Fréttablaðið - 25.11.2008, Page 6

Fréttablaðið - 25.11.2008, Page 6
6 25. nóvember 2008 ÞRIÐJUDAGUR GRÆNLAND Yfirgnæfandi líkur eru til þess að Grænlendingar sam- þykki ný sjálfstjórnarlög í atkvæða- greiðslu, sem haldin verður í dag. Verði lögin samþykkt tekur græn- lenska stjórnin að sér fleiri verk- efni frá dönskum stjórnvöldum og munar þar mestu um dómsmálin. Auk þess er opnuð leið til þess að Grænland fái fullt sjálfstæði frá Danmörku. Sú leið er byggð á því að tekjur Grænlendinga af náttúru- auðlindum, einkum væntanlega af olíuvinnslu, muni aukast svo mjög að ekki verði lengur þörf á fjár- framlagi frá Danmörku. Í lögunum er ákvæði um að tekjur af náttúruauðlindum á Grænlandi renni að óbreyttu til grænlensku heimastjórnarinnar, en ef auðlindatekjur aukast í fram- tíðinni, til dæmis ef olía finnst, eins og verulegar líkur þykja til, þá lækkar fjárframlag danska ríkisins til Grænlands um helming af við- bótartekjunum. Verði tekjur af náttúruauðlind- um helmingi meiri en núverandi fjárframlög frá Danmörku, þannig að danska framlagið fellur alveg niður, þá skal semja upp á nýtt og geta Grænlendingar þá sóst eftir fullu sjálfstæði. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem voru birtar á vefsíðu grænlenska dagblaðsins Sermitsiak, ætlar 61 prósent að samþykkja sjálfstjórnarlögin, en 19 prósent ætla að hafna þeim. Fimmtán prósent kjósenda höfðu ekki gert upp hug sinn, en 5 prósent ætluðu ekki að greiða atkvæði. - gb Grænlendingar ganga til atkvæða í dag um breytt tengsl við Danmörku: Kosið um ný sjálfstjórnarlög FRÁ GRÆNLANDI Verði sjálfstjórnarlögin samþykkt taka þau gildi 21. júní á næsta ári, en um leið falla úr gildi grænlensku heimastjórnarlögin frá 1979. NORDICPHOTOS/AFP Q1 2007 Q2 2007 Q3 2007 Q4 2007 Q1 2008 Q2 2008 4. 16 9. 18 1 2. 55 9. 12 1 2. 60 6 .1 07 3. 05 0. 67 0 3. 30 4. 40 8 3. 98 0. 74 9 1. 48 3. 88 7 1. 41 2. 50 4 1. 56 7. 89 5 1. 49 9. 08 0 1. 84 0. 58 4 1. 71 0. 23 4 2. 02 2. 73 8 1. 97 4. 90 7 2. 48 8. 16 5 2. 51 6 .1 83 2. 57 1. 47 0 2. 54 8. 16 4 0 1 2 3 4 61% 63% 64% 57% 60% 64% 62% 62% 65% 67% 66% 62% 63% 65% 65% 55 60 65 70 % billjónir kr. VIÐSKIPTI Útlán Kaupþings, Glitnis og Landsbankans jukust um tæp- lega 3.616 milljarða króna milli ann- ars ársfjórðungs í fyrra og annars fjórðungs þessa árs, samkvæmt uppgjörum bankanna. Aukning Kaupþings er mest, nemur rúmum 1.560 milljörðum króna. Svo kemur Glitnir með tæpa 1.050 milljarða og Landsbankinn með tæpa 1.004. Sem hlutfall af heildareignum var aukningin minnst hjá Glitni á tímabilinu, eða tvö prósentustig. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræð- ingur hjá Landsbankanum, segir að þegar bankarnir hafi tekið að fjár- magna sig á ný eftir „Íslandskrís- una“ svonefndu hafi um tíma verið mjög mikil eftirspurn eftir skulda- bréfum þeirra. „Þegar bankarnir tóku svo að fjármagna sig á ný með skuldabréfum þá gekk sú sala afar vel. Svo hækkaði líka um tíma láns- hæfiseinkunn bankanna hjá Mood- y‘s og rosaleg eftirspurn varð til. Þá báru skuldabréf þeirra hátt álag miðað við aðra banka með sambæri- legt lánshæfi,“ segir Edda, en þetta stóraukna aðgengi bankanna að fjármagni segir hún hafa kynnt undir vexti á nýjan leik. „Menn kunnu sér ekki hóf, sem var synd eftir áfallið 2006.“ Þegar skoðaðar eru tölur um útlán segir Edda Rós samt að hafa verði í huga að gengi krónunnar hafi áhrif, þar sem reikningar bank- anna séu jú í krónum, þótt lán séu að stórum hluta í annarri mynt. „Árið 2007 var gengið samt ekki mikið að stríða. Aukning á þessu ári skýrist hins vegar einvörðungu af hreyfingu krónunnar. Bankarnir voru allir að dragast saman í evrum.