Fréttablaðið - 05.12.2008, Síða 40

Fréttablaðið - 05.12.2008, Síða 40
8 föstudagur 5. desember Hannes Steindórs- son var ekki nema 21 árs þegar hann varð sölustjóri auglýsinga á sjónvarpsstöðinni Skjá einum sem þá var nýstofnuð. Fyrir þremur árum færði hann sig yfir í fasteignabransann og hefur getið sér gott orð í heimi fræga fólksins. Viðtal: Marta María Jónasdóttir Ljósmyndir: Arnþór Birkisson E f einhver gæti selt ferðagufubað þá væri það örugglega Hann- es Steindórsson sölu- maður fasteigna hjá Remax Lind og einn af eigend- um stofunnar. Hann viðurkennir að hugsa mikið um peninga þótt hann segist reyndar ekki eiga mik- inn pening í augnablikinu. Blaða- maður hefur heimildir fyrir því að Hannes hafi sett sér það markmið sem lítill drengur að verða forríkur þegar hann yrði stór. Þegar hann er inntur eftir þessu fer hann að brosa. „Ég er mjög peningadrif- inn. Vinir mínir eiga eftir að hlæja þegar þeir lesa þetta. Ég ætla mér enn þá að verða ríkur. Ég ætlaði reyndar að vera orðinn það fyrir þrítugt og það tókst næstum því en klúðraðist líka eiginlega alveg. Sem betur fer þroskast maður, en það er mjög stutt síðan ég áttaði mig á því að lífið snerist ekki bara um peninga. Það er markmið hjá mér að verða ríkur og það er hægt ef maður er duglegur í fasteigna- bransanum,“ segir Hannes. Þegar hann er spurður að því hvort hann sé alinn upp við ríkidæmi segir hann svo ekki vera þótt hann hafi heldur ekki liðið neinn skort. „Þegar ég var lítill setti ég mér það markmið að vera ekki blank- ur þegar ég yrði fimmtugur. Ég hef því 20 ár til að redda þessu,“ segir hann og hlær. Að vera ríkur er þó svolítið afstætt. Þegar Hann- es er spurður út í það hvað honum finnst felast í orðinu að vera ríkur segir hann það hafa breyst tölu- vert á síðustu misserum. „Mark- miðið var að eiga flottan bíl, stórt hús og sumarbústað. Auðvitað vil ég eiga fallegt heimili en það hefur tónast mjög mikið niður. Ég datt alveg í góðærishlaupið. Ég keypti mér Range Rover og allan pakk- ann,“ segir hann. Tapaðir þú mikið af peningum á niðursveiflunni? „Ég hef nú ekki átt mikið af peningum yfirhöfuð en ég á eitthvað til … Svo fórum við félagarnir í það að kaupa okkur sumarbústaðafélag og ætluðum að græða hundruð milljóna á því en svo gekk það ekki upp þannig að auðvitað tapaði ég. Ég er að byggja einbýlishús með erlendu láni og núna er það bara stopp þangað til gengið lagast. Ég hef áttað mig á því að ef þetta fer illa þá byrja ég bara upp á nýtt. Ég skulda ekk- ert í syni mínum, dóttur minni og konunni minni. Þau eru algerlega skuldlaus, ég er búinn að tékka á því,“ segir hann og hlær. ÆVINTÝRI Á SKJÁNUM Hannes hefur komið víða við á ferli sínum sem sölumaður. Hann byrjaði ferilinn 19 ára en þá seldi hann auglýsingar fyrir Útvarp Matthildi. Árið 1999 hóf Hann- es störf á Skjá einum þegar stöð- in var að hefja göngu sína. Hann segir að tíminn á Skjá einum hafi verið ævintýri líkastur enda hafi meðalaldur starfsfólksins verið 25 ár. „Þegar við vorum að byrja var hver dagur massívur sigur og auðvitað var mikið um