Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 22
22 6. desember 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 O rsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórn- skipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma. Þingræðisskipulagið á djúpar rætur í samfélaginu. Fyrir því er norræn hefð. En það er tæpast svo heilagt að það þoli ekki gagnrýna umræðu. Ef hennar er ekki þörf við ríkjandi aðstæður, þá hvenær? Eftir þingræðisreglunni getur engin ríkisstjórn setið nema hún njóti trausts meirihluta Alþingis. Í dagsins önn er það hins vegar svo að framkvæmdavaldið stýrir þinginu. Það er einmitt sá veru- leiki sem ýmsir hafa efasemdir um. Með nokkrum rétti má segja að eftirlitshlutverk þingsins með framkvæmdavaldinu sé fyrir þá sök ekki eins sterkt og það þyrfti að vera. Helsti ávinningurinn við fyrirfram gefinn þingmeirihluta er sá að kerfið er skjótvirkt. Hinn kosturinn er að kjósa framkvæmdavaldið sérstaklega. Það er þá óháð þinginu. Ríkisstjórnin getur ekki gengið að vísum þingmeirihluta og þarf því að semja um framgang einstakra mála. Það getur tekið lengri tíma en í þingræðiskerfinu. Ólíkar pólitísk- ar fylkingar geta ráðið ríkisstjórn og þingi. Við slíkar aðstæður er hins vegar líklegra að eftirlitshlutverk þingsins verði virkara en nú er. Öðru hvoru alla síðustu öld komu fram hugmyndir um að fórna þingræðisskipulaginu. Prófessor Guðmundur Finnbogason setti fram sérstæðustu hugmyndina í riti sínu Stórnarbót árið 1924. Þar lagði hann til að ríkisstjórnir kjörnar af þinginu misstu sjálf- krafa umboð þegar sérstök efnahagsvísitala færi yfir rautt strik. Í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar reifaði Bjarni Bene- diktsson hugmyndir um afnám þingræðisreglunnar með vísun bæði til bandaríska kerfisins og þess svissneska. Af sama tilefni en nokkru síðar rituðu bæði Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhann- esson greinar með opnum hug um kosti og galla þess að aðskilja löggjafarvaldið og framkvæmdavaldið. Skoðanakönnun sem gerð var um það leyti sem lýðveldis- stjórnarskráin var sett sýndi að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar aðhylltust þingræðisskipulagið en um fjórðungur aðskilnað að bandarískum hætti. Það er svo ekki fyrr en í byrjun níunda ára- tugarins að Vilmundur Gylfason gerir aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds að pólitísku stefnumáli með skírskotun til siðrænna umbóta. Engan veginn er unnt að ganga út frá því sem vísu að breyting á stjórnkerfinu leysi sjálfkrafa allt það sem reiði manna snýst um nú um stundir. Það breytir ekki hinu að ærin ástæða getur verið að skoða gaumgæfilega hvort breytt skipulag þætti horfa til framfara. Í þessu samhengi er einnig vert að huga að því hvort rétt væri að auka vægi persónukjörs á kostnað listakosninga. Fjölmargar leiðir eru til í þeim efnum. Beinni tengsl kjósenda og kjörinna fulltrúa eru æskileg. Fjölmiðlar gegna þar mikilvægu milliliða- hlutverki en þurfa ekki að einoka sviðið. Þjóðaratkvæðagreiðslur um stærri mál koma hér líka til álita. Þó að efnahagsendurreisnin sé forgangsverkefni dagsins eru þetta verðug umhugsunarefni í því samhengi öllu. Á að breyta stjórnskipaninni? Umhugsunarefni ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Keynes hrósar sigri Nú eru allir orðnir hallir undir kenningar Keynes. Jafnvel bandarískir hægrisinnar fylkja sé nú bak við málstað hans af slíkum móð að orð fá því ekki lýst. Fyrir þau okkar sem byggðum kenningar okkar á fræðilegum grunni Keynes er þetta sigurstund, eftir rúmlega þriggja áratuga eyðimerkur- göngu. Að vissu leyti má segja að rök og sannanir hafi nú borið sigurorð af hugmyndafræði og hagsmunum. Hagfræðikenningar hafa fyrir löngu sýnt fram á hvers vegna óbeislaðir markaðir leiðréttu ekki sjálfa sig, hvers vegna væri þörf á reglum og eftirliti og hvers vegna ríkið hefði mikil- vægu hlutverki