Fréttablaðið - 07.11.2008, Page 34

Fréttablaðið - 07.11.2008, Page 34
8 föstudagur 7. nóvember ✽ taktu sénsinn útlit Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 L jósar gallabuxur eru mikið að koma inn aftur,“ segir Þorvaldur Skúlason, einn af eigendum G-Star á Íslandi, sem var viðstaddur sýningu fyrirtækisins í New York í haust. Á tískusýningunni var vorlína næsta árs sýnd og ný umhverf- isvæn lína kynnt. Umhverfisvæna línan er í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar í tengslum við átakið End poverty 2015 og inniheldur náttúruleg efni sem ekki er prentað á. „Árið mun byrja í hermanna- lúkki, bæði fyrir dömur og herra, en í mars eða apríl kemur inn meira fjólublátt. Við höfum verið mikið í þessum „raw denim“ og „crushed black“ undanfarið ár, en það er að víkja fyrir mjög ljósum gallabuxum eins og voru í byrjun níunda ára- tugarins,“ segir Þorvaldur, en flest- ar vörurnar af sýningunni eru vænt- anlegar í verslanir í lok vetrar. - ag G-star kynnir nýja vor- og sumarlínu: HERMANNA- LÚKK OG LJÓST Það var margt um mann- inn á opnunarteiti Chan- el í New York þegar Mobile Art-safnið var opnað í lok október. Safnið er hann- að af Zaha Hadid og hefur þann eiginleika að hægt er að ferðast með það milli staða. Hinar víðfrægu Chanel-töskur veittu henni innblást- ur við hönnun safnsins, sem mun ferðast frá New York til Asíu og Evrópu. Frægustu hönnuðir, leikarar og tískugúrúrar heims létu sig ekki vanta á opnunina, sem haldin var með pomp og prakt í Central Park. Opnun Mobile Art-safnsins í New York: Glæsileiki og glamúr í Chanel-teiti Ljósar gallabuxur „Þessar ljósu, „vintage“- gallabuxur koma mikið inn næsta vor og sumar,“ segir Þorvaldur. Glæsileg Karl Lagerfeld ásamt Söruh Jessicu Parker. Svartklædd Hárgreiðslumeistararnir Vidal og Ronnie Sassoon voru svart- klædd í Central Park. MAGNIFIQUE Lancôme hefur sent frá sér nýtt og spennandi ilm- vatn sem ber heitið Magnifique. Þetta er í fyrsta skipti sem nagarmota-viður er notaður í ilmvatn sem gefur skemmtilegan undirtón, en lyktin ber einnig keim af rósum og hlýjum saffron-kryddblæ. Þegar kólna fer í veðri er um að gera að vera aðeins djarfari og leggja sumarilminn á hilluna og prófa spennandi kryddaðan ilm eins og Magnifique. Djörf og þokkafull: Ný og spennandi ilmvötn fyrir veturinn AMOR AMOR TENTATION Í kjölfar vinsælda Amor Amor ilmvatnsins hefur Cacharel sent frá sér nýja útgáfu af ilminum sem kall- ast Amor Amor Tent- ation. Ilmurinn er tæl- andi austrænn viðarilm- ur með keim af grænum mandarínum, hvítum liljum, sandalviði og vanillu. Lyktin er fersk en á sama tíma þokkafull. Amor Amor tentation sem er kjörið á vetrarmánuðum og dularfullur viðarilm- urinn tælir hvern sem er. HRAUSTLEGAR KINNAR Í KULDANUM Það er algjör óþarfi að láta gráma vetursins ná yfirhöndinni. Prófaðu Mineralize blush frá MAC og andlitið fær hraustlegt yfir- bragð á ný. Nuance liturinn gefur kinnunum sérstaklega hlýja og sanseraða áferð, en í MAC verslununum fást blush og sólarpúður í öllum litum sem henta hverjum húðlit. Ofurfyrirsætan Agyness Deyn. NY RAW-línan „Handgerðar gallabuxur og „vintage“-leðurjakki. Þessi lína er alltaf töluvert dýrari og fyrir svona „G-Star fans,“ segir Þorvaldur. Töffaraleg Mena Su- vari mætti í G-star galla- buxum á tískusýn- inguna sem fram fór í í New York.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.