ævintýri og skemmtilegar uppákomur. Einu sinni hringdi inn kona og sagðist hafa misst af Dallas sem var þá í sýningum á stöðinni. Þá spurði dagskrárstjórinn hvort hún væri að horfa núna og þegar hún ját- aði því bað hann hana að bíða í smá stund meðan hann væri að setja Dallas-spóluna í tækið. Ég efast um að Rúv myndi gera þetta í dag,“ segir Hannes og rifjar það upp að árin á Skjá einum hafi ekki verið standandi partí eins og margir vilji halda fram. „Það var svo mikið frumkvöðlastarf og mikið af góðum hugmyndum í gangi. Ég er þó alls ekki að segja að allir þættirnir sem hafi verið framleiddir á þessum tíma hafi verið góðir en það skipti heldur engu máli.“ ÞEIR DUGLEGUSTU LIFA AF Þegar Hannes er spurður út í fast- eignamarkaðinn segir hann það ekki rétt að allt sé frosið á honum. „Í dag er kaupendamarkaður. Fyrir ári síðan leitaði ég eftir að fá eign- ir í sölu en núna er ég meira í því að finna eignir fyrir fólk og reyna að þjónusta það. Remax er 40 ára gamalt kerfi og þeir kenna okkur að vinna í þessum aðstæðum,“ segir Hannes og bætir því við að þeir duglegu muni lifa af núna, hinir geti bara pakkað saman. Hann segir að starfið á fasteigna- sölunni sé allt öðruvísi en að selja auglýsingar því það fylgi því svo mikil gleði. „Fólk í fasteignavið- skiptum er yfirleitt glatt og það er gaman að taka þátt í gleðinni með því,“ segir Hannes sem er oft kallaður fasteignasali fræga fólks- ins en hann hefur sérhæft sig í því að selja fyrir þann markhóp. Þegar hann er spurður út í þetta segir hann að þetta hafi eiginlega gerst óvart. „Í gegnum vinnuna mína á Skjá einum og hinum fjölmiðlun- um hef ég kynnst mikið af þekktu fólki.“ Hann segir að 90 prósent af viðskiptunum verði vegna með- mæla, frægir þekki aðra fræga og þannig hafi þetta hlaðið utan á sig. „Hér áður fyrr hélt ég að þetta fræga fólk væri svo leiðinlegt en ég hef algerlega skipt um skoð- un,“ segir hann og glottir. Þegar fasteignamarkaðurinn er kruf- inn segir Hannes að sölumanns- hæfileikar hafi kannski ekkert að segja því það sé ekki hægt að selja fólki heimili, fólk velji það sjálft. „Ég gæti troðið bíl inn á fólk eða einhverjum kremum en fólk tekur alltaf ákvörðun sjálft hvort það vill kaupa íbúð eða ekki. Ég get ekki selt manneskju þriggja her- bergja íbúð ef hana vantar fjög- urra herbergja. Fasteignamarkað- urinn snýst frekar um þjónustu en sölumennsku.“ ✽ ba k v ið tjö ldi n Geisladiskurinn í spilar- anum: Coldplay Uppáhaldsmaturinn: Nautahakk, spagettí og kartöflumús Uppáhaldsdrykkurinn: Kaffi Mesti lúxusinn: Að slaka á á kvöldin þegar að börnin eru sofnuð og horfa á Friends með kon- unni Bíllinn minn er... Land Rover Eftirminni- legasta sum- arfríið? Brúðkaupsferð til Krítar Hvað gerir þú á aðventunni? Borða mér til ólífis Besti tími dagsins: 05:50 Uppáhalds- verslun: Betra bak ÆTLAÐI ALLTAF AÐ VERÐA Bjartsýnin uppmáluð Hannes Steindórsson er ákaflega bjartsýnn maður og er sjaldan í fýlu. Hann segir að þeir duglegustu muni lifa af á fasteigna- markaðnum núna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.