Fréttablaðið - 05.12.2008, Page 29

Fréttablaðið - 05.12.2008, Page 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Kakan er kölluð Þórukaka og hefur fylgt fjölskyldunni alveg frá því ég var lítil,“ útskýrir Katr- ín Brynja Hermannsdóttir þula og mastersnemi í blaða- og frétta- mennsku. „Þóra var frænka mín og amma mikils metinna manna hér í bæ. Hún var austan af fjörð- um eins og ég og það er ekki haldið matar- eða kaffiboð nema Þóruka- kan sé á borðum hjá fjöl- skyldunni.“ Sjálf bakar Katrín kökuna á afmælum og jólum og þegar mikið stendur til. Hún er liðtæk við bakstur og bakar yfirleitt eitthvað fyrir jólin. „Ég baka nú ekki marg- ar sortir en mér finnst mjög gaman að fá ilminn í húsið. Ég elda oft heima og þegar ég set mig í gírinn þá er það gaman, en mig langar miklu frekar að leika mér við krakkana mína. Ég vil samt að strákarnir mínir alist upp við heimamat og við reynum að hafa fisk allavega einu sinni til tvisvar í viku.“ Spurð hvort hefðirnar séu fleiri á jólunum en karamellukakan svarar hún því til að hamborgar- hryggur sé alltaf á borðum á aðfangadagskvöld. „En það er ekki af því að ég sé svo vanaföst heldur bara af því að mér finnst hann svo góður. Við erum ekki stór fjöl- skyldan en mamma brúnar alltaf kartöflurnar og við hjálpumst öll að. Annars lendir það yfirleitt á manninum mínum að elda á jólun- um. Það fer honum svo vel að vera með svuntu. Hann er aldrei mynd- arlegri en á aðfangadagskvöld, uppstrílaður með svuntuna að elda.“ Eins og áður sagði er karamellu- kakan drifin fram þegar tilefnið er gott og þannig var það einnig í þetta skiptið. „Ég var að klára síð- asta prófið mitt í mastersnámi í blaða- og fréttamennsku og bakaði þá að sjálfsögðu kökuna.“ Uppskriftina er að finna á blað- síðu 2. heida@frettabladid.is Karamellukaka á jólum Katrín Brynja Hermannsdóttir hefur alist upp við ljúffenga karamelluköku á helstu tyllidögum. Hún held- ur hefðinni við og bakar kökuna sjálf þegar mikið stendur til og alltaf á jólunum. Katrín Brynja Hermannsdóttir bakar karamellutertu við hátíðleg tækifæri. Kakan er vinsæl hjá syninum Baldri Nóa eins árs. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HÁTÍÐLEG JÓLASTUND verður í Aragerði í Vogum á sunnudaginn klukkan 18.15 í framhaldi af messu í Kálfatjarn- arkirkju og Foreldrafélag leikskólans verður með aðventukaffi í Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu frá 15 til 18. Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H ri n g b ro t Verð 7.250 kr. Jólahlaðborð Perlunnar 20. nóvember - 30. desember Lifandi tónlist: Þrjár raddir alla fimmtudaga og sunnudaga, Þórir Baldurs og Óli Sveinn Jónsson alla föstudaga og laugardaga. 23. des. Skötu- og jólahlaðborð í hádeginu 1. jan. Nýárskvöldverður Perlunnar 6. jan. Þrettándakvöld í Perlunni Sannkölluð þrettándastemmning! Flugeldar og „Allt í steik“ seðillinn! Gjafabréf PerlunnarGefðu einstaka kvöldstund í jólagjöf!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.