Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.11.2008, Blaðsíða 56
36 7. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 16 14 14 L L QUANTUM OF SOLACE kl. 6 - 8 - 9 - 10.10 - 11.20 QUARANTINE kl. 6 12 16 QUANTUM OF SOLACE kl. 4- 5.30- 6.30- 9-10.30 -11.20 QUANTUM OF SOLACE LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 QUARANTINE kl. 10.10 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.40 - 8 - 10.20 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 3.45 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 10 L 14 16 16 L QUANTUM OF SOLACE kl. 6 - 8.30 - 11 WHERE IN THE WORLD IS OSAMA BIN LADEN kl. 6 - 8 - 10 THE WOMEN kl. 5.30 - 8 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 10.15 MAX PAYNE kl. 8 - 10.15 SKJALDBAKAN & HÉRINN kl. 6 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 14 16 L 16 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 MY BEST FRIENDS GIRL kl. 5.45 - 8 - 10.15 MAX PAYNE kl. 10.15 HOUSE BUNNY kl. 5.50 - 8 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna KOMIN Í BÍÓ ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLUNNI HOW TO LOSE... kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 HOW TO LOSE... kl. 8 - 10:20 VIP RESCUE DAWN kl. 8 - 10:30 16 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D kl. 4(3D) - 6(3D) L HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 3:30 - 5 - 6 - 8:30 L EAGLE EYE kl. 5:40 - 8 - 10:30 12 EAGLE EYE kl. 5:40 VIP SEX DRIVE kl. 8 - 10:20 12 NIGHTS IN RODANTHE kl. 3:40 síð sýn L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 3:40 L RESCUE DAWN kl. 5:50 - 8 - 10:30 16 HOW TO LOSE FRIENDS... kl. 3:30 - 8 - 10:30 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D kl. 4(3D) L HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 3:40D - 5:50D L EAGLE EYE kl. 10:20D 12 SEX DRIVE kl. 8:20 12 JOURNEY 3D kl. 5:50(3D) L HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 6 - 8 L EAGLE EYE kl. 10 16 BANGKOK DANGEROUS kl. 10 16 NIGHTS IN RODANTHE kl. 6 L HAPPY GO LUCKY kl. 8 L QUANTUM OF SOLACE kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40 L MY BEST FRIEND’S GIRL kl. 8 12 EAGLE EYE kl. 10:20 12 JAMES BOND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 5:40 L THE HOUSE BUNNY kl. 8 L MAX PAYNE kl. 10:10 16 SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU - bara lúxus Sími: 553 2075 QUANTUM OF SOLACE kl. 5, 7.30 og 10 - POWER 16 QUARANTINE kl. 8 og 10 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 10 12 LUKKU LÁKI kl. 4 L MAMMA MIA kl. 4, 6 og 8 L M Y N D O G H L J Ó Ð TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr. POWERSÝNINGKL. 10:00DIGITAL MYND OG HLJÓÐ Alls ekki fyrir viðkvæma! Daniel Craig snýr aftur sem njósn- ari hennar hátignar, James Bond, í Quantum of Solace, og tekur myndin við þar sem áhorfendur voru skildir eftir í Casino Royale, fyrir rúmum tveimur árum. Mark- ar það fyrsta skiptið í 60 ára sögu Bond-myndanna þar sem um beint framhald er að ræða. Eftir dapurt tímabil var Bond endurreistur í Casino Royale til að uppfylla kröfur nýrra bíófara og áhugamanna. Nýr leikari var ráð- inn í hlutverkið og var áhersla lögð á sterkan og góðan söguþráð, sem og hasaratriði í takt við Bourne-myndirnar, en það má segja að þær hafi tekið hasar- myndir á æðra plan. Þessi áætlun aðstandenda svínvirkaði og var útkoman ein besta Bond-myndin frá upphafi sem skaut öðrum hasarmyndum ref fyrir rass. Leikstjórinn Marc Forster fékk það erfiða hlutverk að gera beint framhald af kvikmynd sem hann leikstýrði ekki, en hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við Stranger Than Fiction og The Kite Runner. Forster þreytir hér frum- raun sína sem hasarleikstjóri og leysir hann það vel af hendi. Opn- unaratriði myndarinnar er sann- kölluð sprengja sem ýtir manni á ystu brún sætisins. Og það má segja það sama um restina af hasaratriðunum. Handrit myndarinnar er ólíkt því sem búast mætti við af Bond- mynd en er á réttum nótum miðað við endann á Casino Royale. Í raun og veru snýst söguþráður mynd- arinnar um að Bond nái fram hefndum. Skúrkurinn í myndinni er jarðbundnari en áhorfendur þekkja úr fyrri myndum sem á eflaust eftir að slá einhverja út af laginu, en er í takt við myndina. Í byrjun myndarinnar eru samtök kynnt til sögunnar sem Mr. White (úr endinum á Casino Royale) er meðlimur í og er Quantum of Sol- ace einungis