Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 34
34 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR H eimilisofbeldi er ekki hvað síst falið því bæði þol- andi og gerandi reyna að leyna vandamálinu og segja ekki frá af ótta við að þeim verði ekki trúað og að konurnar, sem eru í algjörum meirihluta sem þolendur, muni þurfa að þola frek- ari fjandskap eða ofbeldi,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Sigþrúður segir viðbrögð ger- anda, sem vill ekki gangast við ofbeldinu og lýst er hér að neðan í nafnlausu viðtali, vera mjög dæmi- gerð. „Slík viðbrögð eru mjög algeng, annað hvort að útmála kon- una klikkaða eða þá að halda því áfram sem hann hefur kannski gert allan tíman meðan að ofbeldið hefur staðið yfir; að skrifa ofbeldið að einhverjum hluta á hennar ábyrgð. Réttlæta þannig ofbeldið með einhverjum dæmisögum, sönnum eða upplognum, um hegð- un hennar, og vísa til þess að ofbeldið hafi þá annað hvort verið óhjákvæmilegt eða þá hreinlega að hún ljúgi. Þannig að það er mjög algengt að menn á einhvern hátt komi annað- hvort ofbeldinu yfir á konuna eða þá vilji meina að þetta sé ekki satt. Að hún sé móðursjúk, geðveik og allt þess háttar.“ Sigþrúður segir að þótt mennirnir viðurkenni stundum að eitthvað hafi gerst þá fylgi því jafnframt oftast loforð um að þeir lofi að hafa stjórn á sér hér eftir, sem sé absúrd miðað við að þeir gefi þá skýringu að þeir hafi misst stjórn á sér. Margir telja oft að þeir sem beiti heimilisofbeldi séu menn í óreglu, atvinnulausir og með allt niðrum sig. Í áðurnefndu viðtali er maður- inn hins vegar kurteis, kemur vel fyrir út á við og í góðri stöðu. Sig- þrúður segir að slíkt geti oft verið raunin. „Já, það eru alls konar menn sem beita ofbeldið og margir þeirra kurteisir menn sem koma vel fyrir út á við. Sumir þeirra eru bara flottir menn í flottum stöðum sem flestum líkar vel við. Það er svo auðvitað alltaf erfiðara að segja frá þegar það sér enginn þessa hlið á manninum nema konan. Þannig að það gerir það að verkum að það er svolítið auðvelt fyrir hann að fá aðra með sér í lið og halda því fram að þetta sé bara einhver vitleysa.“ Sigþrúður segir það algengt að konur leiti sér fyrst hjálpar eftir að þær komast út úr ofbeldis- sambandi. Að þær sjái kannski ekki hve alvarlegt ofbeldið var eða í hverju þær voru staddar fyrr en löngu eftir á. Fórnarlömbin fara nefnilega oft að upplifa ofbeldið sem hluta parsambandsins, ekki refsiverðan verknað. Mikilvægt að trúa konunni „Þessum konum sem koma til okkar í viðtöl án dvalar, sem eru um og yfir 200 konur á ári, má gróf- lega skipta í tvennt. Annars vegar eru það konur sem búa ennþá við ofbeldi og eru að reyna að finna leið til þess að komast út úr því eða lifa það af. Hins vegar eru það konur sem eru kannski löngu laus- ar við ofbeldismanninn úr lífi sínu en eru ennþá að glíma við afleið- ingar ofbeldisins og eru þá svolítið að horfa á það úr fjarlægð og gera sér grein fyrir hvað hafi í raun átt sér stað. Eðli ofbeldisins er þannig að það á sér stað innan heimilisins þar sem engin vitni eru. Og það laumar sér kannski smátt og smátt inn í sambandið. Þannig lítur þol- andinn ekki á sig sem þolanda ofbeldis heldur sé það partur af sambandinu og afleiðing þess að hún hafi ekki hagað sér rétt.“ Þannig segir Sigþrúður að fórnar- lömbin taki oft á sig einhvern part af sökinni og skömmina líka. Sig- þrúður segir jafnframt mjög algengt að engan gruni neitt af nánustu aðstandendum. „Bæði ofbeldismaðurinn og þolandinn fela þetta eins og þau geta. Einnig getur oft verið erfitt að útskýra fyrir fólki, hvað varðar andlega ofbeldið, að þetta sé ofbeldi, af því að í öllum samböndum er kannski rifist og kannski erfitt að greina á milli. Og þegar maður segir bara frá einstaka atviki er erfitt að greina á milli eðlilegra hjóna- árekstra og viðvarandi andlegs ofbeldis.