Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 66
54 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Mér hefur aldrei liðið eins vel og allt síðasta sumar. Og hefur allt verið mjög gott síðan. Ef þú værir ekki listamaður/tón- listarmaður hvað myndirðu þá vera? Ég get ekki ímyndað mér að gera neitt annað en það sem ég geri. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á neinu öðru. Það eina sem mér dettur þá helst í hug er að maður hefði getað orðið ágætis- göturóni, þá helst á einhverjum krassandi stað einsog á Haight- Ashbury í San Francisco. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Það er stuttermabolur skreyttur með „original“ teikningu eftir Yamantaka eYe sem ég keypti á myndlistarsýningu hans í Tokýó jólin 2003. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? „Sigtryggur, þú hefðir best mátt fara í lakið.“ Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar myndirðu vilja búa? San Francisco. Uppáhaldslistamaður allra tíma og af hverju? Ég held að rithöf- undurinn William S. Burroughs verði að koma hér fram, kvik- myndaleikstjórinn John Waters opnaði fyrir mér mjög mikið og myndlistarmaðurinn Kurt Schwitt- ers. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Jack Hill yfirlits-sýningar- helgi í Háskólabíói, þar sem allar helstu kvikmyndir kappans yrðu sýndar. Ég sé þetta fyrir mér, ég geng inn í salinn og þar sitja svona í mesta lagi 5–10 manns, Dr. Gunni (sem lánaði mér Spider Baby 16 ára gömlum), Óttarr Proppé, Henrik Björnsson, Páll Óskar, Jói Jóhanns og kannski fimm í við- bót. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Ég man ekki eftir neinu „starfi“ þar sem mér var mikið skemmt. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörð- unni? San Francisco. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta á mest í dag? Ég skil ekki að fólk sjái það ekki að tónlist er það sem skiptir mestu máli í lífinu. Ég er búinn að liggja yfir Kraut-rokki og ítalskri horror-kvikmyndatón- list síðustu árin. Ég byrja daginn á vinnustofunni á því að spila Street Song af plötunni Bull of the Woods (1968) með hljómsveitinni 13th Floor Elevators. Yndislegt! Ef þú ættir tímavél, hvert fær- irðu og af hverju? Ég myndi fara til Köln í Þýskalandi, mánudaginn 27. september 1999. Þá var mér boðið að snæða morgunmat með Paul Morrissey leikstjóra og einum af mínum uppáhaldsleikur- um, Udo Kier, og eftir morgun- matinn var mér líka boðið að fara með þeim á sýningu myndarinnar Trash eftir Paul Morrissey. Ég vaknaði kófsveittur og þunnur seint þann mánudag og löngu búinn að missa af öllu. Þetta er eitt það mesta fokk up sem ég hef afrekað. Það er alveg þannig að ég hugsa að þetta átti hreinlega ekki að eiga sér stað, því kannski hefði mér drepleiðst og eftir daginn algjörlega hætt að fíla báða lista- mennina. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? France Gall. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Árið 2001 gaf Stilluppsteypa út 10 ára afmælisútgáfuna The Immed- iate Past Is No Interest To Us: 10 Years Of Continuous Pointless Activities. Maður reynir að fylgja því áfram með bestu getu. Hvenær fékkstu síðast hlátur- skast? Gerist í hvert einasta skipti sem ég sest niður með félögum mínum Helga Þórssyni og Stein- grími Eyfjörð til að ræða sam- vinnuverkefni okkar „Blauti kall- inn“, sem er orðið daglegur viðburður þessa dagana. Áttu þér einhverja leynda nautn? Ég ber taugar til Þjóð- verja. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Það eru tvær bækur sem standa upp úr sem ég las í mánuð- inum, Chaos As Usual um Rainer Werner Fassbinder og Töfralamp- inn, sjálfsævisaga Ingmars Berg- man. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Vinar míns Franz Graf myndlistarmanns. Hann er rosalega inspírandi og það kemur mér alltaf í gott skap bara að hugsa til hans. Alveg virki- lega vel heppnaður einstaklingur. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Það er alltaf einhver einn og einn. Bara gaman að því. Kryddar tilveruna. Það verða allt- af einhverjir sem munu sjá um það hlutverk í lífi hvers og eins. Það er 100 prósent einhver sem les þessa grein núna sem byrjar allur að svitna við lesturinn og verður svo alveg brjálað pirraður og nær ekki að halda inni í sér reiðinni og rífur blaðið og kastar því frá sér og verður þetta til þess að helgin er ónýt fyrir honum og fjölskyldu. Uppáhaldsorðið þitt? Eþaggi? Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Ég er í fínasta lagi ef ég næ að borga leiguna mán- aðarlega og fæ frið til að vinna að list minni og sinna áhugamálum mínum. Hvaða eitt lag verður þú að taka cover af áður en þú deyrð? Simple Man með Klaus Nomi. Hvað verða þín frægu hinstu orð? Þetta fer allt saman einhvern veginn. Hvað er næst á dagskrá? Í dag opnum við nokkrir félagar Jólabas- ar í kjallara Hljómalindar. Endi- lega að mæta kl. 17 í dag. Stillupp- steypa mun gefa út tvær plötur, báðar í samvinnu við sænska hljóð- listamanninn BJ Nilsen, og munum við fylgja þeim plötum eftir með tónleikahaldi í Evrópu. Þess má líka geta að Stilluppsteypa mun setja upp sýningu sem við erum að vinna í samvinnu við Birtu Guð- jónsdóttur. Evil Madness mun fara til Odense í Danmörku til að setja upp myndlistarsýningu og munum við þar líka æfa tónleikaprógramm sem við ætlum svo að taka með okkur í smá fyrirhugað ferðalag um Evrópu í sumar og líka full- klára nýja plötu ef ekki tvær. Ég mun flytja gjörning minn, The Shivering Man, úti í Kína og í San Francisco mun ég meðal annars setja upp sýningu með málverkum eftir The Shivering Man. Samsýn- ing með listamanninum Dennis Tyfuss hér heima, bókarútgáfa með 100 samvinnuteikningum eftir okkur tvö mun koma út í kjölfar sýningarinnar og svo margt fleira. Ég ber taugar til Þjóðverja Mynd- og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson er í hljómsveitunum Stilluppsteypu og Evil Madness en á sér einnig „alter-ego“ sem fyrirbærið Shivering Man. Anna Margrét Björnsson fékk hann í þriðju gráðu yfirheyrslu og heyrði um klúður, kvikmyndir og mikilvægi tónlistar. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Sigtryggur Berg Sigmarsson. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Fastur meðlimur í Stillupp- steypu 1993. Nám og störf í listaháskólum í haag, hann- over, vínarborg og berlín. gmyndin af Evil Madness kom til mín í San Francisco árið 2003 og gáfum við út okkar fyrstu plötu Demon Jukebox á 12 Tónum 2006, Fæðingarár og hvað gerðist markverðast á því ári: 29. ágúst 1977. Elvis Aaron Presley deyr 16. ágúst, 13 dögum áður en ég fæðist, David Lynch frumsýnir Eraser- head á Filmex Festival 19.mars, hljómsveitin Suicide gefur út sína fyrstu plötu. SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON Opnar jólabasar með fleiri myndlistamönnum í kjallara Hljómalindar í dag klukkan 17. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ■ Á uppleið Smákökur Það styttist í jólin með tilheyrandi kósíheitum. Og þá er um að gera að draga fram hina innri hús- móður sem býr í okkur öllum og baka smákökur. Gyðingakökur, súkkulaði- bitakökur, möguleikarnir eru óþrjótandi. Svartur varalitur Krúttleg- heit eru ekki í tísku í kreppunni heldur kúlheit og töffaraskapur. Svartur varalitur undirstrikar töffarann í okkur öllum og er skyldueign djammarans í vetur. Epli Þau eru holl, full af vítamínum, góð og hreint ótrúlega jólaleg. Um að gera að eiga nóg af þeim heima til skrauts og átu. Þau eru líka ágætismótvægi við öll sætindin sem umkringja okkur á aðventunni. Jólaskraut Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun, það er um að gera að fara að skreyta. Lykilatriðið er hlýleiki. ■ Á niðurleið ÁTVR Þeir flýttu hækkun á áfengi til að „sama ástand og síðast“ skapað- ist ekki, það er að segja hömstrun hjá sveltandi þjóð. Betra að láta alla borga meira enda hættir fólk ekki að kaupa áfengi þrátt fyrir kreppuna. Það veit guð og Kvenna- athvarfið. Peningar Nú er miklu flottara að vera fátækur listamaður en að vinna í banka svo dæmi séu tekin. Þeir sem aldrei eignuðust peninga í kreppunni hrósa bara happi, þeir kunna að lifa spart. Rándýr tískuföt Það er alls ekki málið að eyða fúlgum fjár í föt um þessar mundir. Málið er að grafa inni í fataskápum og nota gömlu fötin, breyta og bæta. Hitta svo vinina og skiptast á fötum ef maður er kom- inn með nóg af eigin flíkum. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.