Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 38
34 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR D avíð Þór og Kristín Helga hafa aldrei hist áður. Samt er eins og þau séu aldarvinir frá fyrstu stundu. „Ég gæti setið hér í tvo sólarhringa og rætt við þig um ástandið,“ segir Davíð Þór sem ber ekki beinlínis með sér að geta setið neins staðar svo lengi. „Við erum sálufélagar, systkini og sveitatúttur,“ segir Kristín Helga og hlær. Bæði eru í lopapeysum á fundinum sem átti sér stað í Nor- ræna húsinu og eru mjög hress þrátt fyrir kalsaveður. Enda eng- inn kuldi inni og þaðan af síður í samræðunum sem snerust að mestu um ástandið á Íslandi, óhjá- kvæmilega. K: „Ég hef staðið á Austurvelli, horft yfir mannhafið og hugsað hvernig sé hægt að virkja allt þetta fólk til góðra verka í þágu allra. Það er ekkert mál að standa, öskra og hrópa, en það kemur bara svo lítið út úr því. Svo eigum við bara stjórnmálamenn sem eru reiðir, bitrir og beiskir og þeir eru að fara að búa til nýtt samfélag. D: „Ég neita að tala sem bitur Íslendingur, það gengur ekki. Ég vil sjá allt í hinu stóra samhengi. Ég er nýkominn úr Reykholti, þar sem ég las stjórnarskrána, Fót- spor á himnum og fleiri bækur, fór í göngutúra og talaði við fólk, mér finnst svo gott að líta á hlut- ina úr fjarlægð. Reiði og biturð kemur út af þröngum fókus.“ Gamla kaupfélagshugmyndin K: „Maður á að taka reiðina og nota í eitthvað gott. Ég fékk hel- víti góða hugmynd. Ég hefði vilj- að kalla til sveitarstjórnir, þær eru svo góður vettvangur, og setja upp stjórnstöð, eins og gert er í náttúruhamförum. Þar myndum við fólkið skipuleggja björgunar- aðgerðir og ég myndi vilja henda út allri pólitík.“ D: „Við þurfum að henda út allri pólitík. Ég er með aðra hugmynd, sem reyndar á rætur að rekja til Matthíasar Hemstock trommu- leikara, hún er sú að stofna Pönt- unarfélag lýðveldisins, almenn- ingur leggur til stofnfé, sem þarf ekki að vera mikið, og svo pöntum við vörur óháð öllum birgjum.“ K: „Við erum að tala um gömlu kaupfélagshugmyndina, fyrir spillingu. Veistu ég hef heyrt þetta áður, þessi hugmynd er á lofti í samfélaginu.“ D: „Svo verðum við bara að nota besta fólkið sem við höfum. Ég á góðan vin sem er píanóstillinga- maður, þegar þarf að stilla píanó- ið mitt þá kalla ég á hann og hann leysir málið, ekki einhver annar. Við höfum of lengi verið með van- hæft fólk í störfum.“ K: „Það er líka fullt af fólki sem væri til að bregðast við ef það væri útkall, fólk sem nennir ekki pólitísku rugli, vill ekki láta sjá sig á mótmælum en væri til í að gera eitthvað.“ Eru Íslendingar ekki nógu dugleg- ir að mótmæla? K: „Þátttakan í fundum á Austur- velli hefur verið góð miðað við hvernig við erum. Svo fékk ég líka svo góða tilfinningu þegar ég gekk út af fundinum í Háskólabíó, ég var svo stolt, þetta var ekki skríll heldur Íslendingar. Við erum á leiðinni að búa hér til sam- félag eftir að hafa verið einkafélag undanfarin ár. Við erum að vakna smám saman.“ Kreppa í tíu ár Hvernig upplifðuð þið góðærið svokallaða? K: „Blessuð, gerðu það fyrir mig að kalla það ekki góðæri.“ D: „Það er nú eiginlega búin að vera kreppa hjá mér í tíu ár, en þau hafa samt verið upp á við þessi ár, ég hef aldrei lært svona mikið og ég hef kynnst frábæru fólki, öll mín auðæfi liggja í því.“ K: „Ég sukkaði aldrei neitt og þegar er verið að segja að við höfum öll tekið þátt í sukkinu finnst mér eins og það sé verið að segja við fórnarlamb líkamsárása: Ég sé ekki betur en þið hafið haft gaman af þessu.“ D: „Það hefur mikið verið hlegið að mér fyrir að aka um á gömlum bíldruslum.“ K: „En nú þykja þeir smart. En ég vil við þetta bæta að það gaf mér enginn það sem ég á, ég ætla ekki að þakka það þessum bankaræn- ingjum sem nú fara huldu höfði eða ríkisstjórninni sem hefur siglt okkur upp á sker. Sömu sögu getur flest venjulegt fólk sagt, við höfum unnið hörðum höndum.“ D: „Ég held að það hafi tapast rosalega mikil samvera í neyslu- hyggjunni undanfarin ár.“ Á að kjósa? K: „Já auðvitað.