Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 28
28 29. nóvember 2008 LAUGARDAGUR U mfang ríkisreksturs í hagkerfinu af íslensku viðskipta- lífi hefur aukist töluvert, sérstak- lega af fjármála- starfsemi. Í ljósi áhrifa fjármála- lífsins á atvinnulífið almennt er þörf á að hnykkja á þeim vinnu- brögðum sem heppilegt er að við- hafa við slíkar kringumstæður,“ segir Finnur Oddsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Hann vonast til að sem flestir tileinki sér reglurnar, ekki síst stjórnendur opinberra fyrirtækja. Finnur afhenti í gær fulltrúum fjármálaráðherra og bankaráð- anna þriggja leiðbeiningar um stjórnarhætti opinberra fyrir- tækja sem unnar voru í samráði við Viðskiptaráð, Nasdaq OMX Kauphöllina og Samtök atvinnu- lífsins. Mikilvægt plagg nú á dögum þegar stóru viðskiptabank- arnir þrír eru komnir í eigu hins opinbera í óskilgreindan tíma og útlit fyrir að fjölmörg fyrirtæki fari sömu leið með einum eða öðrum hætti rætist svörtustu spár. Árna Mathiesen fjármálaráð- herra og Björgvin G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra var boðið á fundinn. Þeir höfðu unnið fram að morgni á Alþingi nóttina áður þar sem gjaldeyrishöft voru samþykkt og sátu saman fund í Ráðherrabú- staðnum þegar skýrslan var afhent í gær. Árni sendi fulltrúa sinn í staðinn. Hagsmunagæsla litin hornauga Leiðbeiningarnar eru byggðar á alþjóðlegri fyrirmynd, svo sem leiðbeiningum og tilmælum Sam- keppniseftirlitsins, Basel-nefndar- innar og Efnahags- og framfara- stofnunarinnnar (OECD) um góða stjórnarhætti. Þær erlendu voru síðan lagaðar að íslenskum aðstæð- um. Skýrt kom fram á fundinum að ekki væri um reglur að ræða heldur leiðbeiningar. Leiðbeiningunum er fyrst og fremst ætlað að auka gagnsæi í rekstri opinberra fyrirtækja og aðstoða hið opinbera og fyrirtæki í eigu þess við að skapa traust um starfsemi sína. Ekki megi skilja framtakið sem staðfestingu á rétt- mæti eða hagkvæmni opinbers eignarhalds. „Hið opinbera ætti því ávallt að stefna að því að hverfa af sam- keppnismörkuðum til að viðhalda skilvirku og samkeppnishæfu markaðshagkerfi í þágu framfara og hagsældar. Sé opinbert eignar- hald hins vegar nauðsynlegt þá ætti það ávallt að vera til eins skamms tíma og kostur er.“ Þá segir jafnframt að hvort sem opinbert eignarhald er til skemmri eða lengri tíma sé afar mikilvægt að opinber fyrirtæki tileinki sér heilbrigða og góða stjórnarhætti. Finnur benti á að stjórnarmenn opinberra fyrirtækja hafi gjarnan á bak við eyrað hvaðan þeir hafi sína tilnefningu og sé hagsmuna- gæsla við einstaka flokka ekki endilega til bóta. Leiðbeiningarnar séu til þess fallnar að koma í veg fyrir slíkt, að hans sögn. Geta mátti af orðum hans að þeim hafi ekki síst verið beint til fulltrúa bankaráðanna sem til- nefndir voru af stjórnmálaflokk- unum eftir bankahrunið í byrjun síðasta mánaðar. „Við höfum þegar sent þetta út í uppkastsformi til Ásmundar (Stef- ánssonar) og annarra þeirra sem tengjast bönkunum. Við vonum þó að leiðbeiningarnar verði víðtæk- ari en að ná einungis til fjármála- fyrirtækjanna,“ sagði Finnur en tók fram, að þrátt fyrir þetta sé sömuleiðis horft til heildarinnar, annarra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi, með það fyrir augum að auka samkeppnishæfni Íslands. Varast ofríki hins opinbera Finnur sagði engar leiðingar sem þessar til hér í dag um stjórnar- hætti fyrirtækja. Fram komi í aðgerðaáætlun Fjármálaráðuneyt- isins fram til 2010, að markmiðið sé að tryggja framúrskarandi stjórnarhætti í rekstri ríkisins. „Með útgáfu leiðbeininganna erum við að leggja svolítið inn í þá vinnu,“ sagði hann og bætti við að von sín væri að breið samstaða yrði um að fara eftir þeim. Finnur sagði ljóst að hlutverk hins opinbera hafi gjörbreyst í íslensku atvinnulífi nú þegar það hafi tekið yfir í kringum áttatíu prósent af fjármálastarfseminni. Við þær kringumstæður sem upp hafi komið í íslensku efna- hagslífi sé hætta á að þrengi að atvinnurekstri í skugga aflsmun- ar á milli hins opinbera og einka- fyrirtækja. „Í ljósi þess að einka- framtakið er sá hluti atvinnulífisins þar sem fram- leiðniaukning er hvað mest, og hagvöxtur byggir á, þá er afar brýnt að hamla gegn þeirri þróun að sjónarmið, önnur en viðskipta- legs eðlis, ryðji sér til rúms í opin- berum rekstri umfram það sem æskilegt er,“ sagði Finnur og lagði áherslu á að hér ríki