Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 78
66 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR Þrír karlmenn, tvær kynslóðir, Finnbogi og Ólafur Haukur fæddir 45 og 47, Óskar Árni fæddur 59. Þrjár bækur sem rekja æskuár, tvær styðja frásögnina myndefni sem tengjast textunum. Sögusviðið er í kjarna sínum hverfið: Njáls- gata, Jófríðarstaðahverfið austan við Eiði og Þingholtin, en í endur- minningunni er leitað víðar: Óskar Árni fer lengst, austur á Langanes og alla leið til Winnipeg. Bækurnar þrjár eru sjálfskönnun sem leikur á mörkum minninga, ljóðrænna stemninga og dramatískra átaka- punkta úr umhverfinu, örlögum vandalausra og vandamanna: örsög- um sem falla mismunandi að heild- inni en verða minnisstæðastar: saga Óla af spilafíklinum, föður vinar hans; saga Óskars af örlögum Stefáns frænda hans sem markar á sinn hátt og upphaf og endi á syrp- unni hans, Stefáni sem missir fót- inn barn við nára norður á Siglu- firði og deyr fullorðinn maður í eldsvoða í Brennu við Bergstaða- stræti; sögur Finnboga af einstæð- ingskonum sem búa í kjöllurum Njálsgötu. Þessar sögur af hrika- legum örlögum alþýðufólks á fyrri hluta síðustu aldar standa skáldun- um nærri, svo logandi sem þær eru í minningunni. Sagði ég skáld: engum blöðum er um það að fletta Ólafur Haukur og Óskar Árni eru skáld, hvor með sín persónulegu einkenni, Finnbogi er nær því að vera sögumaður í hinum forna skilningi, sögur hans af Njáls- götunni nánast heimta rödd hans. Hér mætti leggjast í langar hug- leiðingar um skil sjálfssögu og skáldsögu, hvernig sjálf skrifarans stýrir pennanum og frásögninni. En til hvers? Kjarni málsins er að hér er að finna leiðarlýsingu á ferð aftur í tímann þar sem ýmis brögð frásagnartækni eru nýtt til að draga fram skærar minningar af hversdagslegum lifnaðarháttum bæði í jaðri og miðju þéttbýlisins á árunum eftir stríð og fyrir viðreisn. Óskar bætir við tveimur glæsileg- um bogum frá öðrum tímum: sögu afa sinna og ömmu og þó sérstak- lega örlögum Magnúsar Stefáns- sonar skálds sem eiga sér samsvör- um í flandri hans sjálfs um landið í nýliðinni tíð. Í aðferð Óskars er að finna tærasta vinnslu textans þar sem dýrðin á hverdagslegri ásýnd hlutanna er dregin fáum ljósum dráttum. Það er tilgangslítil aðgerð að bera saman frásagnarhátt þeirra þriggja, Finnbogi hefur minnstan metnað til að vinna með verkið á skáldlegan hátt, heldur sig við hefð- bundnar aðferðir þótt í þeim frá- sagnarhætti geymi hann margar örsögur. Ólafur smíðar sér ramma og dregur inn fyrir hann efnið. Byggingin er flóknust hjá Óskari þótt textavinnsla hans gangi lengst í hreinsun óþarfa burt, nýti með beinum hætti tilvitnanir í bréf og frásagnir annarra. Allt eru þetta gefandi bækur og bregða skærum ljóma á örlög sem virðast okkur fjarri en standa samt ljóslifandi fyrir okkur eins og log- andi teikn á vegg hvar við höfum verið, hvert við erum komin og kenna þannig auðmykt sem er hreinsandi á þessum skuldadögum sem við nú lifum. Páll Baldvin Baldvinsson Kennileiti úr minni þjóðar BÓKMENNTIR Í húsi afa míns Finnbogi Hermanns- son Uppheimar ★★★ Hefðbundin en safarík Fluga á vegg Ólafur Haukur Sim- onarson Skrudda ★★★★ Yndisleg lýsing úr sinni barns Skuggamyndir úr ferðalagi Óskar Árni Óskarsson Bjartur ★★★★ Tærar ljóðrænar myndir Fjórða prentun af ljóðabók Krist- ínar Svövu Tómasdóttur, Blótgæl- ur, er komin í búðir. Bókin kom fyrst út í október í fyrra: önnur prentun var prentuð í nóvember og sú þriðja í desember og er hún löngu uppseld. Það er bókafor- laginu Bjarti sönn ánægja að dreifa fjórðu prentun á þessari frábæru ljóðabók í dag. Þessi fyrsta ljóðabók Kristínar Svövu Tómasdóttur hefur sannarlega slegið í gegn enda í henni ferskur og áleitinn bragur. - pbb Fjórða prentun BÓKMENNTIR Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld. níu góðir mánuðir Í þessa fallegu bók geta verðandi mæður skráð hugleiðingar sínar frá því að nýtt líf kviknar svo allt sé til reiðu þegar barnið fæðist. Bókin er prýdd óviðjafnanlegum ljósmyndum Anne Geddes af ungbörnum. Tilvalin gjöf han da barnshafandi ko nu. Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 30/11, örfá sæti laus Allra síðasta sýning Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV lau. 29/11 örfá sæti laus Sýningum lýkur 13. desember! Aðeins fimm sýningar eftir Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL lau. 29/11 uppselt Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins hefst 29/11 lau. 29/11 tvær sýningar, uppselt sun. 30/11 uppselt Örfá sæti laus í desember, tryggðu þér sæti Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf kynntu þér málið á www.leikhusid.is Lab Loki kynnir í samstar vi Hafnarfjararleikhúsi Hafnarfjararleikhúsi - Miasala á midi.is og í síma 555-2222 Sningin hefur hloti frábærar vitökur og einróma lof gagnrnend a. Sjá nánar á labloki.is. Föstudag 28. k l . 20.00 Laugardag 29. k l . 20.00 Fimmtudag 4. k l . 20.00 Sunnudag 6 . k l . 20.00 ATH. eingöngu þessar sýningar Auglýsingasími – Mest lesið 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.