Fréttablaðið - 05.12.2008, Side 58

Fréttablaðið - 05.12.2008, Side 58
34 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ég skal segja! Eftir að Jói náði sér í dömu hefur eiginlega allt verið með kyrrum kjörum hérna! Ef maðurinn þinn spilaði ekki „old boys“-fótbolta hefðum við bara getað setið hér í rólegheitum! Blessað- ur mað- urinn! Blóð! Helst af öllu! Ef foreldrar Péturs henda honum út, má hann þá búa hjá okkur? Eeeru foreldrar Pppéturs að fara að henda honum út? Nei, mér finnst bara gaman að sjá hárin rísa á höfði þér. Hvernig líst þér á mig eftir „fegrun- araðgerðina“? Yfirvaraskeggið þitt er á hreyfingu. Vertu kyrr, ann- ars rek ég þig. Vá! Bíddu þar til þú heyrir hvað gerðist í skólan- um í dag! En áður en ég segi þér það verðurðu að skilja að þetta var ekki mín hugmynd, ég var bara þarna. Ókei, ég sat við hliðina á Gunna í matsaln- um... Af hverju er fyrirvari á öllum sögunum um Gunna? Þú ættir að láta kíkja á þetta!! Og ég veit að þetta var rangt og ég myndi aldrei gera þetta sjálfur. Snemma í desember fyrir um áratug settist ég inn í bílinn minn, sem ég hafði lagt fyrr um daginn í bílastæði neðst við Suðurgötuna, og bjóst til að aka vestur í bæ. Áður en mér gafst færi á að smeygja mér út á götuna keyrðu þrír stórir trukkar upp götuna, í sömu átt og ég ætlaði mér. Trukk- arnir voru allir merktir Coca-Cola í bak og fyrir og út úr gluggunum hljómaði hið óþolandi einkennislag kókveldisins „Holi- days are coming, holidays are coming. Coca-Cola is coming to town!“ hátt og skýrt. Eflaust hugsaði ég með sjálfum mér „bjánar“ eða eitthvað álíka jólalegt, en gaf trukkunum ekki frekari gaum og renndi mér út úr stæðinu í humátt á eftir kókbílunum ógurlegu. Vissi ég svo ekki fyrr til en fyrir aftan mig birtist annar af þessum blessuðu kóktrukk- um, og annar þar fyrir aftan, og svo annar, og annar, og annar … og hægt og rólega rann upp fyrir mér að ég var staddur í miðri „jólalest Coca-Cola“, á Mözdu 323, árgerð ‘87. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Í um það bil tvær mínútur leið mér eins og ég væri lentur inni í þessari martraðar- kenndu jólaauglýsingu, þar sem kóktrukkar í hundraðatali herja á amerískar borgir og bæi, sjálfum sér til skammar og öðrum til ama. Birtan af ljósaskreyttum trukkunum stakk í augun, bannsett lagið þrengdi sér inn í hlustirnar og ég kófsvitnaði. Ég varð að komast út! Blessun barst mér í formi hringtorgs, þar sem ég komst undan kóklestinni á flótta. Síðan hef ég kerfisbundið reynt að forðast Coca-Cola. Og lestir. Og jólin. Aðra leið til vítis, takk NOKKUR ORÐ Kjartan Guðmundsson LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 Ljósmyndaröð Einars Fals Ingólfssonar heldur áfram Bjartsýnisbókin sjálf og fleiri góðar bækur Njóttu laugardagsins til fulls. Tryggðu þér áskrift á mbl.is/ askrift eða í síma 569 1122

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.