gagn- sæi og að allar athafnir hins opin- bera séu trúverðugar. „Það á ekki síst við nú,“ sagði hann. FRAMKVÆMDASTJÓRINN KYNNIR FULLTRÚUM FJÁRMÁLAEFTIRLITS OG BANKANNA ÞRIGGJA LEIÐBEININGARNAR Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sagðist við afhendingu leiðbeininga um stjórnarhætti opinberra fyrirtækja vona að stjórnendur opinberra fyrirtækja hafi þær til hliðsjónar. Það geti haft víðtæk áhrif. Mikilvægt sé að hafa leiðbeiningar sem þessar til hliðsjónar nú þegar áttatíu prósent af fjármálastarfsemi hér á landi er komin í umsjón hins opinbera. Við enda borðsins sátu þrír fulltrúar bankanna: Ásmundur Stefánsson, ráðgjafi stjórnvalda og formaður bankaráðs Landsbankans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, bankaráðsmaður í Glitni, og Valur Valsson, formaður bankaráðs Glitnis. Við hlið Ásmundar situr svo Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hindra þarf hagsmunagæslu í opinberum fyrirtækjum Viðskiptaráð afhenti í gær fulltrúa fjármálaráðherra og fulltrúum bankaráða viðskiptabankanna þriggja leiðbeiningar um stjórn- hætti opinberra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri ráðsins segir mikilvægt að koma í veg fyrir spillingu innan hins opinbera. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson var sem fluga á vegg þegar leiðbeiningar um góða stjórnarhætti voru afhentar fulltrúum hins opinbera. Í starfshópi um stjórnarhætti opin- berra fyrirtækja áttu sæti: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs (formaður), Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, Hannes G. Sig- urðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Erlendur Magnússon fram- kvæmdastjóri. Nefndin Hið opinbera ætti því ávallt að stefna að því að hverfa af samkeppnismörkuðum til að viðhalda skilvirku og sam- keppnishæfu markaðshagkerfi í þágu framfara og hag- sældar ... Opinber fjármálafyrirtæki ættu að skoða hvort skynsamlegra sé að skipta fyrirtækjum upp fremur en að sameina í þeim tilgangi að draga úr fákeppni, aðgangshindr- unum, óæskilegum stjórnunar- og eignatengslum eða markaðsráð- andi stöðu. ... Ef fyrirtæki eða eignir þeirra eru boðnar til sölu ætti það ferli að vera opið og gagnsætt og hlut- lægni í vali milli kaupenda tryggð. Allir áhugasamir kaupendur ættu að hafa jafna möguleika á því að gera tilboð. Skapa ætti mögu- leika fyrir nýja aðila, eftir atvikum erlenda fjárfesta, til að kaupa fyrirtæki eða eignir. ... Til að tryggja gagnsæi og vinna gegn tortryggni ætti ferlið við endurskipulagningu fyrirtækja og aðrar mikilvægar ráðstafanir að vera skrásett. ... Hið opinbera ætti að virða í hví- vetna sjálfstæði stjórna opinberra fjármálafyrirtækja og ætti alls ekki að taka þátt í daglegum rekstri þeirra. Stjórnir opinberra fjármála- fyrirtækja ættu að bera ábyrgð og gegna skyldum sínum óháð pólitískum áhrifum sem gætu leitt til hagsmunaárekstra, t.a.m. þegar embættismenn sitja í stjórnum. ... Innstæðueigendur eru sérstakir hagsmunaaðilar fyrir fjármálafyrir- tæki og því ættu stjórnarmenn og stjórnendur þeirra að taka sérstakt tillit til og vernda hagsmuni þeirra. Brot úr leiðbeiningunum: „Mér finnst þetta mjög gagnlegt framtak,“ segir Ásmund- ur Stefánsson, formaður bankaráðs Landsbankans. Hann sagði áhugavert að skoða stöðu opinbers rekstrar hér miðað við það sem tíðkaðist í Sovétríkjunum á sínum tíma. „Yfirmenn eru skipaðir yfir viðkomandi stofnun og þeim er gert að starfa sjálfstætt. Dagleg stjórnun er ekki undir afskiptum ráðuneytis eða ráð- herra nema í algjörum undantekningartilvikum. Þetta kerfi gafst ekki vel í Sovétríkjunum og mun verða erfitt hér,“ sagði hann. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON „Lykilatriði leiðbeininganna eru þau að opinber fjármála- fyrirtæki eiga að vera gagnsæ og fagleg,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX á Íslandi. Hann segist reikna með að aðstæður í efnahagslífinu nú sé tímabundið ástand. Þá sé mikilvægt að stjórnarhættir fyrirtækjanna séu með þeim hætti að ekkert geti orðið því til trafala að færa þau aftur úr ríkiseigu yfir á markað eða í einkaeign. „Það er yfirlýst markmið ríkisstjórnar- innar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að það verði gert eins fljótlega og mögulegt er. Ég held reyndar að það sé mjög mikilvægt að eignarhald þeirra verði dreift.“ ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.