Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 8
8 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
1 Hvaða íslensk hljómsveit er
tilnefnd til Grammy-verðlaun-
anna í ár?
2 Hvaða banki setur strangari
skilyrði fyrir frystingu Íbúða-
lána en aðrir?
3 Hvaða íþróttamaður segir
þjálfara sinn ekki gera neitt
annað en að öskra?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 90
Umsóknarfrestur er til 15. desember
Kynntu þér námið á www.hr.is
Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum
árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara-
próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar-
og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl.
TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR
MEISTARANÁM VIÐ
Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í
• Byggingarverkfræði
- Framkvæmdastjórnun
- Umferðar- og skipulagsfræðum
- Steinsteyputækni
- Mannvirkjahönnun
• Fjármálaverkfræði
• Véla- og rafmagnsverkfræði
• Heilbrigðisverkfræði
• Líf- og heilbrigðisvísindum
• Ákvarðanaverkfræði
SIMBABVE, AP Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, segir að löngu sé kominn
tími á að Robert Mugabe,
forseti í Simbabve, láti af
völdum.
„Það er löngu kominn tími til
að Robert Mugabe fari. Það er
augljóst mál,“ sagði Rice í
Kaupmannahöfn í gær, „Það
voru haldnar sýndarkosningar,
og svo kom sýndarsamsteypu-
stjórn. Við erum nú að sjá
afleiðingarnar af þessu fyrir
mannlífið í landinu.“
Rice vísar þarna til þess að
heilbrigðisþjónusta landsins er í
molum einmitt þegar kólerufar-
aldur ríður yfir. Stjórnvöld í
Simbabve biðja nú um aðstoð
alþjóðasamfélagsins til að
útvega lyf og matvæli til að
takast á við vandann.
- gb
Condoleezza Rice:
Segir Mugabe
til syndanna
VERSLUN „Þó það sé kreppa þá þarf
fólk að borða og þess þá heldur
þarf það að fá ódýran mat,“ segir
Jón Garðar Sigurvinsson sem í
síðustu viku opnaði Litlu fiskbúð-
ina í Miðvangi í Hafnarfirði.
Hann segist ekki óttast
kreppuna. „Mig vantaði eitthvað
að gera,“ segir Jón Garðar sem
aldrei áður hefur stundað viðlíka
verslunarrekstur. „Ég er sjómað-
ur og var á sjó í tuttugu ár, svo ég
þekki hráefnið og gæðin,“ segir
Jón Garðar. Hann segist þó hafa
þegið aðstoð frá vini sínum sem
rekið hefur fiskbúð. „Hann var
með mér hérna fyrstu dagana til
að aðstoða mig og sýna mér hvern-
ig þetta virkar,“ segir Jón Garðar.
Allan fisk, sem seldur er í Litlu
fiskbúðinni kaupir Jón Garðar á
fiskmarkaði. Hann segist bjóða
upp á lægsta verðið og nefnir sem
dæmi línuýsu í raspi á 690 krónur
kílóið. Þá býður hann einnig upp á
kæsta skötu sem pakkað er í loft-
þéttar umbúðir svo skötulyktin
gerir ekki vart við sig fyrr en hún
er velkomin.
Jón Garðar segist nú þegar hafa
nóg að gera. „Þetta leggst vel í
mig. Fólk er bara ekki búið að
fatta að það sé hægt að fá ódýran
fisk en það fólk sem komið hefur
til mín, kemur aftur,“ segir Jón
Garðar. - ovd
Hafnfirskur sjómaður óttast ekki kreppuna og opnar fiskbúð:
Ódýr fiskur í kreppunni
LITLA FISKBÚÐIN Jón Garðar Sigur-
vinsson, eigandi Litlu fiskbúðarinnar
í Hafnarfirði með væna Skötu fyrir
Þorláksmessu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍRLAND, AP Brian Cowen, forsætis-
ráðherra Írlands, hefur rætt við
Gordon Brown um lausn á þeim
vanda sem Írar steyptu Evrópu-
sambandinu í með því að hafna
staðfestingu Lissabon-sáttmálans í
þjóðaratkvæðagreiðslu í júní.
