Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 77
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2008 Í dag kl. 14 flytur Útvarpsleik- húsið nýtt íslenskt leikrit á Rás 1 Ríkisútvarpsins, Spor eftir Starra Hauksson. það er frumraun hans í Útvarpsleikhúsinu. Verkið dreg- ur upp ljóðræna mynd af lífinu í kjölfar áfalls sem markar djúp spor í tilveruna. Andri er að verða þrítugur og býr einn. Í dag er afmælisdagur móður hans. Andri kemst ekki í afmælið því hann er upptekinn, eða kannski er hann upptekinn af því að vilja ekki mæta. Fyrir ári, á þessum degi, gerðist nokkuð sem olli straumhvörfum í lífi hans, fjöl- skyldunnar og vinahópsins. En örlögin grípa í taumana og Andri fær ekki lengur umflúið að horfast í augu við atburðinn – og sjálfan sig um leið. Starri Hauksson er uppalinn í Garði Mývatnssveit, sonur Stef- aníu Þorgrímsdóttur skáldkonu og Hauks Hreggviðssonar. Móð- urafi hans var Þorgrímur Starri og amma hans hin kunna skáld- kona Jakobína Sigurðardóttir. Hann fluttist til Reykjavíkur á menntaskólaaldri og heillaðist þar af leikhúsinu og tók þátt í uppsetningum leikrita og skrif- aði löngu gleymd menntaskóla- leikrit á þeim tíma er hann sótti Ármúlaskóla. Setti upp ljóða- og ljósmyndasýningu með Baldri Bragasyni ljósmyndara 1994 en flutti síðan utan ári síðar og flakkaði um Evrópu við ýmis störf. Starri kemur aftur til Íslands upp úr 2000 og fer að reka skemmtistaði í Reykjavík, og eru þeir orðnir ófáir sem hann kom nálægt. Tekur þátt í ýmsum ljóða- gjörningum, en skriftir almennt hafðar sem „hobbý“. Skrifar ein- leikinn Önnu fyrir Lifandi Leik- hús Þorleifs Arnar Arnarssonar sem var hluti af verkefninu Pentagon sem sett var upp í Iðnó á menningarnótt 2003. Anna var leikin af Sólveigu Guðmundsdótt- ur. Árið eftir leitar Starri til Guð- mundar Inga Þorvaldssonar og Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, forsvarsmanna leik- hópsins Fimbulveturs, með þá hugmynd að stofna til „Bar leik- húss” þar sem hann starfaði. Afrakstur þessa samstarfs var leikritið Ójólaleikritið sem sýnt var um jólin 2004. Kveikan að leikritinu Spor var stutt saga sem Starri hafði skrifað. Þórdís Elva las þá sögu þegar hún starfaði sem dramatúrg við Útvarpsleik- húsið og fannst söguefnið henta útvarpsleikriti. Það var neistinn sem eftir sumarlanga vinnu varð leikritið Spor. Starri vinnur nú að nýju verki sem hugsanlega klárast einhverntíma með kom- andi vori. Með aðalhlutverk í þessu nýja verki fara Sveinn Ólafur Gunn- arsson í hlutverki Andra og Björn Thors í hlutverki Torfa. Grettir Páll Einarsson leikur Andra 12 ára og Árni Beinteinn Árnason leikur Torfa 14 ára. Önnur hlutverk: Sólveig Guð- mundsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir, Hallmar Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson. Tónlist er eftir Axel Árnason en hljóð- vinnslu annast Einar Sigurðsson. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þor- valdsson. Verkið er á dagskrá á morgun kl. 14 en er aðgengilegt á vef RUV.is næstu vikur. - pbb Nýr höfundur mættur LEIKLIST Nýtt leikrit er frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á morgun. Höfundurinn er Starri Hauksson. MYND/RUV Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já E LK O L in du m – S kó ga rli nd 2 . M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . FRUMSÝND 28. NÓVEMBER SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.