undirbúningur fyrir það sem koma skal. Það verður ekki frá Craig tekið að hann stendur sig frábærlega í hlutverki Bonds og er ekki fjarri lagi að hann sé eftirlætis Bond- leikarinn minn ásamt Sean Conn- ery. Angist og reiði skín í gegn hjá Craig og er þróun persónunnar rökrétt og jaðra aðgerðir hans við að vera réttlætanlegar. Leit Bonds að sálarró með því að svala hefnd- arþorsta sínum er ný nálgun á þessa elskuðu og dáðu persónu. Frakkinn Mathieu Amalric er góður í hlutverki skúrksins Dom- inic Greenes. Líkt og La Chiffre úr Casino Royale er Greene rólegur og yfirvegaður undir álagi, sem gæðir hann vissum sjúkleika og siðblindu. Casino Royale setti markið hátt, ef ekki of hátt en þrátt fyrir það reynist Quantum of Solace vera verðugt framhald. Þessi nýju og persónulegri kynni af Bond eru áhugaverð og forvitnilegt verður að sjá hvert það leiðir áhorfendur í næstu mynd. Quantum of Solace er frábær viðbót við lengstu kvik- myndaseríu allra tíma og gefur nýlegum hasarmyndum ekkert eftir. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is James Bond í hefndarhug KVIKMYNDIR Quantum of Solace Leikstjóri: Marc Forster. Aðalhlut- verk: Daniel Craig. ★★★★ Rökrétt framhald af Casino Royale. Daniel Craig er frábær í hlutverki njósnarans sem er í hefndarhug. Mér fannst fyrsta plata Sprengju- hallarinnar, Tímarnir okkar, ferskasta plata síðasta árs. Hljóm- sveitin skoppaði inn á völlinn, spilandi hressandi og gáfulegt popp, syngjandi fína texta á íslensku um eitthvað sem „skiptir máli“. Í staðinn fyrir að hanga yfir næstu plötu með ritstíflu og væl, eins og alltof algengt er meðal poppara, tóku þeir Bítlana á þetta og mæta nú upplitsdjarfir með næstum því klukkutímalanga plötu númer tvö. Fyrir utan viðbragðsflýtinn og titillagið, sem er alltof líkt „Hey Jude“, má finna frekari samsvör- un við snillingana frá Liverpool. Eftir að plötur Bítlanna fóru að verða verulega góðar frá og með Rubber Soul, voru þær fjölbreytt- ar og lögin alls konar. Margir halda að gæði felist í að plötur séu „heilsteyptar“ (les: öll lögin hljóma nánast eins), en ég, Bítlarnir og Sprengjuhöllin blásum á svoleiðis rugl. Því fleiri stílar og stefnur, tilraunir og leit, því betra. Og Sprengjuhöllin stendur í skilum. Fimmtán lög, takk fyrir. Kannski ekki öll algjör snilld, en fjölmörg sem „húkka biggtæm“ og maður er farinn að raula undir eins. Að öðrum ólöstuðum er Snorri Helgason aðalsprauta Hallarinn- ar. Hann semur flest lögin og suma textana. Snorri er enginn stór- söngvari, heldur notalegur og vænn eins og pabbi hans og jafn- vel Villi Vill. Úr sarpi hans hrjóta hér ófá gullkornin. „Vegurinn“ er nánast hrottalega grípandi, hið Stranglers-lega „Reykjafjarðar- mein“ er fullkomið í látleysi sínu, „Týnda mín“ er upplífgandi stuð- lag og tilvalið næsta lag „í spilun“ og „Á Skólavörðuholti“ er val- hoppandi gleðipopp þar sem Spil- verkið svífur yfir vötnum eins og vill gerast þegar popparar fjalla um nánasta umhverfi sitt. Aðrir meðlimir fá breik og rúmlega það. Atli Bollason hljómborðsleikari á frábært lag, „Deus, Bóas og/eða kjarninn“ og Georg bassaleikari á tvö góð, hið áleitna popplag „Kjart- an nr. 26“ og vangalagið í lokin. Bergi Ebba bregst bogalistin í „Sumar í Múla“, sem mistök voru að setja í spilun í sumar enda fullt af betri lögum á plötunni, en nær dampi á ný í tregafulla sagnabálk- inum „Konkordíu“. Þá verður að nefna „Með seríos í skálinni við smælum endalaust“, þar sem leið- beinandi stuðsöngur Bergs nær nýjum hæðum í sniðugheitum. Lagið hefði þó líklega orðið enn betra ef maður skildi hvað er verið að syngja um. Með upptökumanninum Valgeiri Sigurðssyni lágu strákarnir yfir hljómnum. Strokhljóðfæraleikar- ar og alls konar gúmmilaði sullast í púkkinu. Stundum brestur á með Disney- og Mercury Rev-legum sándveggjum, en þegar sá gállinn er á bandinu fær einfaldleikinn bara að njóta sín. Sprengjuhallaraðdáendur þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þetta er fín plata. Flest lögin góð og pakkning- arnar veglegar. Ég býst við plötu á sama tíma að ári. Hún verður jafn- vel enn betri. Dr. Gunni Gáfupopp fyrir gleðifólk TÓNLIST Bestu kveðjur Sprengjuhöllin ★★★★ Sprengjuhallaraðdáendur þurfa ekki að hafa áhyggjur. Þetta er fín plata. SPRENGJUHÖLLIN Plata númer tvö kemur út í dag og stendur vel fyrir sínu. M YN D /JÓ I K JA R TA N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.