Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 52
32 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Izzy Bailine, betur þekktur sem Irving Berlin, var einn afkastamesti höfundur sönglaga í amerískri dægurmenningu. Hann fluttist sem smábarn frá Rússlandi til Bandaríkjanna og hafði ofan af fyrir sér á unglingsárunum sem syngjandi þjónn á sumum af vafasömustu knæpum neðri hluta Manhattan. Þar komst hann að því að með því að láta hripa lögin sín á pappír, gat hann selt þau til nótnaútgef- enda fyrir allnokkurt fé, væru þau sæmi- lega sönghæf. Áður en yfir lauk hafði Berlin sett saman yfir 1.500 lög, sem sum hver eru löngu sígild: Blue Skies, Cheek to Cheek og Putting on the Ritz eru aðeins örfá heimsfrægra laga hans. Berlin var einn margra sönglaga- smiða í Tin Pan Alley sem voru aðflutt- ir gyðingar úr borgum Gamla heimsins. Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Kjart- an Valdemarsson píanóleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson trommuleikari hafa sett saman dagskrá með tónlist Irvings Berlin fyrir Tíbrárröð Salarins í Kópa- vogi. Áður hafa þau boðið upp á tónlist Cole Porter og Richard Rodgers á sama vettvangi og munu í vor spila músík frægasta höfundar Bandaríkjamanna, George Gershwin. Tónleikarnir með verkum Irvings Berlin verða á laugardagskvöld og hefjast klukk- an 20. Auk þeirra fjórmenninga sem koma fram, er von á leynigesti á tón- leikana. „Ekki er hægt að gefa upp hver það er,“ segir Pétur Grétarsson, „en óhætt er að upplýsa að hita- bylgja kemur við sögu og ótrúleg- ur metnaður söngvara til að gera betur en vel.“ Semsagt gott, djassað og gleðilegt í Salnum á laugardagskvöld. - pbb Söngvar Berlins í Salnum Bræðurnir Þorsteinn H. Ingibergs- son og Bragi J. Ingibergsson opnuðu ljósmyndasýningu í Frímúrarahúsinu að Ljósatröð 2 í Hafnarfirði um miðjan síðasta mánuð. Nú um helgina er komið að sýningarlokum hjá þeim, en síðasti sýningardagur er á morgun og verður þá opið á milli kl. 14 og 18. Þeir bræður hafa lagt stund á ljósmyndun frá unga aldri og hafa myndir þeirra birst opinberlega í ýmsum miðlum. Myndirnar á sýningunni eru prentaðar beint á álplötur, en sú vinnsluaðferð gefur eilítið grófa litaáferð sem þykir jafnvel minna nokkuð á málverk. - vþ Sýning bræðra HORF Ljósmynd eftir Braga J. Ingibergs- son. Hjónin Lára Bryndís Eggerts- dóttir og Ágúst Ingi Ágústsson halda orgeltónleika í Langholts- kirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Segja má að tónleikarnir séu sannkallaður fjölskylduvið- burður, enda leika þau hjónin tónlist eftir Johann Sebastian Bach og syni hans þá Carl Philipp Emanuel Bach og Johann Christian Bach. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem að tónlistarunnendum gefst færi á að sjá og heyra hjón leika saman á orgeltónleikum og því ljóst að viðburðurinn er nokkuð for- vitnilegur. - vþ Hjón leika á orgel MÚSÍKALSKT PAR Ágúst Ingi Ágústsson og Lára Bryndís Eggertsdóttir koma fram á tónleikum í Langholtskirkju á sunnudag. TÓNLIST Kristj- ana Stefáns- dóttir syngur lög Irvings Berlin í Salnum á laugardags- kvöld. Breska forlagið Quercus er að skipuleggja stærstu markaðsher- ferð sem þeir nokkru sinni hafa skipulagt, fyrir aðra bók Stiegs Larsson, Stúlkan sem lék sér að eldi, en fyrsta bók hans, Karlar sem hata konur, er nýkomin út hjá Bjarti. Quercus gefur bókina út innbundna í janúar á næsta ári. Markaðsher- ferðin mun leggja áherslu á kven- hetju bókarinnar Lisbeth Salander með það fyrir augum að „stækka núver- andi aðdáendahóp með því að beina athyglinni að yngri kvenlesend- um,“ einsog bókaútgefendur á meginlandinu og í Bandaríkjunum hafa þegar gert. Þegar bókin kemur út innbundin í janúar ætlar breska forlagið að gefa 75 þúsund kiljur með dagblaðinu Evening Standard til þess að koma af stað „orðinu á götunni“ til þess að „auka stórvægilega“ þegar frábærar sölutölur á innbundnu bókinni. Mark Smith, framkvæmdastjóri Quercus, segir að takmarkið sé að selja milljón eintök af Millenium- trílógíu Stiegs Larsson. „Rúmlega 8 milljón eintök af bókinni hafa verið seld um alla Evrópu og fyrsta bókin, Karlar sem hata konur, hefur fengið glimrandi viðtökur í enskumælandi löndum, svo það er okkur heiður að fylgja í fótspor kollega okkar og byggja á velgengni þeirra með bókina,“ sagði hann. Karlar sem hata konur hefur þegar selst í nær hundrað þúsund eintökum á Englandi. - pbb Stigvaxandi sala BÓKMENNTIR Stieg Larson er að leggja undir sig enskumæl- andi markaði. Skífan Laugavegi 26 · Skífan Kringlunni · Skífan Leifsstöð · www.skifan.is Nýtt upphaf ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 11.NÓVEMBER Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI HÚSIÐ OPNAR kl. 20:00 - AÐGANGSEYRIR:1.500 kr. "ÚTGÁFUTÓNLEIKAR FYRIR ÍSLAND" Í BEINNI Í POPPLANDI Á RÁS 2 Í DAG MILLI kl. 15 og 16 1. Byrjum upp á nýtt (Bestu kveðjur) 2. Vegurinn 3. Kjartan, nr. 26 4. Deus, Bóas og / eða kjarninn 5. Þrír fyrir þrjú 6. Sumar í Múla 7. Reykjafjarðarmein 8. Týnda mín 9. Á Skólavörðuholti 10. Með þér 11. Með seríos í skálinni við smælum endalaust 12. Draumur í „D“ 13. Villingarnir 14. Konkordía 15. Á meðan vatnið velgist KOMIN Í SKÍFUNA! BYLGJAN MÆLIR MEÐ, ALLA NÆSTU VIKU. FYLGSTU MEÐ!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.