Fréttablaðið - 04.12.2008, Page 11

Fréttablaðið - 04.12.2008, Page 11
FIMMTUDAGUR 4. desember 2008 11 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur stöðvað tæplega átta hundruð ökumenn, víðs vegar í umdæmi sínu undan- farna daga í sérstöku umferðareftirliti. Enginn ökumannanna reyndist ölvaður. Eftirlitið tengist átaki gegn ölvunarakstri en markmið þess er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Þá er minnt á viðvörunarorðin Eftir einn ei aki neinn. Átakið nær einnig til aksturs undir áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu segir að hún leggi nú áherslu á aukið sýnilegt eftirlit á og við stofnbrautir í umdæminu, inni í íbúðahverfum og við verslunarmiðstöðvar. Með þessu vilji lögregl- an leggja sitt af mörkum til að íbúar og aðrir sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti átt ánægjulegar stundir við jólaundirbúninginn á komandi vikum. Í tilkynningunni er þess og getið að önnur lögreglulið á Suðvesturlandi haldi einnig úti sérstöku umferðareftirliti vegna ölvunarakst- urs en um sameiginlegt átak lögregluembætt- anna er að ræða. Hinu skipulega eftirliti verður haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings- ins og á mismunandi stöðum í umdæmunum. - ovd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sérstakt átak gegn ölvunarakstri: Um átta hundruð ökumenn stöðvaðir ÖLVUNARAKSTUR Í desember heldur lögreglan úti sérstöku eftirliti vegna ölvunaraksturs. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR, AP Búist er við að meira en hundrað ríki muni undirrita bann við notkun klasasprengna áður en ráðstefnu um málið lýkur í Noregi í dag. Ráðstefnan hófst í gær og hafa nú þegar tugir ríkja undirritað samninginn. Fulltrúi Noregs varð fyrstu til að undirrita skjalið, en næst í röðinni voru Laos og Líbanon. Hvorki Bandaríkin né Rússland verða í hópi þeirra ríkja, sem taka þátt í banninu. Norðmenn höfðu frumkvæði að því, fyrir hálfu öðru ári, að ríki heims gerðu með sér samning um bann við klasasprengjum. Samningurinn tekur gildi þegar 30 ríki hafa staðfest hann. - gb Ráðstefna í Noregi: Langþráð klasa- sprengjubann LEIT AÐ KLASASPRENGJUM Víða um heim hafa klasasprengjur valdið sak- lausum borgurum hryllilegu líkamstjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK, AP Friðrik Danaprins var í gær á heimleið úr óvæntri heimsókn til danskra hermanna á átakasvæðinu í Helmand-héraði í Afganistan. Danska varnarmálaráðuneytið upplýsti í gær að krónprinsinn hefði dvalið í þrjá daga meðal dönsku hermannanna þar. Hann fór til Afganistan á mánudag í fylgd með varnarmálaráðherran- um Sören Gade. 700 danskir hermenn þjóna nú í fjölþjóðaliði NATO í Afganistan, flestir í Helmand-héraði. Sextán danskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að Danir lögðu Bandaríkjamönnum lið í innrás- inni í landið fyrir sex árum. - aa Átökin í Afganistan: Friðrik Dana- prins í Helmand Á BESSASTÖÐUM Friðrik prins og Mary Donaldson prinsessa heimsóttu Ísland síðastliðið vor. SVEITARSTJÓRNIR Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að endur- skoða ákvörðun um lokun svæðisútsendinga á Austurlandi. „Svæðisútvarpið flytur íbúum fréttir af svæðinu og kynnir mannlíf, menningu og menningar- atburði. Útsendingar svæðisút- varpsins gegna því mikilvæga hlutverki að styrkja tengsl og auka á skilning og samskipti í þessum víðfeðma landshluta. Svæðisútvarpið hefur aflað verulegra auglýsingatekna með útsendingum sínum og því er ákvörðunin lítt skiljanleg sem sparnaðaraðgerð,“ segir í áskorun bæjarráðs Fjarðabyggðar. - gar Lokun svæðisútvarpsins: Lítt skiljanleg sparnaðarleið Nú færðu rjómann frá MS á 20% lægra verði í næstu verslun. Gerðu það gott með rjóma frá MS. Höfum það notalegt í skammdeginu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.