Fréttablaðið - 04.12.2008, Side 38

Fréttablaðið - 04.12.2008, Side 38
 4. DESEMBER 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Sérhönnuð handklæði frá Vinnustofunni Ás hafa verið sett á markað. Ás er vernd- aður vinnustaður og unnu starfsmenn með frönskum listamanni að verkefninu. Nýju handklæðin frá Vinnustof- unni Ás eru myndskreytt með teikningum starfsmanna. Hand- klæðin hannaði franskur skipti- nemi við Listaháskóla Íslands, Ulysse Neau, eftir að hafa heim- sótt Vinnustofuna með skólafé- lögum sínum. „Ulysse spurði í framhaldinu hvort hann mætti koma og hitta hóp af fötluðum einstaklingum og fá þá til að teikna myndir,“ út- skýrir Halldóra Þ. Jónsdóttir, forstöðu- þroskaþjálfi Vinnu- stofunar Áss, en Ulysse er núna staddur í París. „Hann kom nokkrum sinn- um og hitti þau. Þau teiknuðu myndir sem voru svo bród- eraðar í handklæð- in og á umbúðunum kemur fram hvaða listamaður stendur á bak- við teikninguna. Samvinnan gekk mjög vel og Ulysse tók alla vinn- una upp á vídeó.“ Halldóra segir vinnustofuna ekki hafa unnið með listamanni á þennan hátt áður en núna stendur yfir verk- efnavinna með Listaháskóla Ís- lands. „Mér finnst þetta samstarf mjög spennandi. Það hleypir nýju lífi í okkar starf.“ Á heimasíðunni www.we- towels.com gerir Ulysse verkefninu skil og þar má sjá bæði myndir og vídeó af vinnslu verkefnisins. Handklæðin fást hjá vinnu- stofunni Ás. - rat Teikning eftir Hugrúnu. Persónulegar bróderingar Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðuþroskaþjálfi segir samstarf við utanaðkomandi lista- menn spennandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Góður andi er á Vinnustofunni Ás en þar eru saumuð handklæði og viskustykki svo fátt eitt sé nefnt. Lilja á heiðurinn að þessari teikningu. Teikning eftir Vöku. Dreifingaraðili: Fæst í verslunum um land allt NÝTT Á ÍSLANDI Hin geysivinsæla Disney útgáfa er komin í verslanir: Opnaðu töfraheim Disney og spilaðu Trivial Pursuit með allri Fjölskyldunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.