Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 29.11.2008, Blaðsíða 63
LAUGARDAGUR 29. nóvember 2008 51 ➜ VISSIR ÞÚ? ... að Kristín Helga var einu sinni fréttamaður á Stöð 2? ... að hún var að gefa út fjórðu bókina sína um Fíusól, Fíasól er flottust? ... að hún vaknar alltaf klukkan sjö á morgnana? ... að hún er Garðbæingur í húð og hár? ... að hún hjólaði með fjöl- skyldunni þvert yfir Skotland síðastliðið sumar? að hún er að lesa ævisögu skosku hetjunnar Robs Roy? að fyrsta barnabókin hennar kom út árið 1997, Binna þú ert flottust? ... að Davíð Þór er að hlusta á Njálu? ... að hann skrifar upp ljóð Jónasar Hallgrímssonar til að bæta máltilfinningu sína? ... að hann hefur verið að túra með Mugison? ... að hann keypti bíl af Ómari Ragnarssyni á 40 þúsund? ... að hann skipulagði mótmæli gegn virkjun Kárahnjúka? að hann lærði á píanó og saxófón í Tónlistarskóla Akra- ness frá níu ára aldri? að hann útskrifaðist með ágætiseinkunn frá FÍH árið 2001? K: „Við þurfum að breyta hugar- farinu og samfélaginu og það kallar á réttlæti og uppgjör. Ég er ekki að tala um að setja fólk í gapastokk, heldur bara að allir axli ábyrgð, í alvöru, ekki bara segja í fjölmiðlum að þeir axli ábyrgð og sitja svo fastast.“ D: „Þetta fólk á að koma fram og segja fyrirgefið.“ K: „Segja fyrirgefðu, ég svaf á vaktinni. Og svo vil ég að eignir auðmanna verði frystar, mér finnst mjög einkennilegt að þeir séu að kaupa fyrirtæki á bruna- útsölu. D: „Já hvaðan koma þeir pening- ar. Sko, rýtingarnir og axirnar hafa verið í glerskápunum lengi, en ef það verður ekkert gert þá verður hér bara stjórnleysi. Menn með tíu í reikningi en núll í siðfræði geta ekki stjórnað land- inu.“ K: „Hér gekk allt út á sýn frjáls- hyggjunnar, en frelsi fylgir ábyrgð og mannlegt eðli er þannig að það verður bara að ramma það inn með lögum.“ D: „Það vantar upp á að apaeðli okkar sé viðurkennt.“ Rosalegt páwer í krökkum Hvernig haldið þið að menningin spjari sig í kreppunni? K: „Ég held að það séu að renna upp æðislegir tímar fyrir menn- inguna, við verðum að hugsa inn á við og lesa bækur og leita í það sem gerir okkur mennsk sem er menningin.“ D: „Við eigum frábæra kandídata á öllum sviðum í menningunni, ég veit það, ég hrærist í öllu og þrífst á allri flórunni.“ K: „Mín veruleikatenging er að fara og hitta grunnskólabörn, það er minn hópur. Nú erum við Hall- dór Baldursson teiknari að taka þátt í verkefni saman sem heitir Skáld í skólum, við erum með prógramm sem heitir Fíasól og flinki teiknarinn, og það er svo frábært að hitta krakkana, þeir eru svo skemmtilegir.“ D: „Ég fór einmitt í svona heim- sókn með Ragnari Kjartanssyni myndlistamanni, við vorum að tala um tónlist og myndlist og páwerið í krökkunum, það er rosalegt.“ K: „Það var svo gaman þegar Halldór var að segja þeim að hann ynni sem skrípóteiknari, alveg eins og hann vildi þegar hann var lítill, þetta finnst krökk- um frábært.“ D: „Það þarf að hvetja krakka.“ K: „Ég var að fylgjast með loka- kvöldi unglinga sem tóku þátt í Dale Carnegie-námskeiði, fjór- tán, fimmtán ára krakkar, þið vitið, aldurinn þar sem margir vonast hreinlega eftir því að verða veggfóður. En þarna voru þau að læra að stíga út úr þæg- indahringnum og í lokin áttu þau að lýsa því hvernig framtíðin þeirra yrði. Þau hrópuðu alls kyns jákvæða hluti eins og: Fram- tíðin er björt eins og sólin sjálf. Eftir þetta fór ég beint á borgara- fundinn í Háskólabíói og heyrði fullorðið fólk tala um hvað fram- tíðin væri vonlaus. Ég fór bara heim og hugsaði: krakkarnir eru æðislegir, þeir redda þessu.“ Alltaf á skíðum Ef þið ættuð að lýsa fullkomnum sunnudegi hjá hvort öðru hvernig væri hann? D: „Þú myndir vakna, ekki allt of snemma.“ K: „Hmmm, ekki alveg rétt, ég vakna alltaf snemma.“ D: „Ó, þá verð ég að hugsa aðeins.“ K: „Þú myndir sofa fram eftir, þú værir í Borgarfirði og færir að veiða eftir hádegi og síðan heim að grilla aflann.“ D: „Eða gera hann að sushi, þetta er nokkuð gott.“ K: „Svo myndir þú lesa stjórnar- skrána og Kommúnistaávarpið.“ D: „Ókei. Þú myndir vakna snemma, eiga friðarstund, vekja svo liðið og fara í göngutúr. Eða kannski taka kallinn í bröns og undirbúa svo ræðuna sem þú ætl- aðir að messa yfir okkur hinum, endaðir kannski í bíó.“ K: „Ég fer reyndar aldrei í bíó. Þetta hljómar rosa vel, en veistu, á veturna fer ég bara á skíði, vakna, smyr nesti og svo á skíði.“ Bólgu í munni og hálsi má lina með því að... Stíflaðar nasir má lina með því að... Þegar maður er með kvef og særindi í hálsi er almennt gott að... Otrivin auðveldar þér andardrátt þegar þú ert með kvef! Strepsils, við særindum í hálsi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.