Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 04.12.2008, Qupperneq 36
Verslunin Reykjavik Bags var nýverið opnuð á Skólavörðustíg 2. Hún selur fjölbreyttan varning eftir íslenska hönnuði þó upp- haflega hafi verið lagt upp með töskur eins og nafnið gefur til kynna. „Við verslum með ýmislegt fleira en töskur. Hér er að finna hanska og fylgihluti en einnig íslenskt handverk í keramik og fleiru,“ segir Finnur Thorl- acius, einn eigenda verslun- arinnar. „Við erum á besta stað í bænum og erum mjög ánægð með að geta boðið upp á íslenskar vörur fyrir þessi jól. Bæði fyrir erlenda ferðamenn og íslendinga.“ Meðal þess sem fæst í Reykjavik Bags eru fylgi- hlutir eins og hárskart eftir handverkskonu á Suður- eyri, húfur og vettlingar úr þæfðri ull og silkivörur, vandaðar töskur eftir Fjólu Maríu og einnig hönnun eftir Gústu, Sólbrá og Nönu. Finnur segir áherslu hafa verið lagða á gæði þegar vörurnar voru valdar inn. „Til dæmis seljum við skemmtilega tölvutösku úr plasti sem vann til verðlauna um daginn. Hún er hönnuð af nemendum í Listaháskóla Íslands í samvinnu við Örva sem er verndaður vinnustaður í Kópavogi. Töskurnar eru nýkomnar í framleiðslu og fást einungis hjá okkur eins og er.“ - rat 4. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Sumum börnum liggur á að komast í heiminn, löngu áður en líf utan móðurkviðar er tímabært. Þessi kríli eru agnarsmáir kroppar sem áður voru klædd í dúkkuföt, en hafa síðan átt öruggt skjól í fyrirburafatnaði Jónu Bjargar Jónsdóttur fatahönnuðar. „Ég eignaðist litla frænku sem var fyrirburi fyrir sextán árum og saumaði á hana fyrirburaföt, enda ófáanleg á þeim tíma hér- lendis. Á sama tíma skynjaði ég mikla þörf fyrir fatnað á þessi litlu kríli sem drífa sig í heim- inn aðeins fyrr en til stendur og ákvað að hefja frekari hönnun og framleiðslu á fyrirburafatnaði,“ segir Jóna Björg Jónsdóttir líf- eindafræðingur og fatahönnuður, sem hefur frá árinu 1997 starf- rækt eigið hönnunarstúdíó, JBJ Design, þar af fyrstu átta árin á Laugavegi, en frá árinu 2005 í Skólagerði 5 í Kópavogi. „Þá hafði ég í fimmtán ár saumað barnafatnað, allt að fimm þúsund flíkur á ári; þótti við hæfi að breyta til og hóf að hanna fatnað úr ullarsilki fyrir konur á öllum aldri, með aðferð sem kallast þæfing. Þeirri hönn- un var strax vel tekið og hefur ár- angur allar götur síðan farið langt fram úr björtustu vonum,“ segir Jóna Björg sem með fram kven- fatnaði sínum saumar enn falleg föt á fyrirbura ásamt eftirsóttum ungbarnasundfötum upp í tveggja ára og flónelsnáttföt fyrir börn. „Frá fyrstu tíð hef ég aðeins notað vönduð náttúruefni í fyr- irburaklæðin, stroff á ermar og skálmar og aldrei smellur, renni- lása né franska rennilása, því slíkir aukahlutir henta ekki við- kvæmri húð ungbarnsins. Fyr- irburar eru svo sérstök börn og þurfa mikla aðhlynningu, en fötin eru aðallega gerð fyrir foreldra þeirra því það léttir hugarþel þeirra að vita að fá- anleg séu föt á svo smátt barn,“ segir Jóna Björg sem hannaði fyrirbura- línu sína í sam- ráði við lækna og ljósmæður á vökudeild Kvennadeild- ar LSH. „Fyrirburarn- ir geta byrjað að nota klæðin þegar þeir hafa náð sex marka þyngd og haldið áfram að nota þau upp í þrettán merk- ur, en fötin fara vel allan tímann. Þetta eru vöggugallar sem not- ast jafnt á nóttu sem degi og flest byrja börnin á því að fara bara í treyjuna, sem þá nær þeim niður á ökkla. Öll fötin eru tví- skipt vegna rita og annarra hluta sem þurfa að tengj- ast líkama þeirra, og á öllum eru handsaumaðar tölur og bendlabönd,“ segir Jóna Björg, sem ekki hefur hækkað verð á fyrirburafötum síðan um aldamót. „Nú ríkir mikil vakning fyrir íslenskri hönnun og fram- leiðslu, þar sem allir verða að leggja sitt af mörkum til endur- reisnar íslensks sam- félags. Mitt framlag er að halda verðinu óbreyttu þótt hráefni hafi að undan- förnu hækkað um fjörutíu prósent. Það vill til að ég hef yndi af því sem ég geri og þykir litlu skipta þótt ég fái minna fyrir fram- leiðsluna. Auðvitað vildi ég að engin börn kæmu of snemma í heiminn, en á sama tíma er bæði indælt og gefandi að geta saumað á þau falleg föt og mikil pressa á mig að halda áfram. Því mun ég halda tryggð við fyrirburana og halda ótrauð áfram að framleiða á þá fallegan fatnað,“ segir Jóna Björg sem varð fyrst til að gefa klæðleysi íslenskra fyrirbura gaum. „Áður höfðu konur sem þurftu á slíkum klæðum að halda keypt dúkkuföt á börn sín, en frá upp- hafi varð siðfræði hjá mér að selja fyrirburaföt mín aldrei sem dúkkufatnað, þótt oft hafi verið falast eftir því.“ - þlg Heldur alltaf tryggð við fyrirburana Fatahönnuðurinn og lífeindafræðingurinn Jóna Björg Jónsdóttir varð fyrst Íslendinga til að sérhanna og sérsauma fatnað á fyrir- bura, en það hefur hún gert óslitið í sextán ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Krúttlegur daggalli með lokuðum skálmum og samfylgd Bangísmons, mesta krútts teiknimynda- sögunnar. Íslenskar töskur og skart í jólapakkann Finnur Thorlacius er einn eigenda verslunarinnar Reykjavik Bags. Þar fæst íslensk hönnun og handgerðir munir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Taska eftir Helenu Sólbrá úr leðri og laxaroði. Taskan kostar 39.000 krónur. Tölvutaska úr plasti unnin af nemendum Listahá- skóla Íslands og HR í samvinnu við Örva í Kópavogi. Hægt er að fá töskuna í ýmsum útfærslum eftir óskum viðskiptavina. Taskan kostar 7.900 krónur. Veski eftir Gústu úr karfa- roði á krónur 47.500. Heilgalli með húfu og lokuðum skálmum með regnhlífaævintýri Bangsímons og félaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.