Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 10
10 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Í endurskoðuðu frumvarpi um innleiðingu matvælalöggjafar Evrópusam- bandsins er fastar kveðið á um heilbrigði ferskra kjötvara sem fluttar verða til landsins. Þannig á að reyna að girða fyrir að kamfýlóbakter-mengað kjúklingakjöt berist hingað. Með því móti er reynt að koma til móts við fjölda athugasemda við fyrra frumvarpið sem lagt var fram síðasta vetur. Frumvarpið er til lokavinnslu í sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu og er væntanlegt til þingmeðferðar á næstu vikum. - bþs Matvælalöggjöf ESB: Aukinn vari við kamfýlóbakter EFNAHAGSMÁL „Ákvörðun fjár- málaráðuneytisins er afar óheppileg,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, um tímabundna frestun á útboðum Vegagerðarinn- ar vegna tilmæla fjármálaráðu- neytisins. „Frekari óvissa og frestun framkvæmda mun einungis hraða og magna upp atvinnuleysi. Það verði að ætlast til þess af stjórnvöldum að þau reyni eftir mætti að halda sínu striki varðandi framkvæmdir sem eru í gangi auk fyrirhugaðra fram- kvæmda,“ segir Jón á vef SI. - gar Samtök iðnaðarins ósátt: Telja rangt að fresta vegagerð JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON SVEITARSTJÓRNIR „Við teljum eðlilegt að laun sveitarstjórnar og nefnda verði endurskoðuð í samræmi við almenna launaþró- un á næstunni,“ bókuðu bæjar- ráðsmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir í Skagafirði þegar þau felldu tillögu áheyrnar- fulltrúans Bjarna Jónssonar úr Vinstri grænum um að tekið yrði „fyrir sjálfvirkar launahækkanir fyrir sveitarstjórnar- og nefndar- störf hjá sveitarfélaginu“. - gar Bæjarfulltrúar í Skagafirði: Felldu tillögu um launastopp Rekinn fyrir káf Stefan Johansson, einn nánasti sam- starfsmaður finnska jafnréttisráðherr- ans Stefans Wallin, hefur verið rekinn fyrir að hafa káfað á brjósti konu í kokteilveislu í sendiráði nýlega. FINNLAND EFNAHAGSMÁL Stjórnendur bank- anna virða ekki í nægilega ríkum mæli störf og sjálfstæði reglu- varða. Þetta fullyrða lögmenn sem þekkja til og Fréttablaðið ræddi við í gær. Æðstu stjórnendur íslenskra banka hafi um langt skeið verið á „gráu svæði“ í umgengni sinni við lög og reglur. Hlutverk regluvarðar er meðal annars að halda lista yfir innherja og hafa auga með viðskiptum þeirra með hlutabréf í fyrirtæk- inu sem þeir starfa hjá, sé það skráð á markað. Hann þjónar í raun sem nokkurs konar hluti af innra eftirliti fyrirtækis. Menn sem þekkja til slíkra starfa segja að viðvörunarljós hefðu átt að kvikna hjá regluverði Kaupþings þegar ákveðið var að fella niður ábyrgðir starfsmanna vegna lána þeirra til hlutabréfa- kaupa, hafi hann vitað um gjörn- inginn. Ólöf Embla Einarsdóttir, reglu- vörður Kaupþings, sagði fátt þegar hún var spurð út í störf sín í gær. Hún sagðist vinna í samræmi við lög og í samvinnu við Fjár- málaeftirlitið. Hún neitaði að upplýsa um hvert hlutverk regluvarðar væri að hennar mati. Enn fremur vildi hún ekkert tjá sig um hvernig því hlut- verki hefði verið sinnt, þegar ákveðið var að fella niður ábyrgðir starfsmanna á lánum sem þeir höfðu fengið hjá bankanum til hlutabréfakaupa. Helgi Sigurðsson, yfirlögfræð- ingur Kaupþings, segir að ákvörðun stjórnarinnar hafi byggst á áliti frá sér. Það sé á sína ábyrgð. Hún varði breytingu á skilmálum lána og sé ekki á verk- sviði regluvarðar. Fram kemur í reglum Kaup- þings um innherjaupplýsingar og viðskipti innherja, að bankanum sé á eigin ábyrgð heimilt að fresta því að birta innherjaupplýsingar, til að vernda lögmæta hagsmuni bankans, „svo framarlega sem frestunin er ekki líkleg til að villa um fyrir almenningi [...]“. Fram hefur komið að niðurfell- ing lána starfsmanna vegna hluta- bréfakaupa var gerð til þess að koma í veg fyrir að lykilstarfs- menn seldu hluti sína. Það hefði haft slæm áhrif á stöðu bankans. Regluvörðurinn á samkvæmt reglum Kaupþings sem stjórn bankans samþykkti 29. september 2005, að sjá um að fylgja þeim eftir. Fjármálaeftirlitið hefur einnig staðfest reglurnar. ingimar@markadurinn.is Stjórnendur virði lítt störf regluvarðanna Stjórnendur banka bera ekki virðingu fyrir regluvörðum og sjálfstæði þeirra, að mati manna sem til þekkja. Regluvörður Kaupþings hafi átt að stíga á bremsu þegar stjórnendur bankans ákváðu að fella niður lán til starfsmanna. FORSTJÓRINN OG STJÓRNARFORMAÐUR Regluvörður Kaupþings vill ekki tjá sig um hvernig hann brást við þegar æðstu stjórnendur felldu niður ábyrgðir starfsmanna á lánum vegna hlutabréfakaupa. Óvíst er hvort hann vissi af gjörningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ELDUR Í PRAG Um 150 slökkviliðs- menn unnu að því í gær að slökkva gríðarmikinn eld sem braust út á markaðstorgi í Libus-hverfi í suður- hluta Prag, höfuðborg Tékklands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.