Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 16
16 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 63 640 -0,31% Velta: 79 milljónir MESTA HÆKKUN FÆREYJABANKI 2,29% CENTURY ALUMIN. 1,97% EIMSKIP 0,77% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 6,53% ÖSSUR 1,59% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,80 +0,00% ... Atorka 0,89 +0,00% ... Bakkavör 2,29 -6,53% ... Eimskipafélagið 1,31 +0,77% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,10 +0,00% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 78,70 +0,64% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 93,00 -1,59% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 242,3 -0,49% Gjaldeyrishöft og skilaskylda á erlendum gjaldeyri voru tekin upp í síðustu heims- kreppu sem tímabundin ráðstöfun til varnar krónunni og gjaldeyrisstöðu Lands- bankans, sem þá var seðlabanki landsins. Höftin voru þó ekki að fullu afnumin fyrr en 60 árum síðar. Þessar aðgerðir vekja ótta um að þetta sé aðeins upphafið að frekari reglum um fjármagnsflutninga og að settar verði frekari reglur um gjaldeyrisflutn- inga til og frá landinu,“ segir Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans segir að fyrstu gjaldeyrishöftin hafi verið sett 1931 til þess að vernda gjaldeyrisforða Lands- bankans. „Haustið 1931 hafði Jón Árnason banka- stjóri miklar áhyggjufur af því að bankinn myndi ekki eiga gjaldeyri til að standa skil á erlendum lánum, og á grundvelli laga frá 1922 var bankanum veitt heimild til að skammta gjaldeyri og höft sett á innflutning. Þannig að þá var upptaka haftanna ekki einu sinni borin undir Alþingi. Nú fær þingið þó að taka málið fyrir.“ Guðmundur segir að leiðandi stjórnmálamenn hafi litið svo á að krónan væri heilög, og það hafi ekki hvarflað að mönnum að hverfa frá fastgengis- stefnunni. „Á fjórða áratugnum var því byggt upp víðtækt haftakerfi til þess að verja gengi krónunn- ar. Útflytjendur voru skyldaðir til að skila inn öllum gjaldeyri og reglur settar um innflutning á „óþarfa“ varningi. Leifar þessa regluverks voru ekki hreins- aðar út fyrr en 1995, meira en 60 árum eftir að það er innleitt.“ Þessar reglur voru í fyrstu hugsaðar sem tíma- bundnar ráðstafanir, en árið 1934 gerði ríkisstjórn Hermanns Jónassonar þær að hluta efnahagsstefn- unnar. Jónas segir að stjórnmálamenn hafi ekki gert sér ljóst hvar sú braut endaði sem þeir lögðu upp á. „Gengi krónunnar var haldið of háu, og það þurfti stöðugt að ganga lengra og lengra og herða höftin. Á sama tíma var taprekstri atvinnuveganna mætt með lánveitingum. Landsbankinn hélt uppi Kveldúlfi, Sambandinu og togaraútgerðinni.“ Þó hver aðgerð hafi átt að mæta brýnni þörf hafi þessi efnahags- stjórn mjög fljótt skapað óheilbrigt efnahags- ástand. Jónas óttast þó ekki að aðgerðirnar nú séu upphaf að nýju haftaskeiði í líkingu við það sem hófst 1931. „Það er von til þess að þetta verði í raun skamm- tímaráðstöfun, því við vitum betur nú, og hugsunar- hátturinn er allt annar. Þá höfðu Íslendingar ekki heldur í nein hús að leita, þá var enginn Alþjóða- gjaldeyrissjóður og við vorum alfarið komin upp á einn banka í London, Hambros-banka. Að vísu höfð- um við ekki gert neitt af okkur þá, og það var borið mikið traust til Íslendinga erlendis.“ -msh Síðustu gjaldeyrishöft stóðu í sextíu ár Landsbankinn hefur fallist á beiðni Stefáns H. Stefánssonar, framkvæmdastjóra eignastýring- arsviðs og stjórnarformanns Landsvaka, og Sigurðar Óla Hákonarsonar, framkvæmda- stjóra Landsvaka, um að þeir láti af störfum hjá bankanum, sam- kvæmt tilkynningu sem send var út í gær. Landsvaki er rekstrarfé- lag verðbréfa- og fjárfestinga- sjóða Landsbankans. Stefán og Sigurður Óli eru sagðir munu láta af störf- um á næstu dögum en þangað til sinni þeir starfsskyldum. „Með þessu vonast þeir til að nauðsynlegur friður skapist um starfsemi Eignasviðs Lands- banka,“ segir í tilkynningu bank- ans, en þar er vísað til gagnrýni vegna taps peningamarkaðssjóða bankans. Samkvæmt upplýsing- um úr Landsbankanum er um eigin ákvörðun Stefáns og Sigurð- ar Óla að ræða. Með henni vilji þeir axla ábyrgð, án þess þó að þeir séu að játa sök í ein- hverjum efnum. „Lands- bankinn þakkar Stef- áni og Sigurði fyrir þeirra störf á liðn- um árum og óskar þeim velfarnaðar í nýjum verkefnum,“ segir í tilkynning- unni. - óká Yfirmenn peninga- markaðssjóða hætta „Komi upp aðstæður þar sem sala ákveðinna eigna reynist nauðsynleg verður efnt til form- legs söluferlis,“ segir í svari skilanefndar gamla Glitnis, við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvernig staðið verði að sölu eigna bankans. Um leið er áréttað að stefna skilanefndarinnar sé að selja engar frekari eignir út úr eigna- safni bankans „meðan að núver- andi árferði ríkir á fjármála- mörkuðum og þar með líklegra en ekki að ekki fáist sanngjarnt verð fyrir eignirnar“. Komi til sölu segist skilanefndin hafa það eina markmið að hámarka það virði sem fæst fyrir hverjar þær eignir sem seldar verða. Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur sagst vera þeirrar skoðunar að allt söluferli bankanna verði tilkynningaskylt og jafnræði fjárfesta tryggt. Hann ræddi málið í gær við Fjár- málaeftirlitið, skilanefndir og bankaráð. - óká, msh Beðið verður með sölu JÓNAS HARALZ OG GUÐMUNDUR JÓNSSON 60 ár tók að fjarlægja „tímabundnar“ ráðstafanir með gjaldeyrishöft og skilaskyldu á erlendum gjaldeyri sem teknar voru upp í byrjun fjórða áratugarins. „Því er ekki að neita að við stöldr- uðum aðeins við með þessi áform okkar þegar fjármálakreppan skall á,“ segir Jón Erlendsson, fram- kvæmdastjóri ZO-ON, í tilkynn- ingu um opnun nýrrar verslunar fyrirtækisins í Kringlunni í dag. Niðurstöðuna segir hann samt hafa verið að sóknarfæri væru í þrengingunum og að vel rekin fyr- irtæki fái hér þrifist áfram. Versl- unin sem um ræðir er sérverslun með útivistarfatnað og vörur. ZO-ON er jafnframt í útrás, en nýlega opnaði svonefnd „búð í búð“ með vörur fyrirtækisins í Grim- stad í Noregi. Fyrirhugað er að opna tvær til þrjá sambærilegar verslanir í Noregi. - óká Opna verslun í kreppunni Í ÖSKJUHLÍÐ Eins gott að vera sæmilega búinn þegar kólnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aðalfundur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga samþykkti í gær að láta óháða endurskoðunarmenn fara yfir hvað fór úrskeiðis hjá Gift. Fundarmenn voru mjög fúlir yfir örlögum Giftar. Einnig var samþykkt ályktun um að rannsaka störf skilanefndar Eignar- haldsfélagsins Samvinnutrygginga og lögmæti þess að Eignarhaldsfélaginu var slitið á sínum tíma. Guðsteinn Einarsson, stjórnarformað- ur SÍS, segir að framhaldið verði ákveðið þegar niðurstaða liggur fyrir. Eignir Giftar hafa gufað upp í hruninu og nema skuldir umfram eignir mörgum milljörðum króna. Félagið var stofnað úr Eignarhaldsfé- laginu Samvinnutryggingum í fyrrasum- ar. Þeir sem tryggðu á tilteknu árabili áttu réttindi til hlutar í Gift. Talið var að Sam- vinnusjóðurinn, sem er sjálfseignarstofn- un utan um réttindi látinna tryggingataka og fleiri, yrði stærsti hluthafinn og ætti um eða yfir þriðjung. SÍS yrði næststærsti hluthafinn, en heimildir um hversu stór hlutur SÍS hefði orðið eru misvísandi. Sumir segja fimm prósent, aðrir sextán. SÍS átti fulltrúa í stjórn Giftar. Yfir 50 þúsund manns sem eitt sinn tryggðu hjá Samvinnutryggingum áttu líka rétt á hlut í Gift. Þetta fólk fær nú ekkert. - ikh SÍS samþykkir að rannsaka Gift Aðalfundur SÍS vill að óháðir aðilar kanni hvers vegna Gift tapaði milljörðum króna. SÍS vill líka láta rannsaka lögmæti slita Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. AÐALFUNDUR SÍS Samvinnumenn úr kaupfé- lögum um allt land komu saman í gær. Þeir ætla að rannsaka hvað kom fyrir í Gift, þar sem milljarðar gufuðu upp. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tap SPRON á þriðja árs- fjórðungi nam 3,1 millj- arði króna eftir skatta, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Þar kemur fram að áframhaldandi neikvæð þróun á hluta- bréfamarkaði á fjórð- ungnum hafi valdið geng- istapi sem numið hafi tæplega 3,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur námu 1,1 milljarði króna og jukust um 47 prósent frá sama tíma í fyrra. Eig- infjárhlutfall SPRON var í lok fjórðungsins 10,1 prósent. „Afkoman fyrir ársfjórðunginn endurspeglar stöðuna fyrir hrun viðskiptabankanna þriggja,“ er haft eftir Guðmundi Haukssyni, forstjóra SPRON, í tilkynningu um uppgjörið. Hann segir enn ekki öll kurl komin til grafar eftir fall bankanna og SPRON hafi ekki farið varhluta af því. „En aðstæður gera það að verkum að erfitt er að meta verðmæti eigna og aðrar stærðir af fullri nákvæmni. Við höfum hins vegar gripið til aðgerða til að styrkja stöðu SPRON með langtímahags- muni bankans að leiðarljósi og að því ferli koma allir helstu hags- munaðilar. Niðurstöðu þeirra aðgerða er að vænta innan skamms.“ - óká GUÐMUNDUR HAUKSSON Óvissa um stöðu SPRON Aðalfundur Valsmanna hf. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn laugardaginn 6. semember n.k. kl. 14:00 að Hlíðarenda Dagskrá aðalfundar er venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og verður sem hér segir 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs 2. Ársreikningur félagsins 3. Ákvörðun hverning fara eigi með hagnað/tap ársins 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Kjör stjórnar 6. Kjör endurskoðanda 7. Önnur mál Hluthöfum félagsins er auk þess boðið að vera viðstaddir formlega afhendingu nýbyggðs gervigrasvallar til Knattspyrnufélagsins Vals. Hluthöfum er boðið að skoða völlinn og þiggja léttar veitingar í Lollastúku. Athöfnin hefst kl. 13:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.