“ D: „Það á að kjósa í vor. Það þarf nýjan landsliðsþjálfara.“ K: „Mér finnst skelfilegur hroki að segja við fólk að það sé ekki hægt að kjósa því þá fari allt til fjandans og meira að segja hefur forysta verkalýðshreyfingarinn- ar varað við því. Þetta er svo skelfileg endastöð spillingarinn- ar. Kosningar hafa aldrei skapað glundroða.“ D: „Það er engum hollt að sitja svona lengi við stjórnvölinn eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert.“ K: „Það er líka svo mikil gerjun í gangi. Ég er viss um að það kemur kvennaframboð, það liggur alveg í loftinu. Svo á eitthvað eftir að spretta úr þessum borgarafund- um. Sjáið bara allt þetta unga fólk sem talar á torgum, það gefur mér von.“ D: „Svo segja menn að það sé ekk- ert að marka það. Ég skal sýna ykkur svolítið. [Hér vippar Davíð Þór fartölvunni á borðið í eitt skipti af mörgum og opnar skjal með stjórnarskránni og fer að lesa kafla um málfrelsi]. það er auðvitað frábært hvað er mikið frelsi á Íslandi að vissu leyti, ég get hringt í ráðherra og ráðamenn. Verst að sannleikanum hefur verið stýrt.“ Hugljómun í London Áttu þið von á efnahagshruninu? D: „Ég hef vitað í nokkur ár að eitthvað myndi gerast. Þetta var svo óeðlilegt, maður verður að sníða sér stakk eftir vexti. Það er gömul tugga var sagt við mann, en hva, það er gömul tugga að maður verður að vakna á morgnana til að pissa en maður gerir það samt. En ég skal segja ykkur, ég var að spila á árshátíð Landsbankans 15. mars síðastliðinn í Egilshöll. Ég er mjög málfrjáls maður, ég segi bara það sem mér dettur í hug. Bankastjór- arnir afhentu starfsmönnum íbúð í Kaupmannahöfn því nú var þetta allt orðið svo frábært. Það höfðu aldrei sést svo miklir peningar koma inn í Landsbankann, það sem væri að gerast hér væri flug- tak fyrir einhverju ógurlegu. Síðan var talað um að Ísland væri skuldsettasta land í heimi og bankastjórarnir sögðu við starfs- mennina sína að það þýddi bara eitt, að starfsfólkið hefði unnið vinnuna sína og ætti að vera rosa- lega stolt. Ég bara hvítnaði undir þessu og hugsaði nú er þetta búið, þetta er bara vikuspursmál.“ K: „Skrítið, þú vissir þetta en ekki Geir. Hann vissi þetta bara nýlega, kannski í október. Ég varð fyrir mikilli hugljómun í London í fyrra- vor. Þá sat ég hádegisverðarfund þar sem ég hlustaði á fulltrúa íslensku bankanna kynna útrás- ina. Mér fannst það tækifæri til að fylgjast með, mér leiðast peningar og ég hafði bara látið eins og þessi útrás kæmi mér ekki við. Skila- boðin á fundinum voru að í London væri hægt að græða milljarða nótt og dag og við ættum bara að grípa þá. Enginn sagði mér hvaðan pen- ingarnir kæmu og enginn sagði mér hvernig þeir myndu skila sér til Íslands. Þegar ég svo hringdi í manninn minn sagði ég við hann: „Ég hafði engar áhyggjur af útrásinni áður en ég kom hingað, nú hef ég þungar áhyggjur.“ Og þarna var ég áhyggjufull fávís kona með lítið peningavit. En Geir hafði greinilega ekki áhyggjur, hann vissi ekkert.“ D: „Og skuldirnar! Hér eru skuld- irnar [dregur upp miða] 20 millj- ónir á fjögurra manna fjölskyldu, fyrir utan allar aðrar skuldir. Hér gæti verið paradís, við verðum bara að ákveða hvernig við viljum hafa landið. Ég skal fara á frysti- togara – ekkert mál, ég þarf bara fimm mínútur við hljóðfærið á dag.“ Hvern á að kalla til ábyrgðar? Á RÖKSTÓLUM Hér gæti verið paradís, við verðum bara að ákveða hvern- ig við viljum hafa landið. Ég skal fara á frystitogara – ekk- ert mál. SÁLUFÉLAGAR OG SYSTKINI Davíð Þór Jónsson píanóleikari og Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur höfðu áhyggjur af útrásinni löngu áður en allt hrundi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Krakkarnir redda þessu Davíð Þór Jónsson píanóleikari vill stofna Pönt- unarfélag Íslands. Kristín Helga Gunnarsdóttir vill að sveitarfélög kalli fólk til björgunarstarfa til að ná þjóðarskútunni á flot. Sigríður Björg Tómasdótt- ir settist með þeim á rökstóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.