Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 39
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er að verða sextug og ætla að halda hressilega upp á það,“ segir Anna íbyggin þegar forvitnast er um fyrirætlanir hennar um helg- ina. „Ég er ekkert fyrir það að stinga af á afmælum því ég hef gaman af að gefa fólki að borða eitthvað gott sem ég elda sjálf. Svo er ég líka svo heppin að eiga tengdason sem er góður hjálpar- kokkur.“ Fleira er á döfinni hjá frúnni en matarveisla ef nánar er að gáð því hún hyggst halda grímuball og hefur skýringar á því á reiðum höndum. „Þegar ég var lítil stelpa var ég alltaf að láta krakka dansa og syngja og hélt oft grímuböll heima. Ég er víst dálítið stjórnsöm þótt ég hafi afneitað því lengst af ævinni. En nýlega sendi ég boð til nánasta vinahóps og fjölskyldu um að haldið yrði grímuball í til- efni sextugsafmælisins og nú er þetta fólk ýmist að skemmta sér við að útbúa búninga eða ergja sig yfir því!“ Þarna kemur kennaraeðlið fram í Önnu að hennar eigin sögn. „Ég byrjaði að kenna þegar ég var tví- tug og er að ljúka því tímabili svo það er pínulítil angurværð yfir mér. Ég hef unað mér svo vel með þessum yndislegu börnum sem ég hef kennt gegnum tíðina, meðal annars á nokkrum stöðum úti á landi.“ Reyndar kveðst Anna búin að halda upp á stórafmælið allt árið með utanlandsferðum og fleiru. „Börnin mín fjögur buðu mér til Spánar og við vorum í fyrsta sinn öll saman í útlöndum. Svo fór ég líka til Rómar. Hún er mín uppá- haldsborg,“ segir hún dreymin. Fleiri utanlandsferðir eru á dag- skránni hjá Önnu, meðal annars til Kaupmannahafnar 11. mars til að lesa eigin ljóð. „Ég sái svolítið í minn akur og á alltaf eitthvað í vændum,“ segir hún kankvís. Nú er það helgin sem allt snýst um og auk grímuballsins verður saxófónleikur, einsöngur og maga- danssýning til skemmtunar í afmælinu. „Þetta er svolítil upp- skeruhátíð,“ segir Anna. „Það eru fjölskylda mín og vinir sem eru svona listræn.“ gun@frettabladid.is Grímudansleikur og stuð Það er allt annað en lognmolla kringum Önnu S. Björnsdóttur kennara og rithöfund. Nú heldur hún upp á sextugsafmælið með stæl og býður sínu nánasta fólki til veislu og grímudansleiks. „Ég er ekkert fyrir það að stinga af á afmælum,“ segir Anna og smellir upp grímunni til að máta. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÁST VIÐ FYRSTU SÝN er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands. Á sunnudaginn mun Rakel Pétursdóttir safnafræðingur verða með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um sýninguna klukkan 14.00. Nabucco Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 Patti húsgögn landsins mesta úrval af sófasettum Íslensk framleiðsla Borðstofuhúsgögn Rúm Náttborð Gafla Erum einnig með : Yfir 200 tegundir af sófasettum: Svefnsófar/ Stakir sófar Hornsófar/Tungusófar kr.114.900,- verð frá Smíðum eftir þínum þörfum VERÐHRUN Bonn Tunga Verð Kr. 187.900,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.