Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 32
6 föstudagur 7. nóvember G arður Gerðar Krist- nýjar er drauga- saga fyrir börn á aldrinum 9-14 ára og hefur fengið af- bragðs dóma gagnrýnenda. Hún segir að sig hafi langað að skrifa bók þar sem engin miskunn væri gefin í draugagangi. Í bók- inni kemur spíritismi við sögu og spænska veikin sem blossaði upp hér á landi fyrir nákvæmlega 90 árum. Þótt sagan sé skáldskap- ur býr hún yfir nokkrum fróð- leik um sögu Reykjavíkur. „Það eru margir draugalegir og áhuga- verðir staðir hér í Reykjavík, svo sem Fógetatorgið með styttunni af Skúla Magnússyni en þar eru þrjár fyrstu kynslóðir Reykvík- inga grafnar. Í sögunni læt ég líka hús við Túngötuna og annað í Grjótaþorpinu sem sögusvið þar sem spíritistafundir voru haldn- ir í eina tíð. Þarna svifu stólar um stofur, framliðin börn struku fólki um vanga og útfrymið vall upp úr miðlunum,“ segir Gerður Kristný. Hún bætir því við að spírit- isminn hafi blossað upp í kjölfar spænsku veikinnar því þá hafi svo margt ungt fólk dáið og ættingj- arnir átt erfitt með að sætta sig við að það væri endanlega farið. „Í Hólavallagarðinum, sem nafn bókarinnar, Garðurinn, vísar til, getur að líta leiði þar sem heilu systkinahóparnir eru grafnir.“ Sem krakki var Gerður svo hrædd við drauga að hún gerði krossmark í hvert horn í herberg- inu sínu áður en hún fór að sofa til að halda draugunum frá. Við nánari eftirgrennslan játar hún að geta magnað upp í sér drauga- hræðsluna enn þann dag í dag. „Ég fór stundum í andaglas með vin- konum mínum þegar ég var ungl- ingur en ég tók það svo alvarlega að ég hætti mér ekki oft í það.“ LYFTIST GLASIÐ? „Já, heldur betur, það þeytt- ist frá einum staf til annars. Þetta var ákaflega dularfullt. Ég fékk þó aldrei neinar merkileg- ar upplýsingar um framtíðina úr andaglasinu, enda þurfti ég ekkert á því að halda því ég vissi alveg að ég ætlaði að verða rithöfundur.“ Fyrir fjórum árum stóð Gerður Kristný upp úr ritstjórastól Mann- lífs til að gerast rithöfundur í fullu starfi. Það eru ekki allir sem þora að segja upp vel launuðu starfi til að halda út í óvissuna en hún segir að það sé ómetanlegt að fá að vinna að skáldskapnum, geta lesið bækur og haft nægan tíma til að velta hugmyndum fyrir sér því ritstörfin krefjast þess að maður einbeiti sér algjörlega að þeim. Þótt hún hafi sagt upp vel laun- aða starfinu lifir hún ekki við sult, eymd og volæði. „Ég geri mjög raunsæjar kröfur til lífsins og þá fæ ég líka á tilfinninguna að allt gangi mér í hag.“ Á sama tíma og Gerður hætti sem ritstjóri Mannlífs eignaðist hún frumburð sinn og vissulega breyttist líf hennar við það. Lengi vel langaði hana hins vegar ekk- ert til að eignast börn. „Mér fannst hálfleiðinlegt að vera barn og lang- aði lengi vel ekkert til að varpa því ástandi yfir á aðra. Dag nokkurn fór ég hins vegar í heimsókn til mágkonu minnar og sá þar litla dóttur hennar þar sem hún hafði hreiðrað um sig í stól með Tinna- bók. Á bak við hana breiddu allar teiknimyndasögurnar sem mág- kona mín og eiginmaður minn höfðu safnað sem krakkar og þá laust því niður í huga minn hvað það hlyti nú að vera dásamlegt að vera lítill krakki og eiga eftir að lesa alla þessa dásemd. Þá kvikn- aði hjá mér löngun í barn og nú á ég tvo stráka.