- og kvikmyndaaka- demíunnar, voru tilkynntar á Nasa í gærkvöldi. Gamla metið var tólf tilnefningar en Brúðguminn fékk alls fjórtán. Myndin hefur þegar tryggt sér ein verðlaun því hún fékk allar tilnefningarnar í flokknum besti aukaleikari ársins. Spennumynd Óskars Jónassonar gerði það einnig gott því hún fékk tíu tilnefningar. Verðlaunin verða afhent hinn 16. nóvember og verður verðlaunaafhendingunni sjónvarpað beint á RÚV. - fgg / sjá síðu 47 Brúðguminn slær Eddumet: Með fjórtán tilnefningar til Eddunnar BJARTVIÐRI Í dag verða vestanátt- ir 8-18 m/s, hvassast norðan til og enn hvassara þar í hviðum. Lægir síðdegis. Víðast léttskýjað í dag. Hiti 3-8 stig um hádegi en ört kólnandi veður síðdegis og í kvöld. VEÐUR 4 6 6 3 3 4 NEYTENDUR „Það var meira að gera í dag en um meðal- áramót. Fólkið heyrir um 25 prósenta hækkun og drífur sig af stað til að hamstra,“ sagði Einar Jónat- ansson, verslunarstjóri Vínbúðar ÁTVR í Austur- stræti, undir lok vinnudags í gær. Gríðarleg örtröð skapaðist í vínbúðum víðs vegar um borgina í kjöl- far sögusagna og frétta ýmissa vefmiðla um vænt- anlega 20 til 25 prósenta hækkun á áfengisverði. Á sumum sölustöðum þurfti að hleypa viðskiptavin- um inn í hollum. Verðið á áfengi hækkar um 5,25 prósent og verðið á tóbaki um 8,87 prósent að meðaltali í dag. „Ég held að hækkunin sé ekki jafn mikil og fólk bjóst við,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar- forstjóri ÁTVR. Hún segir nýlegar gengisbreyting- ar ekki hafa haft eins mikil áhrif til hækkunar og margir hafi búist við. „Stór hluti útsöluverðsins er skattar og áfengisgjald, sem er föst krónutala á áfengisprósentu og breytist ekki. Einnig helst álagn- ingarprósenta ÁTVR óbreytt. Mikið hefur heyrst um að almennt verðlag sé að hækka og kannski setja einhverjir samasemmerki þarna á milli,“ segir Sigrún Ósk. Hækkanir ÁTVR í dag ná til allra vöruflokka og breytist verð á rúmlega helmingi þess áfengis sem er í boði í Vínbúðunum. 37 prósent af þeim áfengis- tegundum sem verð breytist á er rauðvín, 19 prósent hvítvín og 11 prósent bjór. - kg Sögusagnir um allt að 25 prósenta hækkun í ÁTVR ollu öngþveiti í Vínbúðum: Áfengi hamstrað í Ríkinu ÖRTRÖÐ Í RÍKINU Biðraðir mynduðust í Vínbúðunum í gær þegar sögusagnir um 25 prósenta hækkun á áfengi fóru eins og eldur um sinu á netinu. Hækkunin var þó ekki nærri svo mikil eða rúm 5 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EFNAHAGSMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir endurskoðun á pen- ingamálastefnu ríkisstjórnarinnar eitt brýnasta verkefni stjórnvalda og í það verk verði gengið fljót- lega. Hún gagnrýnir opnun IceSave-reikninga Landsbankans í Hollandi og Seðlabankann fyrir að hafa ekki leyft bönkunum að gera upp í evrum. Sú ákvörðun átti þátt í falli bankanna, að hennar mati. Menntamálaráðherra segir endurskoðun peningamálastefn- unnar aðkallandi verkefni en telur í því sambandi ekki ráðlegt að ganga í myntbandalag við Noreg. Í því fælist algjört valda- afsal. „Ég tel þetta því vart raun- hæft. Þetta gerist alltaf þegar umræðan um Evrópusambandið tekur á loft. Þá er bent á aðrar lausnir. Auðvitað er sjálfsagt að skoða þær en ég held að ef við ætlum að hverfa frá þeirri pen- ingamálastefnu sem nú er, að þá sé það eðlilegt að við leitum inn í Evrópusambandið.“ Aðspurð um ákvarðanir stjórn- valda og stofnana í ljósi efnahags- kreppunnar segir hún að margar erfiðar spurningar bíði svara frá stjórnvöldum, Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og ekki síst forystumönnum þeirra fyrirtækja sem þar um ræðir. Þorgerður gagnrýnir til dæmis harðlega að Landsbankanum hafi verið heim- ilað að opna IceSave-reikninga sína í Hollandi í því ljósi að breska fjármálaeftirlitið hafði gert athugasemdir við reikningana þar í landi. Aðspurð um hvort nú sé ástæða til að endurvekja Þjóðhagsstofn- un segir Þorgerður að það geti verið nauðsynlegt. - shá / sjá viðtal á síðu 22 Ríkisstjórnin sammála um endurskoðun peningamála Endurskoðun peningamálastefnunnar hefst fljótlega, segir menntamálaráðherra. Hún gagnrýnir opnun IceSave-reikninga Landsbankans í Hollandi harðlega og útilokar ekki að Þjóðhagsstofnun verði endurreist. BALTASAR KORMÁKUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.