“ Stór hluti kvenna segist hafa orðið fyrir barðinu á ofbeldi af hálfu sambýlismanns eða maka á einhverju skeiði ævinnar. Hér á landi var síðast gerð rannsókn árið 1996 á útbreiðslu heimilisofbeldis en Sigþrúður segir að þessa dag- ana standi yfir rannsókn á Íslandi sem muni að líkindum birtast nið- urstöður úr á næsta ári. „Það verð- ur mjög fróðlegt að vita hvað kemur út úr henni. Því okkur vant- ar svo rannsóknir á umfanginu og eðlinu og hvernig mismunandi hópar líta út í þessu samhengi. Við höfum ekki mjög góða mynd af ástandinu.“ Sigþrúður segir að þegar kona kemur fram og segir frá ofbeldi sé mikilvægt að aðstand- endur trúi henni. „Mikilvægast af öllu er að trúa viðkomandi og sýna traust og láta vita að maður sé til staðar og fordæma ekki. Það er auðvitað auðvelt að segja: Af hverju ertu búin að þegja yfir þessu öll þessi ár? Það er mikil- vægt að fordæma ekki það sem á hefur gengið og réttlæta ekki ofbeldið. Því að þolandinn hefur heyrt þetta allan tímann: „Þetta gerðist auðvitað bara af því að þú varst svo löt eða daðraðir of mikið í partíinu.“ Þannig að muna að taka ekki undir þær ásakanir og muna að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Svo er líka mikilvægt að sætta sig við að það geti tekið miklu lengri tíma en okkur hinum finnst eðli- legt að komast út úr þessu. En vera til staðar og muna að viðkomandi geti tekið nokkur skref afturá bak.“ Mjög algengt að segja þolendur heimilisofbeldis geðveika Heimilisofbeldi er talið vera algengasti ofbeldisverknaðurinn á Vesturlöndum en vegna þess hve vandamálið er falið er yfirleitt vantalið hve margir hafa búið við eða búa við ofbeldi á heimili. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfs, ræddi við Önnu Margréti Björnsson um vandamálið sem allir reyna að leyna. SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HJÁ KVENNAATHVARFINU „Það eru alls konar menn sem beita ofbeldi og margir þeirra kurteisir menn sem koma vel fyrir út á við. Sumir þeirra eru bara flottir menn í flottum stöðum sem flestum líkar vel við.“ ➜ ERT ÞÚ BEITT OFBELDI? Á eitthvað af neðantöldu við um maka þinn? ■ Óttastu hann undir einhverjum kringumstæðum? ■ Er hann uppstökkur, skapbráður og/eða fær bræðisköst? ■ Verður hann auðveldlega reiður undir áhrifum áfengis? ■ Reynir hann að koma í veg fyrir að þú farir þangað sem þú vilt fara eða að þú stundir vinnu, skóla eða áhugamál? ■ Fylgist hann með þér hvar og hvenær sem er? ■ Ásakar hann þig sífellt um að vera ótrú? ■ Gagnrýnir hann þig, vini þína og/eða fjölskyldu? ■ Ásakar hann þig stöðugt – ekkert sem þú gerir er rétt eða nógu vel gert? ■ Segir hann að „eitthvað sé að þér“, þú sért jafnvel geðveik? ■ Gerir hann lítið úr þér fyrir framan aðra? ■ Hefur hann yfirráð yfir fjármálum ykkar og krefst skýringa á hverri krónu? ■ Eyðileggur hann persónulegar eigur þínar af ásettu ráði? ■ Hrópar hann/öskrar á börnin eða þig? ■ Ógnar hann þér með svipbrigðum, hreyfingum eða bendingum? ■ Hótar hann að skaða þig, börnin eða aðra nákomna? ■ Þvingar hann þig til kynlífs? ■ Hefur hann ýtt við þér, hrint þér, slegið til þín eða slegið/barið þig eða börnin? (Tekið af vefsíðu Kvennaathvarfsins) N okkur ár eru síðan að konan og maður hennar skildu. Viðmæl- andinn segir hins vegar að þegar hún losnaði út úr sambandinu hafi tekið við löng vinna, að vinna sig sál- rænt út úr ofbeldinu og öðlast sjálfstraust á ný. „Ég hélt fyrst þegar ég skildi að ég væri fyrst og fremst brotin vegna skilnaðarins sjálfs. Svo mikil var afneitunin ennþá eftir að ég kom út úr sambandinu. Ég hafði í svo mörg ár búið við líkamlegt og andlegt ofbeldi, sem mér hafði verið talin trú um af hálfu mannsins míns fyrrverandi, að væri réttlætanlegt og mér sjálfri að kenna, jafn- vel eitthvað sem væri ekki „neitt, neitt“, að ég var nokkurn tíma að átta mig á hve alvarlegt þetta hafði verið og hvað hafði í raun gerst. Mér var síðar sagt að slíkt væri mjög algengt – að maður væri orðinn það meðvirkur að maður væri sjálfur farinn að halda að svona ætti þetta bara að vera.