“ MYNTKÖRFUKYNSLÓÐIN SPROTTIN FRAM Í árferði sem þessu er ekki hægt annað en að spyrja Gerði Kristn- ýju út í peninga. „Ég hef komist að því að ég er af myntkörfukynslóð- inni. Það er fólk á aldrinum 25 til fertugs sem ekki aðhylltist lífsstíl krúttanna og vílaði ekki fyrir sér að taka erlend lán þrátt fyrir alla áhættuna sem þeim fylgdi. Ég var að vona að ég slyppi við kreppuna fyrst góðærið ók framhjá mér á Range Rovernum með fingurinn á lofti en auðvitað verðum við öll fyrir barðinu á henni. Ég vona samt að mér takist að halda áfram að vinna við það sem mig langar mest. Síðan tamdi ég mér ágætis sparnaðarráð fyrir fáeinum árum. Þegar mig langar óskaplega mikið í eitthvað skrifa ég það sem ég hef nýlega eignast á miða og festi upp á vegg. Það slær á græðgina.“ Ef allir hugsuðu eins og Gerður Kristný væri myntkörfukynslóðin líklega ekki gjaldþrota. Hún játar að hafa tekið krepputalið svolítið inn á sig þegar farið var að tala um vöruskort. „Þá rauk ég út í hendingskasti og keypti jólagjafir handa sonum mínum áður en það sem mig langaði til að gefa þeim seldist upp og birtist aftur á upp- sprengdu verði. Mér leið eilítið betur á eftir. Svo verður maður bara að velja vel hvaða fjölmiðl- um maður ætlar að fylgjast með. Best er auðvitað að hafa alltaf slökkt á Speglinum á Rás 1. Þar virðast menn hafa himin höndum tekið að geta nú loksins hætt að velta sér upp úr hlýnun jarðar og snúið sér að kólnun hagkerfisins. Í stað örvæntingarfullra ísbjarna er nú sagt frá kaupsýslumönnum sem troða marvaðann í skulda- feni án þess að sjáist til lands.“ Gerður Kristný birtist í nýju hlutverki í fyrra þegar hún tók að sér menningargagnrýni í sjón- varpsþættinum Mannamáli hjá Sigmundi Erni á Stöð 2. Hún Gerður Kristný fer inn á nýjar brautir í draugasögunni Garð- inum sem fékk sjálfa Kolbrúnu Bergþórsdótt- ur til að tárast eins og kom fram í síðasta þætti Kiljunnar. Þótt þetta sé bók fyrir börn og ungl- inga langaði Gerði lengi vel ekki til að eignast nein börn sjálf því henni fannst stundum hálfleið- inlegt að vera barn. Viðtal: Marta María Jónasdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson Förðun: Inga hjá Bobby Brown ✽ ba k v ið tjö ldi n BLÚS ANDANNA Gerður Kristný Guðjónsdóttir Hætti í fastri vinnu fyrir fjórum árum og sér ekki eftir því. Nú einbeitir hún sér að ritstörfum og fjöl- skyldulífi. Besti tími dagsins: Morgnarnir. Ég hefði aldrei getað orðið almenni- leg óreglumanneskja því óregla fer oftast fram seint á kvöldin og næturnar og þá hef ég yfirleitt verið sofnuð. Uppáhaldsmaturinn: Nammi. Um hvað myndir þú aldrei yrkja? Það eru engir bann- listar í ljóðagerð. Ég gæti því alveg átt eftir að semja kviðu um myntkörfukynslóðina þótt ekki sjáist merki hennar enn í ljóðunum mínum. Uppáhaldsverslunin: Bókabúðirnar í miðbænum og Janusbúðin á Barónstígnum. Diskurinn í spilaranum: Visor från vinden með Sofiu Karlsson, Only by the Night með Kings of Leon og nýút- komni ljóðadiskurinn hans Sjóns. Líkamsræktin: Ég lyfti lóðum og fer á stig- vél í ræktinni úti á Nesi. Það fer eftir músíkmynd- böndun- um hvað ég þrauka lengi á stigvélinni. Hverju getur þú ekki verið án? Ímyndunarafls. Hvað er í snyrtibuddunni þinni? Túbugloss frá Bobbi Brown sem heitir „Cherry Tint“, „Shroom“- augnskugginn og augnblýantur- inn „Buried treasure“ frá MAC, maskari frá Chanel og slatti af Parkodin forte. Rope yoga tímar Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is Heilsurækt í húsi Hreyfigreiningar, Höf›abakka 9 N‡tt námskei› hefst 3. nóvember. Í Hreyfigreiningu eru í bo›i Rope yoga tímar tvisvar í viku. Rope yoga æfingar styrkja líkamann me› mismunandi æfingum sem Rope Yoga b‡›ur uppá, auk fless sem flær samhæfa og au›velda hverjum og einum a› lifa lífinu á betri veg, me› sem minnstu vi›námi. Rope-yoga firi›judaga og fimmtudaga 16.30-18.00 Skráning í síma 511 1575.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.