Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 36
36 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR A ð mótmælunum í Taílandi stendur fjölmenn hreyf- ing sem nefnist Lýðræð- ishreyfing alþýðunnar. Sú hreyfing er einkum skipuð höfuð- borgarbúum, vel stæðum kaup- sýslumönnum og konungssinnum, sem flestir hverjir eru vel stæðir og íhaldssamir. Þessi hreyfing hefur árum saman krafist þess að ríkisstjórn landsins segi af sér. Fyrst beindust mótmæl- in gegn ríkisstjórn Thaksins Shina- watra, og urðu mótmælin það öflug að á endanum skarst herinn í leik- inn og steypti Thaksin af stóli haustið 2006. Herinn stjórnaði síðan landinu í rúmt ár, og efndi þá til kosninga en sigurvegari í þeim kosningum var flokkur Thaksins, eða öllu heldur arftaki þess flokks, þannig að mót- mælin hófust fljótlega á ný. Óljósar ásakanir Umheimurinn hefur átt frekar erf- itt með að átta sig á kröfum mót- mælendanna. Þeir vilja stjórnina burt, það er ljóst, og saka hana um margvíslega spillingu og illvirki, jafnvel morð og limlestingar. Samtökin Transparency Inter- national, sem árlega taka saman skýrslu um spillingu stjórnvalda í ríkjum heims, segja reyndar að á valdatíma Thaksins hafi frekar en hitt dregið úr spillingu á Taílandi. Utan frá séð lítur út fyrir að átök- in snúist frekar um það, að gamla valdastéttin í Bangkok sættir sig ekki við að missa völdin til „utan- garðsmanna“ á borð við Thaksin og arftaka hans, sem njóta vissulega lítils stuðnings í höfuðborginni en þeim mun meiri vinsælda úti á landsbyggðinni. Skammvinnur árangur Fyrir tveimur árum tókst mótmæl- endum að hrekja Thaksin frá völd- um, en þegar efnt var til kosninga á ný rúmu ári síðar tók við embætt- inu náinn samstarfmaður hans, Samak Sundaravej. Báðir voru þeir félagar í Thai Rak Thai, stjórnmálaflokki sem fyrst komst til valda í kosningum árið 2001. Flokkurinn höfðaði mjög til alþýðufólks utan höfuðborgar- innar, þótt leiðtogar flokksins væru, ekki síður en andstæðingar þeirra, auðkýfingar í Bangkok og stefna flokksins væri hægrisinnuð. Flokkurinn var reyndar leystur upp eftir herforingjabyltinguna 2006, en nýr flokkur var stofnaður á rústum hans og fór sá flokkur létt með að sigra í kosningunum árið 2007. Mótmælendahreyfingin gat hins vegar engan veginn sætt sig við nýja forsætisráðherrann, og sakaði hann um að vera í raun handbendi Thaksins, sem áfram hafi haldið um valdataumana úr útlegð sinni á Bretlandi. Mótmælendurnir fögnuðu því ákaft þegar Samak Sundaravej sagði af sér nú í haust, en það var skammgóður vermir því þingið, þar sem sami flokkur er enn í meiri- hluta, valdi samstundis Somchai Wongsawat arftaka hans. Somchai er ekki aðeins náinn samstarfsmað- ur Thaksins, eins og Samak, heldur mágur hans að auki. Mótmælin héldu því áfram, og engin lausn í sjónmáli. Yfirgnæfandi stuðningur Ríkisstjórnin og núverandi jafnt sem fyrrverandi forsætisráðherr- ar hennar, ekki síst sjálfur Thaksin Shinawatra, njóta nefnilega óskor- aðs stuðnings yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna, sem búa utan höfuðborgarinnar og hafa það fæst- ir jafn gott og auðstéttirnar í Bang- kok sem vanar eru völdunum. Vandinn, sem mótmælendurnir standa frammi fyrir, er því sá að þótt stjórninni sé komið frá þá á sami flokkur vísan stuðning mikils meirihluta landsmanna þegar efnt verður til kosninga á ný. Stjórnarandstæðingarnir hafa þess vegna sett fram kröfur um að kosningakerfi landsins verði breytt, til dæmis þannig að ákveðnir hópar og starfsstéttir fái aukið vægi í kosningum. Viðburðarík vika Þessi vika, sem nú er að ljúka, hefur verið viðburðarík. Ákveðin tímamót virðast hafa orðið þegar mótmælendur gripu til þess ráðs að leggja undir sig báða flugvelli borg- arinnar og hindra millilandaflug. Ferðaþjónusta er mikilvæg tekjulind í Taílandi og alvarleg röskun á henni gæti haft afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir efnahag landsins, sem varla má við miklu í viðbót við aðra erfiðleika sem nú steðja