Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.12.2008, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 05.12.2008, Qupperneq 66
44 5. desember 2008 FÖSTUDAGUR Það er ekki ofsögum sagt að Páll Óskar sé maður árs- ins í poppinu. Platan hans Allt fyrir ástina gerði allt vitlaust fyrir síðustu jól og lifði langt fram eftir ári og nú er glæsilegi þrefaldi ferilspakkinn, Silfursafnið, vinsælasta platan á landinu. Palli er elskaður og dáður um allt land og hæfingar- stöðin Bjarkarás er þar engin undantekning. „Páll Óskar er langbestur!“ er einfalt einróma álit starfsmanna á Bjarkarási þegar þeir eru spurð- ir um hvaða poppari sé í uppá- haldi. Á föstudögum er partíball á vinnustaðnum og Silfursafnið hans Páls hefur ekki farið af spil- aranum síðan það kom út. Það er Hlynur Svansson sem kemur með diskinn í vinnuna. Hann er mikill tónlistaráhugamaður. „Mér finnst Raggi Bjarna líka góður og Magn- ús Eiríksson og Björgvin Hall- dórsson. Páll Óskar er samt best- ur,“ segir hann ákveðinn. „Allt fyrir ástina er uppáhaldslagið mitt. Ég hef séð Pál Óskar á Stöð 2!“ Úlfar Bjarki Hjaltason vonar að hann fái Silfursafnið í jólagjöf. „Raggi Bjarna er líka góður,“ segir hann. Garðari Hreinssyni finnst Páll líka bestur. „Hann er með svo mikið af skemmtilegum lögum,“ segir hann. „Bubbi Morthens er samt ágætur líka.“ „Ég á tíu diska með Páli Ósk- ari,“ segir Helga Matthildur Við- arsdóttir. „Ég er búinn að fá nýja diskinn og er meira að segja búin að fá hann áritaðan.“ Þegar Helga er innt eftir öðrum uppáhaldstón- listarmönnum verður lítið um svör. „Nei, bara Páll Óskar,“ segir hún loks eftir smá umhugsun, harðákveðin og handviss. drgunni@frettabladid.is Allir elska Pál Óskar á Bjarkarási PÁLL ÓSKAR ER LANGBESTUR! Einróma álit starfsmanna á Bjarkarási. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HLYNUR SVANSSON ÚLFAR BJARKI HJALTASON GARÐAR HREINSSON HELGA MATTHILDUR VIÐARSDÓTTIR Í janúarhefti enska Tatler- tímaritsins má finna nektar- myndir af dætrum rokkaranna Rods Stewart, Ronnies Wood og Bobs Geldof. Þetta eru þær Kimberley Stewart, Leah Wood og Peaches Geldof og er þetta talið hálf örvæntingarfull tilraun hjá stúlkunum til að komast úr hópi C-frægra í hóp B-frægra. Það var kanadíska rokkstjarnan fyrrverandi, Bryan Adams, sem tók myndirnar. Bryan gerði það gott á síðustu öld með lögum eins og „(Everything I Do) I Do It for You“ og „Summer of 69“ en hefur á síðustu árum meira fengist við ljósmyndun en rokktónlist. Tatler er fornt menningarblað stofnað árið 1709. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er í ritstjórn blaðsins. Naktar rokkara- dætur FORSÍÐA TATLER Dætur Rods Stew- art, Ronnies Wood og Bobs Geldof á evuklæðum. Stefnt er að því að fá þau Jake Gyllenhaal, Natalie Portman og Toby Maguire til að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndarinnar Brothers hér á landi. Framleið- andi kvikmyndarinnar er Sigurjón Sighvatsson og staðfesti hann þetta í samtali við Fréttablaðið. Tökum á kvikmyndinni er nú lokið og segir Sigurjón að stefnan sé sett á kvikmyndahátíðina í Cannes hvað heimsfrumsýningu varðar. „Tökurnar gengu ótrúlega vel og hún virðist líta vel út,“ segir Sig- urjón. Efni myndarinnar ætti að eiga vel upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Mynd- in segir frá því hvernig líf tveggja bræðra tekur stakkaskiptum eftir að annar þeirra er sendur í stríðið gegn hryðjuverkum í Afganistan. Meðal annarra leikara er Sam Shepard en hann leikur einmitt líka stórt hlutverk í kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. Sigurjón hefur unnið ötullega að því að koma fatamerkinu sínu 66° Norður að í Hollywood. Gyllen- haal hefur verið myndaður í fatn- aði frá fyrirtækinu, Anita Briem klæddist flísfatnaðinum í The Journey to the Center of Earth og ekki þarf að hafa mörg orð um ást bandaríska leikstjórans Quentins Tarantino á vörumerkinu. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart að 66° Norður kemur einnig við sögu í Brothers. „Natalie Portman er vel dúðuð í fatnaði frá 66° Norð- ur í tveimur skautasenum sem er að finna í myndinni,“ segir Sigur- jón. Ráðgert er að kvikmyndin verði frumsýnd í Bandaríkjunum á næsta ári. Leikstjóri myndarinnar er Jim Sheridan. - fgg Stefnir stórstjörn- um til Íslands STJÖRNUFLOTI TIL ÍSLANDS Stefnt er að því að fá aðalleikarana úr kvikmynd- inni Brothers til Íslands en stjörnuflotinn samanstendur af Natalie Portman, Jake Gyllenahaal og Toby Maguire sem sjást hér á myndum, auk Sam Shepard.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.