“ Ofbeldið gat átt sér stað við ýmsar aðstæður en maðurinn passaði sig á því að aldrei sæist neitt á konunni – það er reif í hár hennar, löðrungaði og barði á staði sem ekki sást á. „Hann gat lofað því að þetta kæmi ekki fyrir aftur, að hann myndi taka sig á og það er erfitt að reiða hendur á því af hverju maður fór ekki frá honum á meðan maður var barnlaus og fjárhagslega óháður honum. Barn kom samt fljótlega til skögunnar og hann fór að hafa í hótunum að hann tæki barnið af mér ef ég færi og myndi eyðileggja allt líf mitt. Hann náði oft að hræða líftóruna úr mér og smám saman var ég farin að trúa því að ég væri bara best sett með honum, þrátt fyrir ástandið.“ Eftir tíu ára samband náði konan að skilja við manninn en sagði aðstandendum sínum ekki frá ofbeldinu fyrr en um ári síðar. „Meðan á sambandinu stóð hafði ég trúað nánustu vinkonum fyrir að eitthvað gengi á en dró þó úr enda var skömmin mikil að vera þarna enn og að hann kæmi svona fram við mig. Hann var líka í góðri vinnu, kom vel fyrir, var kurteis og gat sagt brand- ara og verið afar indæll út á við. Mér leið eins og það myndi enginn trúa mér ef ég segði frá. Ég var því lengi að gera upp við mig hvort ég ætti nokkurn tímann að segja nokkrum frá en eftir því sem tíminn leið og ég styrktist innra með mér sá ég betur og betur að ég hafði ekki gert neitt rangt held- ur búið með veikum manni. Hins vegar þar sem að ég kærði aldrei meðan á ofbeldinu stóð og hef því engin áverkavottorð get ég ekki komið fram undir nafni og talað um þessa reynslu í dag opinberlega þótt ég vildi. Enda hafði það miklar afleiðingar að tala um þetta þótt ekki væri opinberlega, en hann sagði þetta allt vera „haugalygi í þessari klikkuðu fyrrverandi konu sinni“,“ útskýrir konan og heldur síðan áfram: „Á meðan á ofbeldinu stóð sagði hann mér að hann gerði mér þessa hluti því ég væri svo klikkuð. Í dag, eftir að ég sagði frá, heldur hann í raun uppteknum hætti: Að segja öllum að ég sé geðveik.“ Þegar það dugði ekki til hófst ófræging- arherferð og eiginmaðurinn fyrrverandi fór miskunnarlaust að dreifa sögum um geðveiki fyrrverandi konu sinnar, að hún væri ekki heil á geði því hún væri hjá geð- lækni. „Þunglyndi sem ég glímdi við eftir ofbeldið og á meðan á því stóð var vatn á myllu hans og með því að benda á að ég gengi til læknis fannst honum hann hafa sönnun fyrir að ég væri ímyndunarveik. Sem var auðvitað kaldhæðnislegt því þung- lyndið var afleiðing ofbeldisins. Ég er hins vegar, þrátt fyrir þessa lífsreynslu, mjög fegin að hafa sagt frá og staðið með sjálfri mér og það gerði mig sterkari fyrir vikið. Það var erfitt að nánir fjölskyldumeðlimir barnsins míns lokuðu á mig og trúðu lygum hans en uppskeran var samt svo ríkuleg í andlegum bata að ég hefði aldrei viljað sleppa þessu. Og mér fannst gott að vita, eftir á, að hans viðbrögð og eftirleikur, eru ekki einsdæmi heldur dæmigerð hegðun fyrir ofbeldismenn í afneitun.“ Hélt að enginn myndi trúa mér Fréttablaðið ræddi við konu sem segir frá heimilisofbeldi sem hún mátti þola af hendi fyrrverandi eiginmanns síns í áratug. MIKIL SKÖMM Ofbeldið gat átt sér stað við ýmsar aðstæður en maðurinn passaði sig á því að aldrei sæist neitt á konunni – reif í hár hennar, löðrungaði og barði á staði sem ekki sást á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.