að. Skaðinn af fjögurra daga stöðvun flugumferðar er reyndar nú þegar orðinn það mikill að tölu- verðan tíma tekur að vinna hann upp á ný. Stjórnin lýsti yfir neyðarástandi á flugvöllunum og hótaði því að beita her og lögreglu til að rýma flugstöðvarbyggingarnar og tryggja flugumferð á ný. Mótmæl- endurnir hótuðu á móti að berjast til síðasta manns, og þá gaf stjórnin eftir og lofaði að fara ekki í hart. Á meðan er biðstaða og alls óvíst um framhaldið. Herforingjarnir Og þá beinast sjónir manna að her- foringjunum, sem eru ekki óvanir því að grípa inn í og taka sjálfir að sér stjórnina, að því er virðist til að tryggja að landið verði ekki stjórn- laust. Í vikunni hvatti Anupong Paoch- inda, yfirmaður hersins, stjórnina til að segja af sér. Somchai Wongsa- wat forsætisráðherra neitaði að verða við því, og hvetur stuðnings- menn stjórnarinnar þess í stað til að standa í vegi fyrir hernum ef reynt verður að steypa stjórninni af stóli. Meti herforingjarnir ástandið þannig að flugvallardeilan verði ekki leyst öðru vísi en stjórnin fari frá, má samt alveg eins búast við stjórnarbyltingu þeirra á allra næstu dögum. Vandinn er sá, að þegar þeir efna til kosninga á ný eiga félagar Thaksins enn vísan meirihluta, sem jafn víst er að kallar á enn frekari mótmæli frá hinum auðugu höfuð- borgarbúum sem ekki vilja missa frá sér völdin. KONUNGSHJÓNUNUM HAMPAÐ Einn mótmælendanna tók með sér stóra mynd af konungshjónunum, sem njóta mikillar virðingar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝORÐINN FORSÆTISRÁÐHERRA Somchai Wongsawat, til vinstri á myndinni, í hópi flokkssystkina sinna á þingi 17. september síðastliðinn, þegar þingið hafði kosið hann forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Uppreisn íhaldsafla í Bangkok Mánuðum saman hefur fjölmenn mótmælahreyfing íhaldsafla í Bangkok krafist afsagnar forsætis- ráðherra og ríkisstjórnar landsins. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér málið og segir að aðgerðir mótmæl- enda í Taílandi gegn flugumferð stefni efnahag HARÐSNÚIN MÓTMÆLLI Með því að leggja flugvelli Bangkok-borgar undir sig freista mótmælendur þess að knýja fram þau málalok að stjórnin fari frá. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ' GRAPHIC NEWS UPPNÁM Á FLUGVÖLLUM BANGKOK Stjórnvöld á Taílandi lýstu yfir neyðarástandi á tveimur flugvöllum Bangkok- borgar, en hika við að beita hernum á mótmælendahópana sem hindra flug- umferð. Somchai Wongsawat forsætisráðherra neitar að verða við ósk herfor- ingjans Anupong Paochinda um að efna til kosninga. AT B U R Ð A R Á S I N Sept. 2006 Herinn steypir Thaksin Shinawatra forsætisráðherra af stóli. Des. 2007 Nýr stjórnmálaflokkur, Valdaflokkur alþýðunnar, sem er arftaki Thai Rak Thai, flokks Thaksins, sigrar í fyrstu kosningum eftir herforingja- byltinguna. Feb. 2008 Borgaraleg stjórn tekur við. Thaksin snýr heim úr útlegð. Ágúst Thaksin flýr aftur með fjölskyldu sinni til Bretlands eftir að réttarhöld hófust á hendur honum vegna spillingarmála. September Neyðarástandi lýst yfir í Bangkok eftir harðvítug átök milli mótmælenda og stuðningsmanna stjórnarinnar. Stjórnlagadómstóll úrskurðar að Samak Sundaravej forsætisráðherra verði að víkja úr embætti vegna hagsmunaáreksturs út af því að hann kom tvisvar fram sem sjónvarpskokkur eftir að hann tók við embætti. Mágur Thaksins, Somchai Wongsawat, verður forsætisráðherra. Andstæðingar stjórnarinnar halda áfram mótmælum. Október Sextán manns féllu og hundruð særðust í mótmælaátökum, þeim verstu í sextán ár. Hæstiréttur dæmir Thaksin í tveggja ára fangelsi vegna spillingar í tengslum við jarðasölu. 25. nóvember Mótmælendur loka báðum flug- völlum Bangkok, með þeim afleiðingum að þúsundir flugfarþega verða strandaglópar. Lokaðir flugvellir Mótmælendur krefjast þess að stjórnin segi af sér Chao Phraya fljótið Don Mueang flugvöllur Suvarnabhumi flugvöllur 4 km BANGKOK Stjórnar- byggingin Miklahöll TAÍLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.