Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 72
52 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusamast- ur? Nú síðast í morgun er ég vaknaði með fjölskyldunni minni. Ef þú værir ekki tónlistarmað- ur, hvað myndirðu þá vera? Ég myndi vilja skrifa áramótaskaup- ið, eða vera atvinnukokkurinn sem skrifaði áramótaskaupið. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Fasteign, og það sér víst ekki fyrir endann á þeim brandara enn þá. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Sekur. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndirðu vilja búa? The Big Rock Candy Mountain. Uppáhaldslistamaður allra tíma og af hverju? Stevie Wonder, textalega, lagalega, spilalega og sönglega séð fullkominn tónlist- armaður, hann datt reyndar úr sambandi upp úr ́ 84. En var búinn að skila sínu og vel það. Draumahelgin þín í einni setn- ingu? Ekkert vesen og gott veður. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Þau er allnokkur sem ég get ekki gert upp á milli, svo er spurning um erfiði og leiðindi. Loðnuvertíð á færibandi. Að grafa skurði. Að glerja í roki á 15. hæð fastur í körfu sem hangir í stálvír, hopp- andi til að vekja sofandi kranabíl- stjórann fyrir neðan mig. Eða að ganga á eftir útsöluóðum hús- mæðrum og brjóta saman sömu fötin endalaust á fatamarkaði 5 daga vikunnar í Kolaportinu. List- inn er langur og furðulegur. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðunni? Galtarviti. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag hlustarðu mest á í dag? Ég hlusta satt best að segja frekar lítið á tónlist, staf- ar líklega af því að ég er alltaf að búa til tónlist en leiðinleg tónlist hefur óneitanlega mest áhrif á skapið. Og ég er búinn að vera með The Boy in the Bubble eftir Paul Simon á heilanum í nokkrar vikur. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég þori ekki að segja það. Þá eyði- legg ég alla framtíðarmöguleika mína um að njóta þeirrar ánægju í framtíðinni … eða fortíðinni. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Vinnan mín. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Tekið meira lýsi og hlustað betur á foreldra mína. Hvenær fékkstu síðast hláturs- kast? Ég fékk vægt hláturskast nú rétt áðan bara. Áttu þér einhverja leynda nautn? Þú færð aldrei rétt svar við þessari spurningu. Uppáhaldsbókin þessa stund- ina? Hegemony or Survival: America´s Quest for Global Dom- inance eftir Noam Chomsky. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Hennar Hrafnhildar, fósturdóttur minn- ar. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Þórarin Hugleik Dagsson, hann er gjörsamlega óþolandi. Uppáhaldsorðið þitt? Gúmmu- laði. Hvaða eitt atriði myndi full- komna lífsgæði þín? Þessu er ómögulegt að svara, en botnlaus peningagjá og sálarró myndu óneitanlega koma sér vel. Hvaða eitt lag verður þú að taka „cover“ af áður en þú deyrð? Perfect Day eftir Lou Reed. Hver verða þín frægu hinstu orð? Einn miða til Big Rock Candy Mountain, takk. Hvað er næst á dagskrá? Alvara lífsins, og svo listin að ballansera það góða og slæma við jólin. Einn miða til Big Rock Candy Mountain, takk! Kristinn Gunnar Blöndal, sem lengi hefur verið þekktur sem skífuþeytirinn KGB, gefur nú út sína fyrstu plötu undir aukasjálfinu Bob Justman. Hún nefnist Happiness and Woe og kemur í búðir í dag. Anna Margrét Björnsson tók Kristin í þriðju gráðu yfirheyrslu. KRISTINN GUNNAR BLÖNDAL AKA BOB JUSTMAN „Leiðinleg tónlist hefur mest áhrif á skapið.“ FRÉTTABLAÐIÐ /VILHELM ■ Á uppleið Saumavélar Nú er ekki lengur halló að vera í bættum fötum, það er bara flott. Svo er líka hægt að nota vélarn- ar til þess að breyta og bæta gömul föt sem hanga lengst inni í skáp engum til gagns og gleði. Netsokka- buxur Helst dálítið rifnar og sjúskaðar ef marka má tískuhönnuðina. Í takt við svarta goth- málningu og drungalega kreppu- stemningu vetrarins. Kaffi Kaffihúsa- setur aukast í kreppunni, enda ekki svo dýrt að sitja og spjalla yfir kaffibolla. Íslenskur klósett- pappír og eldhúsrúllur Þetta er 400 kr. ódýrara en innflutt. Það er ekki öll íslensk framleiðsla að stökkva á verðbólguvagninn. ■ Á niðurleið Netverslun Sá tími er liðinn að hægt sé að gera góð kaup á netinu. Ómögulegt er að vita hvað góssið kostar þegar það er komið í hús og því alls ekki hægt að stóla á að kaup- in verði góð þegar upp er staðið. Forstjórar Sumir ákveðnir forstjórar á Íslandi mættu taka starfsbræður sína hjá bílafyrirtækjunum í USA sér til fyrirmyndar og lækka laun sín niður í dollar á ári. Á Íslandi sitja þeir hins vegar sem fastast, halda jeppunum og reka bráðnauðsynlegt starfsfólk og það hjá ríkisfyrirtækjum. Líkamsrækt- arstöðvar Hver þarf ræktina þegar matur er orðinn munaðar- vara? Segjum upp kortunum, kaupum bara haframjöl og allir verða mjórri fyrir jólin – og ríkari. Innfluttar gúrmevörur Það er engan veginn málið að eyða miklu í mat núna þegar enginn ætlar að láta jólahaldið fara úr böndunum, lambakjöt á diskinn, hangið, soðið eða steikt. MÆLISTIKAN ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Kristinn Gunnar Haraldsson Blöndal. STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Sonur, bróðir, kærasti, hirðfífl og faðir. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: Það markverðasta við árið 1976 var að Davíð Örn Halldórsson vinur minn fæddist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.