að gegna í hagkerfinu. Margir, sérstaklega á fjármálamarkaðnum, ráku hins vegar vissa tegund af markaðs- legri bókstafstrú. Það leiddi til misráðinnar stefnumörkunar – sem sumir af efnahagsráðgjöf- um Baracks Obama, nýkjörins Bandaríkjaforseta, töluðu fyrir – og hafði áður reynst þróunar- löndum dýrkeypt. Það var ekki fyrr en sama stefna fór að valda búsifjum í Bandaríkjunum og fleiri iðnríkjum sem sannleikur- inn fór að renna upp fyrir mönnum. Ekki sama til hvaða aðgerða er gripið Keynes hélt því bæði fram að markaðir leiðréttu sig ekki sjálfir og að í snarpri efnahags- lægð væri peningamálastefna ekki vænleg til árangurs. Aðgerða í ríkisfjármálum væri þörf. En það er ekki sama til hvaða aðgerða í ríkisfjármálum er gripið. Í Bandaríkjunum, þar sem skuldaaukning heimilanna og mikil óvissa vofir yfir, myndu til dæmis skattalækkanir hrökkva skammt núna (rétt eins og í Japan á 10. áratug síðustu aldar). Skattalækkanirnar í Bandaríkjunum í febrúar síðastliðnum voru til dæmis að miklu leyti, ef ekki mestu leyti, nýttar í sparnað. Í ljósi hins ógnarlanga skuldahala sem Bush-stjórnin skilur eftir sig ætti Bandaríkjun- um að vera umhugað um að hámarka efnahagslega örvun fyrir hvern dollara sem er eytt. Bandaríkin súpa nú seyðið af því að of lítið var fjárfest í tækni og grunnþáttum hagkerfisins, sér í lagi af vistvænum toga, og gjáin milli ríkra og fátækra stækkar. Að bregðast við því krefst þess að samræmi sé á milli útgjalda til skemmri tíma og og sýn til lengri tíma. Það krefst endurskipulagningar á sviði skattlagningar og útgjalda. Að lækka skatta hinna minnst efnuðu og hækka atvinnuleysis- bætur, en hækka um leið skatta hinna ríku, getur örvað hagkerf- ið, minnkað fjárlagahallann og dregið úr ójöfnuði. Keynes hafði áhyggjur af greiðslugetugildru – vangetu fjármálayfirvalda til að minnka eða auka lánsfjármagn, til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur af fremsta megni reynt að forðast að seðlabankanum verði kennt um að hafa dýpkað kreppuna, rétt eins og þegar honum var kennt um að hafa valdið Kreppunni miklu, eins og frægt er, en lánsfjármagn dróst saman um leið og bankarnir riðuðu til falls. En það ber að lesa bæði sagnfræði og hagfræði gaum- gæfilega. Það er ekki tilgangur- inn í sjálfu sér að standa vörð um fjármálastofnanir, heldur leiðin að takmarkinu. Það er lánsfjármagnsflæðið sem skiptir máli. Ástæðan fyrir því að gjaldþrot banka höfðu svo mikið að segja í Kreppunni miklu var sú að þeir gegndu því hlutverki að meta lánshæfi og voru þannig mikilvægar uppsprettur upplýsinga til að viðhalda nauðsynlegu lánsfjármagni. Úr lánastarfsemi í flutningastarfsemi En fjármálakerfi Bandaríkjanna hefur tekið stakkaskiptum síðan á 4. áratug síðustu aldar. Margir af stóru bönkunum í Bandaríkj- unum færðu sig úr „lánastarf- semi“ yfir í „flutningastarf- semi“. Þeir einbeittu sér að því að kaupa eignir, setja þær í nýjar umbúðir og selja á ný. Og um leið slógu þeir nýtt tossamet við áhættu- og greiðslumat. Hundruð milljörðum dollara hefur nú verið eytt í að halda lífi í þessum óstarfhæfu stofnunum. Ekkert hefur verið gert til að taka á fúnum innviðum þeirra, sem stuðluðu að skammsýnni hegðun og óhóflegri áhættutöku. Launin sem menn skömmtuðu sjálfum sér voru úr algjörum takti við það sem almennt gerðist. Það þarf ekki að koma á óvart þótt þessi eltingaleikur við eiginhagsmuni (græðgi) hafi haft samfélagslegar hörmungar í för með sér. Hagsmuna hluthafanna var ekki einu sinni gætt. Um leið er of lítið gert til að styðja banka sem gera það sem bankar eiga að gera – lána peninga og meta greiðslugetu. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur tekið á sig billjónir dollara í skuldbindingum og áhættu. Til að bjarga fjármálakerfinu, ekki síður en ríkisfjármálunum, þarf hver dollar að nýtast sem best, ellegar mun fjárlagahallinn, sem hefur tvöfaldast á undanförnum átta árum, snaraukast. Í september var rætt um að ríkið myndi endurheimta peningana sína með vöxtum. Eftir því sem björgunaraðgerð- irnar blása sífellt meira út kemur í ljós að þetta var aðeins enn eitt dæmið um vanmat fjármálamarkaðanna. Skilmál- arnir fyrir björgunaraðgerðun- um komu sér illa fyrir skatt- greiðendur en þrátt fyrir allt sem í þær hefur verið lagt hafa þær ekki borið mikinn árangur. Einlæg hugarfarsbreyting? Þrýstingur nýfrjálshyggjunnar á afnám reglugerðarkerfisins þjónaði hagsmunum sumra vel; fjármálamarkaðir mökuðu krókinn í frelsinu. Það má vera að það hafi komið bandarískum fyrirtækjum vel að geta selt ótryggar eignir og taka þátt í spákaupmennsku um allan heim, jafnvel þótt það þýddi að miklum kostnaði væri velt yfir á aðra. Nú er sú hætta fyrir hendi að kenningar í anda Keynes verði notaðar, eða misnotaðar, til að þjóna sömu hagsmunum. Hafa þeir sem þrýstu á afnám reglugerða fyrir áratug lært sína lexíu? Eða sækjast þeir einfaldlega eftir yfirborðs- kenndum umbótum – að uppfylla lágmarksskilyrði til að réttlæta hinar rándýru björgunaraðgerð- ir? Hafa þeir skipt um skoðun eða skipt um aðferð? Því eins og horfir við í dag virðast kenning- ar Keynes gróðavænlegri en fylgispekt við markaðslega bókastafstrú! Fyrir áratug, þegar kreppa reið yfir Asíu, var mikið rætt um þörfina á að endurskipuleggja hið alþjóðlega fjármálakerfi. Lítið var aðhafst. Það er brýnt að við bregðumst ekki aðeins við aðsteðjandi vanda á viðeigandi hátt, heldur ráðumst einnig í nauðsynlegar umbætur til að búa til alþjóðahagkerfi sem tryggir stöðugleika, hagsæld og jöfnuð til framtíðar. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. Millifyrirsagn- ir eru blaðsins. ©Project Syndi- cate. JOSEPH STIGLITZ Í DAG | Hagfræðikenningar hafa fyrir löngu sýnt fram á hvers vegna óbeislaðir markaðir leiðréttu ekki sjálfa sig, hvers vegna væri þörf á reglum og eftirliti og hvers vegna ríkið hefði mikilvægu hlutverki að gegna í hagkerfinu. Margir, sérstak- lega á fjármálamarkaðnum, ráku hins vegar vissa tegund af markaðslegri bókstafstrú. Frekari aðstoð Þótt stjórnmálamennirnir okkar standi almennt í þeirri meiningu að þeir séu algjörlega frábærir og þar með færir til allra verka er ekki víst að sú sé raunin. Þegar bankarnir hrundu og allt fór á hvolf var kallað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hún fólst í ráðgjöf og fyrirgreiðslu. Meirihluti þingmanna taldi það einu færu leiðina til að koma efnahagnum í átt til hins eðlilega. Nú þegar það skref hefur verið stigið má huga að næsta skrefi. Það gæti falist í að leita eftir aðstoð Alþjóðastjórn- málasjóðsins. Sú stofnun hlýtur að leynast einhvers staðar og geta lagt okkur til góð ráð. Jafnvel nokkra stjórnmálamenn. Símtalið DO: „Sæll.“ GHH: „Já, sæll.“ DO: „Efnahagshorfurnar eru slæmar og ég vil vara ríkisstjórnina við því að það eru núll prósent líkur á að bank- arnir lifi þetta af.“ GHH: „Þakka þér fyrir það.“ DO: „Blessaður.“ GHH: „Já, blessaður.“ Nákvæmnin er jú mikilvæg Málfarið í þing- skjölum er áhugavert. „Með frumvarpinu er lagt til að frestað verði að hluta gildistöku 10. gr. laga nr. 97/2008, um breyt- ingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum, til 1. apríl 2009 og þá eingöngu hvað varðar smásölu lyfja. Þessum hluta ákvæðisins var frestað til 1. janúar 2009 með lögum nr. 120/2008, um breytingu á lögum nr. 97/2008, um breytingu á lyfjalög- um, nr. 93/1994, með síðari breytingum.“ Ekki er nóg með að skrifa þurfi svona texta heldur þarf að lesa hann líka – upp- hátt. Það gengur ekki alltaf vel. bjorn@frettabladid.is Rauðarárstíg 6 Sími: 567-7888 www.art2b.is Nýtt sölugallerý Vönduð olíumálverk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Ljósmyndir af málverkunum og stærðir má finna á heimasíðu okkar art2b.is Verðdæmi: 70x70 cm 39.200.- 145x145 cm 86.000.- Fjármálakreppan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.