Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 07.11.2008, Qupperneq 54
34 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > ÁNÆGÐ MEÐ BÍTLALEIK Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, er ánægð með að Bítlarnir hafi samþykkt að taka þátt í nýjum Rock Band- tölvuleik, sem kemur út í lok næsta árs. „Þegar svo margt ungt fólk hefur áhuga á Bítlunum verður nýr kafli skrifaður í sögu hljómvseit- arinnar,“ sagði Yoko. „Kannski fara krakkarnir að búa sjálfir til tónlist í stað þess að hlusta bara á hana.“ Leikstjórinn Steven Spielberg syrgir mjög rithöfundinn Michael Crichton, sem samdi skáldsögurnar Jurassic Park og The Lost World sem Spielberg kvikmyndaði við frábærar und- irtektir. Chricton lést á þriðju- daginn úr krabbameini 66 ára að aldri. „Hæfileikar Michaels voru ennþá umfangsmeiri en hans eigin risaeðlur í Jurassic Park,“ sagði Spielberg. „Hann var best- ur í því að blanda saman vísind- um og stórum málefnum og í hans meðförum var það trúverð- ugt að risaeðlur gengu um jörð- ina á nýjan leik. Michael var rólynd sál sem notaði hina áber- andi hlið sína í skáldsögur sínar. Það mun engum takast að fylla skarð hans.“ Crichton, sem fæddist í Chi- cago, samdi sínar fyrstu bækur á meðan hann var í læknanámi í Harvard. Sama ár og hann útskrifaðist, 1969, kom út fyrsta metsölubók hans, The Andromeda Strain. Sú bók var kvikmynduð rétt eins og aðrar bækur hans á borð við Congo, Rising Sun og Disclosure. Chrichton samdi einnig handritið að myndinni Twister, auk þess sem hann var höfundur læknaþáttanna ER sem njóta ennþá mikilla vin- sælda. Vann hann til fjölda Emmy-verðlauna fyrir þættina. Spielberg syrgir Crichton MICHAEL CRICHTON Rithöfundurinn heims- frægi lést úr krabba- meini, 66 ára gamall. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES. Fjórða plata Singapore Sling er komin út og heitir Perversity, Desperation and Death, Öfuguggaháttur, örvænting og dauði. „Þetta eru þau þrjú atriði sem hressa mig alltaf við, sama hvað á bjátar,“ segir Henrik Björnsson, söngvari og gítarleik- ari hljómsveitarinnar. „Það er allt búið að vera svo svart, neikvætt og ömurlegt, en mér hefur aldrei liðið betur. Ég lifi á neikvæðri orku.“ Ellefu lög eru á nýju plötunni, öll frumsamin. „Þessi plata er töluvert nýrri en hinar plöturnar okkar, en að öðru leiti finnst mér asnalegt að ég sé að tjá mig eitthvað um hana,“ segir Henrik. Best er auðvitað að drífa sig á útgáfutónleikana, sem verða á Grand Rokk í kvöld og hefjast upp úr kl. 22. Ný bráðefnilega hljómsveit, Kid Twist, hitar upp og hljómsveitin Reykjavík verður með gjörning. Það kostar þúsund kall inn. - drg Neikvæð orka hressir SINGAPORE SLING Spilar á Grand Rokk. STEVEN SPIEL- BERG Leikstjór- inn kvikmynd- aði tvær af sögum Michaels Crichton, Jurassic Park og The Lost World. Kreppan hefur ýmsar aukaverkanir. Ein þeirra er að hljómsveitin Þokkabót hefur búið til nýjan texta við vinsælasta lag sitt, „Litlir kassar“. Núna heitir það „Tómir kassar“ og er á leið í spilun. „Ég sá á netinu að áttundi áratugur- inn væri að koma aftur. Að hér yrði óðaverðbólga, við í stríði við Breta og Abba og Villi Vill vinsælasta poppið. Þá hugsaði ég með mér að kannski yrði Þokkabót bara vinsæl aftur, enda var þetta okkar tíma- bili. Þá fór ég að hugsa um alla þessa tómu kassa í tómum bönkum fullum af dingaling,“ segir Ingólfur Steinsson, einn Þokkabótar-manna. Hljómsveitin gerði fjórar plötur á áttunda áratugnum, þar á meðal Fráfærur, sem jafnan er talið meist- araverk bandsins. Mest spilaða lagið með bandinu er þó „Litlir kassar“, íslensk útgáfa af vinsæl- um slagara Petes Seeger. „Diskóið fór langt með að drepa bandið á sínum tíma, en pönkið gekk endanlega frá því,“ segir Ingólfur. „Okkar vinstri sinnaða þjóðlaga-progg varð alveg úr takti við stemninguna í pönkinu. Núna hafa tímarnir hins vegar breyst í einu vetfangi og það er komin stemning sem passar okkur vel. Ég meina, við áttum meira að segja nokkur lög á safnplötunni „Í kreppu“ á sínum tíma.“ Eins og margir horfði Ingólfur upp á góðærið í forundran. „Maður botnaði ekkert í því hvað sumir voru rosalega sniðugir og ríkir og alltaf að græða og græða. Það þótti ekkert sniðugt að gagnrýna þetta. Nú er hins vegar sannleikurinn að koma í ljós og þá getur maður komið og sagt: Við höfðum rétt fyrir okkur! Svona svipað og Hannes Hólmsteinn gat gert þegar kommúnisminn féll.“ Þokkabót hefur komið fram annað slagið undanfarin ár, en um eiginlegt „kombakk“ hefur ekki verið að ræða. Ingólfur útilokar þó ekkert í því sambandi: „Kannski verðum við bara að byrja aftur á fullu til þess einfaldlega að eiga fyrir salti í grautinn og komast ein- staka sinnum út í búð!“ drgunni@frettabladid.is Litlir kassar orðn- ir tómir kassar ÞOKKABÓT Á ÆFINGU Í HAUST Gylfi, Halldór, Ingólfur og Magnús spila „Nýríki Nonni“. TÓMIR KASSAR Tómir kassar í tómum banka tómir kassar af dingalingaling, tómir kassar, tómir kassar, tómir kassar, allir eins. Einn á hausnum, annar valtur, þriðji skuldsettur og fjórði gjald- fallinn, allir galtómir af dingalinga enda eru þeir ei til neins. Og í bönkunum bankastjórar, hafa milljónir á mánuði en enda allir með tóma kassa tóma kassa, alla eins. Og ungu mennirnir fara í útrás í einkaþotum og stunda viðskipti en tapa öllu í tóma kassa, tóma kassa og ei til neins. Þeir stunda sólböð og sigla á skútum og fara í kappakstur í kringum jörðina. Og fá sér allir fínar hallir, fyrir fé sem var aldrei til. Og litlu börnin byrja í skóla og fara síðan beint í bankana og taka til við að tæma kassa og út úr því fara allir eins. Tómir kassar, þrotakassar, tómir kassar af dingalingaling, tómir kassar, tómir kassar tómir kassar, ei til neins. Tómir kassar, í tómum banka um tíma fyllast af okkar pening- um, en verða að sjálfsögðu seldir aftur svo að allt verði aftur eins. Ingólfur Steinsson/ Halldór Gunnarsson Stórdansleikur aðeins þessa einu helgi í tilefni að 50 ára starfsafmæli sextettsins. Sjóræningjar, leyniblek og pappírsskutlur, kofar og kassa- bílar, vatnsbombur, orrustur og einstæð hreystiverk. Stappfull bók af fróðleik og skemmtun fyrir stráka á öllum aldri. bönnuð stelpum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.