Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 94
82 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Á enska vefmiðlinum This is Lancashire var í gær greint stuttlega frá heimsókn heimildarmyndagerðarmanna á heimili landsliðsmannsins Grétars Rafns Steinssonar hjá Bolton og er þar átt við upptökur á nýju sjónvarpsþáttaröðinni Atvinnumennirnir okkar sem Stöð 2 Sport mun sýna snemma á næsta ári. „Tekin voru upp myndbrot af varnarmanninum að slappa af á heimili sínu, að kaupa nýjan bíl og við æfingar með Bolton. Einnig var Grétar Rafn myndað- ur ásamt nokkrum liðsfélögum sínum hjá Bolton í keppni í GoKartbílaakstri. Í þættinum mun svo einnig koma fram að Grétar Rafn og eiginkona hans ætli að endurnýja hjúskaparheit- in á Íslandi næsta sumar,“ segir meðal annars í fréttinni. Kvikmyndatökumaðurinn Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram, er leikstjóri þáttanna. „Við erum afar þakklátir Grétari og eiginkonu hans fyrir að bjóða okkur velkomna á heimili sitt og fyrir alla hjálpsem- ina við tökur á þættinum,“ segir Hannes. - óþ Atvinnumennirnir okkar: Grétar Rafn heimsóttur GRÉTAR RAFN Var nýlega heimsóttur vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Atvinnu- mennirnir okkar. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen gaf það út í vikunni í viðtali á Spáni að hann ætlaði að velja sér þá landsleiki sem hann spilar í framtíðinni. Fréttablaðið komst hins vegar af því að það er ekkert nýtt að besti knattspyrnumaður þjóðarinnar sleppi ákveðnum landsleikjum þegar farið var yfir þá leiki sem hann hefur spilað og sleppt undanfarin átta ár. Eiður Smári hefur aðeins spilað 12 af 38 vináttulandsleikjum A-landsliðs karla síðan hann kom inn í lands- liðið haustið 1999. Eiður Smári hefur ekki látið sig vanta í alvörulandsleiki Íslands á þessum átta árum. Eiður Smári hefur spilað 42 af 47 leikjum Íslands í undankeppnum á þessum tíma sem gera 89 prósent leikj- anna. Eiður hefur verið í leikbanni í tveimur þessara leikja sem hann hefur misst af og var meiddur í öðrum tveimur leikjum. Það er aðeins leikurinn á móti Dönum sem sker sig úr en Eiður Smári dró sig út úr hópnum af persónu- legum ástæðum í fyrsta leiknum undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Eiður Smári fær því A fyrir mæt- ingu þegar leikirnir skipta máli. Eiður Smári hefur stærsta hluta þessa tíma átti í harðri samkeppni í sínu félagsliði hvort sem það var hjá Chelsea eða Barcelona. Mæt- ingin hjá Eiði er því enn verri í vináttulandsleiki sem eru spilaðir þegar keppnistímabilið er í fullum gangi - frá september til apríl. Eiður Smári hefur aðeins komið í 5 af 25 vináttulandsleikjum á þeim tíma ársins eða aðeins 20 prósent leikja í boði. Það er ekki bara mætingatöl- fræðin sem er athyglisverð heldur virðist vera að framlag hans í æfingaleikjunum sé ekki nærri því það sama og þegar eitthvað er undir í landsleikjum. Þetta kemur í ljós þegar marka- skor Eiðs Smára í vináttulands- leikjum er borið saman við marka- skor hans í leikjum í undankeppnum HM og EM. Eiður Smári hefur skorað 3 mörk í 12 vináttuleikjum sínum frá 2000 eða 0,25 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aftur á móti skorað 19 mörk í 42 alvöru- landsleikjum eða 0,40 mörk að meðaltali í leik sem frábær töl- fræði fyrir þennan hæfileikaríka leikmann. Þessi munur kemur kannski enn betur í ljós þegar þessar tölur eru reiknaðar út frá spilatíma. Það hafa nefnilega liðið 338,7 mínútur á milli marka hjá Eiði Smára í þessum tólf vináttulandsleikjum en sá biðtími er kominn niður í 181,6 mínútu í alvörulandsleikjun- um. Hér munar því 157 mínútum eða rétt tæpum tveimur leikjum á framlagi Eiðs Smára eftir því hvort leikirnir skipta einhverju máli eða ekki. Eiður Smári er líka að taka hlut- fallslega miklu minni þátt í marka- skorun íslenska liðsins í vináttu- landsleikjum miðað við alvörulandsleiki. Eiður Smári hefur aðeins skorað 17,6 prósent marka Íslands í þeim tólf vináttu- landsleikjum sem hann hefur spil- að undanfarin átta ár en hefur hins vegar skorað 32,8 prósent marka Íslands í leikjum í undan- keppnum HM og EM frá haustinu 1999. Ólafur Jóhannesson hefur nú stjórnað íslenska landsliðinu í þrettán leikjum og Eiður Smári hefur mætt í sex þessara leikja eða minna en helming. Hann hefur ennfremur aðeins mætt í 2 af 8 æfingaleikjum undir stjórn Ólafs. Ólafur tók fyrirliðabandið af Eiði og hefur neitað að gera eitthvað mál úr þessu viðtali hans við spænska blaðið Sport. Það verður hins vegar fróðlegt að fylgjast með næstu verkefnum landsliðs- ins og hvort yfirlýsing Eiðs Smára eigi jafnvel eftir að þýða það að mæting hans á alvöruleiki eigi eftir að breytast. ooj@frettabladid.is Hefur misst af 68 prósent leikjanna Það er ekkert nýtt að Eiður Smári Guðjohnsen taki sér frí frá vináttulandsleikjum. Eiður Smári skorar líka minna í vináttulandsleikjum sem hann spilar en hann gerir í landsleikjum í undankeppnum HM og EM. BETRI Í ALVÖRULEIKJUM Eiður Smári hefur skorað 19 af 22 mörkum sínum fyrir A-landsliðið í leikjum í undan- keppnum HM og EM. NORDICPHOTOS/AFP MÆTINGIN HJÁ EIÐI SMÁRA Í VINÁTTULEIKI (Æfingaleikir frá 2000 til 2008) 2000 2 af 6 leikjum (33% leikja) 2001 0 af 4 (0%) 2002 2 af 7 (29%) 2003 1 af 2 (50%) 2004 3 af 5 (60%) 2005 1 af 3 (33%) 2006 1 af 2 (50%) 2007 0 af 1 (0%) 2008 2 af 8 (25%) Samtals 12 af 38 (32%) MUNUR Á MARKASKORUN EIÐS EFTIR LEIKJUM Alvöruleikir (HM og EM) Leikir 42 Mínútur 3450 Mörk 19 Hlutfall marka Íslands 32,8% Mínútur milli marka 181,6 Vináttlandsleikir Leikir 12 Mínútur 1016 Mörk 3 Hlutfall marka Íslands 17,6% Mínútur milli marka 338,7 70 Mamma Mia! Ein vinsælasta mynd allra tíma er komin í Höllina. Ef hún er ekki inni þegar þú kemur, leigirðu aðra mynd - FRÍTT Höllin, Lágmúla 7. 100% ÖRYGGI Lágmúla 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.