Í aðdraganda leiðtogafundar
ESB, sem fram fer innan skamms,
hefur Cowen hitt nokkra lykilleið-
toga sambandsins til að ræða
hugmyndir Írlandsstjórnar. Þær
hafa ekki verið gerðar opinberar
en leitt er líkum að því að þær
gangi út á að koma eigi til móts við
helstu mótbárur Íra með sér-
ákvæðum og síðan verði efnt til
þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. - aa
Írland og Lissabonsáttmáli:
Cowen kynnir
leiðir að lausn
EFNAHAGSMÁL „Gengið hækkar
vegna þvingaðs framboðs. Reglu-
gerð Seðlabankans mælir fyrir um
skilaskyldu á gjaldeyri. Nú eru
útflytjendur sem hafa fengið tekjur
erlendis, og geymt þær þar, að skila
þeim heim,“ segir Lilja Móses-
dóttir, doktor í Hagfræði við
Háskóla Íslands.
Gengi krónunnar hækkaði um
rúm 11 prósent í gær og átta pró-
sent í fyrradag. Fleytingin er þó
varin með nokkrum höftum. Því er
lýst svo að krónan sé á floti með
bæði kút og kork.
Lilja gerir ráð fyrir því að gengið
lækki aftur á næstunni, „þegar
þessi uppsafnaði gjaldeyrir er kom-
inn inn í landið. Mér finnst svolítið
skrýtið hvernig ríkisstjórnin kynn-
ir málið, þar sem flotinu er í raun
stýrt.“
Geir H. Haarde forsætisráðherra
fagnaði fleytingunni á fundi með
fréttamönnum í fyrradag og sagði
hana hafa gengið vel.
Viðskipti á gjaldeyrismarkaði á
fyrsta degi fleytingar námu um
milljarði króna. Einkum vegna
vöru- og þjónustuviðskipta. Á
venjulegum degi undanfarin þrjú
ár hefur veltan ekki orðið minni en
sex milljarðar, yfirleitt nokkrir
tugir.
Þórólfur Matthíasson, prófessor
bendir á að líklega hafi veltan fyrsta
daginn numið um fjórðungi af því
„sem ætla mætti að ætti að eiga sér
stað á venjulegum degi vegna vöru
og þjónustu“.
Höftin skýra þetta, segir Þor-
varður Tjörvi Ólafsson, hagfræð-
ingur í Seðlabanka.
„Þegar viðskiptin eru takmörkuð
er eðlilegt að það verði nokkrar
sveiflur,“ segir hann og segist þá
ekki vera að vísa í sveiflur frá degi
til dags, heldur yfir lengra tímabil.
Sé horft nokkrar vikur fram í tím-
ann ættu vöru- og þjónustuviðskipti
að styðja við krónuna; við flytjum
meira út en inn.
Gylfi Magnússon, dósent við
Háskóla Íslands, segir varhugavert
að lesa of mikið í styrkingu krón-
unnar í gær og fyrradag. „Það eru
mjög harkaleg gjaldeyrishöft og
þátttakendur á innlenda gjaldeyris-
markaðnum eru fyrst og fremst
þrír bankar í eigu ríkisins, með
þann fjórða, Seðlabankann, á hlið-
arlínunni, tilbúinn að grípa inn í.“
Það komi ekki í ljós hvort gengið sé
raunhæft fyrr en eftir nokkurn
tíma. Endanlegt mat á því hversu
raunhæft gengið sé fáist svo fyrst
þegar gjaldeyrishöftin hafa verið
afnumin.
- ikh
Skilaskylda
skýrir hækk-
un gengisins
Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að skila-
skylda útflytjenda á gjaldeyri skýri gengishækkun
krónunnar. Gengið lækki aftur. Raunhæft gengi
þegar höft verða afnumin, segir dósent.
UNNIÐ AÐ ÚTFLUTNINGI Lilja Mósesdóttir hagfræðingur telur að hækkun á gengi
krónunnar skýrist af því að útflytjendur séu að skila gjaldeyri heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LILJA
MÓSESDÓTTIR
GYLFI
MAGNÚSSON
ÞÓRÓLFUR
MATTHÍASSON
ÞORVARÐUR TJÖRVI
ÓLAFSSON
VEISTU SVARIÐ?