Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 4. desember 2008 11 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur stöðvað tæplega átta hundruð ökumenn, víðs vegar í umdæmi sínu undan- farna daga í sérstöku umferðareftirliti. Enginn ökumannanna reyndist ölvaður. Eftirlitið tengist átaki gegn ölvunarakstri en markmið þess er að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Þá er minnt á viðvörunarorðin Eftir einn ei aki neinn. Átakið nær einnig til aksturs undir áhrifum fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu segir að hún leggi nú áherslu á aukið sýnilegt eftirlit á og við stofnbrautir í umdæminu, inni í íbúðahverfum og við verslunarmiðstöðvar. Með þessu vilji lögregl- an leggja sitt af mörkum til að íbúar og aðrir sem dvelja á höfuðborgarsvæðinu geti átt ánægjulegar stundir við jólaundirbúninginn á komandi vikum. Í tilkynningunni er þess og getið að önnur lögreglulið á Suðvesturlandi haldi einnig úti sérstöku umferðareftirliti vegna ölvunarakst- urs en um sameiginlegt átak lögregluembætt- anna er að ræða. Hinu skipulega eftirliti verður haldið úti á ýmsum tímum sólarhrings- ins og á mismunandi stöðum í umdæmunum. - ovd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sérstakt átak gegn ölvunarakstri: Um átta hundruð ökumenn stöðvaðir ÖLVUNARAKSTUR Í desember heldur lögreglan úti sérstöku eftirliti vegna ölvunaraksturs. NORDICPHOTOS/GETTY NOREGUR, AP Búist er við að meira en hundrað ríki muni undirrita bann við notkun klasasprengna áður en ráðstefnu um málið lýkur í Noregi í dag. Ráðstefnan hófst í gær og hafa nú þegar tugir ríkja undirritað samninginn. Fulltrúi Noregs varð fyrstu til að undirrita skjalið, en næst í röðinni voru Laos og Líbanon. Hvorki Bandaríkin né Rússland verða í hópi þeirra ríkja, sem taka þátt í banninu. Norðmenn höfðu frumkvæði að því, fyrir hálfu öðru ári, að ríki heims gerðu með sér samning um bann við klasasprengjum. Samningurinn tekur gildi þegar 30 ríki hafa staðfest hann. - gb Ráðstefna í Noregi: Langþráð klasa- sprengjubann LEIT AÐ KLASASPRENGJUM Víða um heim hafa klasasprengjur valdið sak- lausum borgurum hryllilegu líkamstjóni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DANMÖRK, AP Friðrik Danaprins var í gær á heimleið úr óvæntri heimsókn til danskra hermanna á átakasvæðinu í Helmand-héraði í Afganistan. Danska varnarmálaráðuneytið upplýsti í gær að krónprinsinn hefði dvalið í þrjá daga meðal dönsku hermannanna þar. Hann fór til Afganistan á mánudag í fylgd með varnarmálaráðherran- um Sören Gade. 700 danskir hermenn þjóna nú í fjölþjóðaliði NATO í Afganistan, flestir í Helmand-héraði. Sextán danskir hermenn hafa fallið í Afganistan frá því að Danir lögðu Bandaríkjamönnum lið í innrás- inni í landið fyrir sex árum. - aa Átökin í Afganistan: Friðrik Dana- prins í Helmand Á BESSASTÖÐUM Friðrik prins og Mary Donaldson prinsessa heimsóttu Ísland síðastliðið vor. SVEITARSTJÓRNIR Skorað hefur verið á Ríkisútvarpið að endur- skoða ákvörðun um lokun svæðisútsendinga á Austurlandi. „Svæðisútvarpið flytur íbúum fréttir af svæðinu og kynnir mannlíf, menningu og menningar- atburði. Útsendingar svæðisút- varpsins gegna því mikilvæga hlutverki að styrkja tengsl og auka á skilning og samskipti í þessum víðfeðma landshluta. Svæðisútvarpið hefur aflað verulegra auglýsingatekna með útsendingum sínum og því er ákvörðunin lítt skiljanleg sem sparnaðaraðgerð,“ segir í áskorun bæjarráðs Fjarðabyggðar. - gar Lokun svæðisútvarpsins: Lítt skiljanleg sparnaðarleið Nú færðu rjómann frá MS á 20% lægra verði í næstu verslun. Gerðu það gott með rjóma frá MS. Höfum það notalegt í skammdeginu. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.