Fréttablaðið - 04.12.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 04.12.2008, Síða 31
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Fatastíll Aðalbjargar Erlendsdótt- ur, textíl- og fatahönnuðar sem hannar undir merkinu Budda design, er að eigin sögn kolsvart- ur. „Ég á nú ekki mikið af fötum og get lofað því að þau eru öll svört. En ég kaupi þá frekar vönduð föt. Það er alveg sama hvað ég reyni að kaupa annað, það endar alltaf í svörtu,“ segir Aðalbjörg glaðvær og bætir við að hún reyni þá frek- ar að lífga upp á með litum í fylgi- hlutum og skartgripum. Aðalbjörg heldur mikið upp á sjal sem hún bjó til. „Sjalið er úr þunnu, gagnsæju silki og rennur úr bláum lit yfir í svartan en ég geri oft svona sjöl sem fara úr björtum lit yfir í svart,“ segir Aðalbjörg áhugasöm og nefnir að sjalið passi sérstak- lega vel við svartan klæðnað. „Ég hef verið með sjalið á tveimur sölusýningum undanfarið og það selst eins og heitar lummur. Þetta hentar vel í kreppunni þar sem hægt er að sveipa sjalinu utan um gamla kjólinn og breyta þannig um stíl,“ segir Aðalbjörg brosandi og bætir við að þannig megi skapa nýja flík auk þess sem nota megi sjalið á ýmsan máta. „Hægt er að nota það sem trefil, pils eða dúk ef því er að skipta en silki er ótrú- lega sterkt. Margir halda að það sé miklu viðkvæmara en það í raun er.“ Aðalbjörg er mikið í ýmiss konar textílhönnun og auk sjala, slæða og trefla hannar hún púða, kjólaefni, myndverk og gardínur. „Ég hef einna mest verið í að útbúa gardínufleka upp á síðkastið úr ýmiss konar efnum. Ég vinn úr bómull, hör og silki með ákveðinni pressutækni og þetta er rosalega smart,“ útskýrir Aðalbjörg. Hún lærði fatahönnun árið 1992 og leiddist meira út í textílinn upp frá því. „Núna er ég að flytja inn til Sigrúnar í Shanko-silki á Skóla- vörðustíg 22b, þannig að þetta verður aðal-silkibúllan í bænum,“ segir hún og hlær. „Við Sigrún erum mjög ólíkar þannig að þetta verður breitt úrval og góð blanda,“ segir Aðalbjörg en fræðast má nánar um hönnun hennar á www. budda.is. hrefna@frettabladid.is Kryddar klæði með litum Bjartir litir og dimm nótt mætast í silkislæðum Aðalbjargar Erlendsdóttur, textíl- og fatahönnuðar, og er það að vissu leyti lýsandi fyrir fatastíl hennar sem er kolsvartur en Aðalbjörg skreytir sig með litum. Aðalbjörg Erlendsdóttir er sums staðar betur þekkt undir nafninu Budda Design. Hún vinnur mikið með bjarta og fallega liti þegar hún gerir silkislæðurnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STEIKARPOTTUR og aðrir góðir pottar eru eitthvað sem þeir sem eru að fara að halda sín fyrstu jól sjálfir þurfa að eignast fyrir hátíðarnar. Ekki er gott að lenda í pottavandræðum þegar verið er að elda jólamatinn. TónleikaríViðeyjarstofu íkvöld  Dúettinn PIKKNIKK   LeiðsögnaðImaginePeaceTower TilboðáléttumveitingumíViðeyjarstofu SigltfráSkarfabakkakl20:00 Miðaverð2.000kr        ATH:Pantaþarffyrirfram Sími5553565 www.elding.iswww.veislurettir.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.