“ Sveiflur á gengi krónunnar gera að verkum að erfiðara er að bera saman vöxt bankanna við aðra sam- bærilega. Heimildir innan banka- geirans telja að þegar leiðrétt hefur verið fyrir krónunni komi í ljós að vöxtur þeirra hafi líkast til verið sambærilegur við aðra norræna banka eftir að undirmálslánakrísan kom upp í ágúst í fyrra, þótt áður hafi þeir vaxið mun hraðar. Sér- staða Glitnis sé þó að þar hafi útlánavöxtur ekki tekið kipp fyrr en á þriðja fjórðungi síðasta árs, mun síðar en hjá hinum bönkunum. Um leið er bent á að bankarnir hafi aukið við lausafé sitt eftir 2006 og því ekki farið jafngeyst og áður. Þá hafi þeir staðið af sér 13 mánuði þar sem fjármögnunarmarkaðir hafi verið lokaðir. Stórir bandarískir bankar á borð við Bear Stearns hafi ekki þolað slíkt ástand nema í tvo til þrjá mánuði. olikr@markadurinn.is 3,6 billjónum meiri lán Útlán bankanna jukust hratt árið 2007 eftir þrengingar fyrra árs. Aukning á þessu ári skýrist af falli krónunnar. Aukning Landsbanka og Glitnis er nærri jafnmikil. ÚTLÁN BANKANNA Í TÖLUM OG SEM HLUTFALL AF HEILDAREIGNUM Samkvæmt upplýsingum úr árshlutareikningum bankanna jukust útlán til viðskiptavina umtalsvert á árinu 2007. Hækkun fyrstu tvo fjórðunga þessa árs er hins vegar rakin til áhrifa af veikingu krónunnar. Tölur eru í milljónum króna. 66% 65% 63% H EI M IL D : Á R SH LU TA U PP G JÖ R V IÐ SK IP TA B A N K A N N A „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is EVRÓPUMÁL Landssamband ís- lensk ra útvegsmanna íhugar að segja sig úr Samtökum atvinnu- lífsins, ef þau beiti sér beint fyrir inngöngu í Evrópusambandið. „25 til 30 prósent félagsmanna Sam- taka atvinnulífsins eru andvíg inn- göngu í Evrópusambandið. Að samtökin ætli að beita sér í and- stöðu við þennan hóp félagsmanna er óeðlilegt og hefur aldrei gerst áður,“ segir Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ. Samtök atvinnulífsins hafa nú í vinnslu skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja um hvort fyrir- tækin vilji að samtökin beiti sér fyrir aðild að Evrópusambandinu. Adolf segir ekki hægt að lesa annað úr því en að samtökin ætli sér að taka afstöðu, þótt það hafi legið fyrir frá stofnun þeirra að þau beiti sér ekki gegn grundvallarhagsmunum aðildar- félaga sinna. Adolf segir algjöran einhug ríkja innan LÍÚ um að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusamband- inu. Hins vegar séu misjafnar skoðanir um upptöku annars gjald- miðils meðal aðildarfélaga. Sú leið hafi þó ekki verið rædd á vett- vangi sambandsins. Skýr stefna þess sé að mikilvægasta verkefnið nú sé að styrkja íslensku krónuna. - hhs Landssamband íslenskra útvegsmanna hótar úrsögn úr Samtökum atvinnulífsins: Klofningur í aðsigi innan SA ADOLF GUÐMUNDSSON Formaður LÍÚ segir óviðunandi ef Samtök atvinnu- lífsins ætli að beita sér fyrir inngöngu í Evrópusambandið. KJÖRKASSINN Fannst þér lögregla ganga á langt með því að nota piparúða á mótmælendur á laugardag? Já 45,9% Nei 54,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fórst þú á eða fylgdist með borgarafundi í Háskólabíói? Segðu skoðun þína á visir.is DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kúga samtals 130 þúsund krónur út úr þremur mönnum. Hann hótaði mönnunum þremur að birta nöfn þeirra opinberlega, myndir af nöktum kynfærum þeirra á vefsíðu og saka þá um að vera barnaníðinga. Myndirnar höfðu mennirnir þrír tekið sjálfir og sent í netsamskiptum til mannsins, en hann kvaðst hafa sagt þeim að hann væri unglingsstúlka. Kona sem var einnig ákærð í málinu fyrir að hafa tekið á móti fjármunum inn á reikning sinn var sýknuð. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Fjórir mánuðir fyrir fjárkúgun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.