Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 16
16 6. desember 2008 LAUGARDAGUR
Eymundsson
mælir með
KK leikur í Eymundsson
Austurstræti kl. 16 á laugardaginn
Norður Kringlu kl. 15 á sunnudaginn
KK – Svona eru menn
Verð 2.499,-
FROSTROSES
2CD + DVD - Viðhafnarútgáfa
Verð 2.999,-
BÖRN & FORELDRAR
3 - DISKA VIÐHAFNARÚTGÁFA
Kynningarverð 3.999,- til 8. des.
SKIPTAR SKOÐANIR: Verkalýðshreyfingin og ESB
ÖJ: Við í BSRB höfum gert allt
sem í okkar valdi stendur til að
örva upplýsta umræðu um málið.
BSRB hefur ekki tekið afstöðu til
þess hvort Ísland eigi að sækja
um aðild að ESB eða standa utan
þess, einfaldlega vegna þess að
við teljum að það sama gildi um
okkar samtök og samfélagið allt,
að það eru mjög skiptar skoðanir
um málið. Þegar slíkt er upp á
teningnum teljum við það hrein-
lega vera ólýðræðislegt og ekki á
okkar valdi að taka einhverja
afstöðu til málsins. Það á við um
fleiri mál, svo sem virkjanamál.
Ég hef hins vegar mínar per-
sónulegu skoðanir og þær eru
þess efnis að ég tel ókosti þess að
vera innan ESB vega þyngra en
kostina.
GA: Það er talsverður munur á
samtökunum hvað þetta varðar
og það á við um fleiri mál líka.
ASÍ hefur síðan við gerðumst
aðilar að Evrópska efnahags-
svæðinu haft það sem eitt af
sínum meginviðfangsefnum að
stuðla að því að okkar félags-
menn hafi aðgang að upplýsing-
um um bæði kosti og galla af Evr-
ópusamvinnunni og þar með talið
aðild.
Í seinni tíð hefur umræðan um
aðild að ESB og evru verið mjög
ágeng hjá okkur. Árið 2000 var
samþykkt tillaga á þingi ASÍ um
að það bæri að undirbúa aðildar-
viðræður og upptöku evru. Þing-
ið tók ekki afstöðu til þess hvað
ætti að koma út úr viðræðunum.
Síðan eru liðin átta ár af renni-
reið krónunnar.
Löngu áður en fjármálakerfið
hrundi höfðum við komist að
þeirri niðurstöðu að ekki væru
forsendur fyrir því að gera kjara-
samninga á grundvelli stöðug-
leika krónunnar. Annaðhvort
fengi þjóðin möguleika á að
greiða atkvæði um sína framtíð
og sinn gjaldeyri, eða undirbúa
kjarasamninga við óstöðugleika.
Við viljum ESB-aðild og teljum
okkur ekki vera ólýðræðisleg,
þvert á móti. Við gerum þetta í
fleiri málum, líka virkjanamál-
um, því við teljum okkur eiga að
taka afstöðu til þess sem er að
gerast í okkar þjóðfélagi og beita
okkur sem samfélagsafl í að ná
markmiðum okkar.
Markaðsöflin
ÖJ: Við verðum að umgangast
lýðræðið af mikilli varúð og virð-
ingu. BSRB tekur að sjálfsögðu
afstöðu í málum og við höfum
tekið mjög virkan þátt í starfi
innan ESB á vettvangi verkalýðs-
hreyfingarinnar, þá horfi ég ekki
síst til samtaka starfsfólks innan
almannaþjónustu. Þar hafa menn
staðið í mikilli baráttu til að hafa
áhrif á tilskipanir sem koma frá
Brussel og snerta almannaþjón-
ustu og hafa að uppistöðu gengið
út á að koma henni af markaði.
Við höfum tekið þátt í því að
beina þeirri þróun á hagfelldari
brautir.
Gagnrýni manna í garð ESB
hefur verið á þá lund að markaðs-
öflin hafi þar undirtökin. Þessi
gagnrýni hefur í vaxandi mæli
komið frá mjög hörðum Evrópu-
sinnum innan verkalýðshreyf-
inga í Evrópu. BSRB tekur mjög
ákveðna afstöðu í málum sem
snerta almannahag, samfélag
okkar og uppbyggingu þess og
kjör okkar félagsmanna.
Ég tel hins vegar að kostirnir
sem menn mála fögrum litum um
aðkomu okkar að hinu Evrópska
efnahagssvæði og hugsanlega
ESB, séu stórlega ýktir, þegar
talað er um launafólk. Stærstu
skrefin sem stigin hafa verið á
Íslandi til hagsbóta fyrir launa-
fólk voru að okkar eigin frum-
kvæði, til dæmis fæðingarorlofs-
lögin og sitthvað sem tengist
lífeyrissjóðum. Þetta er langt
umfram það sem tíðkast í ESB.
Ef menn ætla að tryggja fram-
færi með því að verða barðir til
verkanna, ganga alltaf svipu-
göng, þá enda menn sem þrælar.
Mér finnst hins vegar aðdáend-
ur ESB oft gera lítið úr faðmi
alþjóðafjármagnsins og mark-
aðshyggjunnar sem ESB ein-
kennist af. Það er nefnilega eng-
inn vinarfaðmur, í besta falli
vinaklær sem menn eru aldrei
hólpnir í.
GA: Vissulega hefur afstaða
félaga í almannaþjónustu verið á
þá lund sem Ögmundur er að
lýsa, menn hafa verið andsnúnir
miklum breytingum. Það endur-
speglar hins vegar ekki afstöðu
Evrópusamtaka verkalýðsfélaga,
þótt auðvitað hafi stór hópur þar
inni mikil varnaðarorð.
Fæðingarorlofið byggðist hins
vegar á samningi sem við gerðum
á vettvangi ESB. Aðdragandinn
að því var samningur um fæðing-
ar- og foreldraorlof innan Evrópu-
samtaka verkalýðsfélaga. Við full-
giltum þann samning síðan í
samstarfi við stjórnvöld og geng-
um lengra í því með því að jafna
réttindi milli karla og kvenna.
ÖJ: Ég hafna alveg þessari
söguskoðun og vísa í umræður um
fæðingarorlofið allan 10. áratug-
inn og hugmyndir sem voru reif-
aðar þá af miklum krafti. Þetta er
sprottið af íslenskri grasrót.
Stöðugleikinn
ÖJ: Varðandi þennan rómaða stöð-
ugleika innan ESB þá er nú stað-
reyndin sú að heimurinn gengur
eftir sveiflum heimskapítalsins að
verulegu leyti. Nú upplifir öll Evr-
ópa kreppu. Ég var að koma frá
norðurhéröðum Finnlands þar
sem menn búa við yfir 10 prósent
atvinnuleysi. Þar þekkja menn
ekki þann stöðugleika sem alhæft
er um innan ESB. Við skulum því
fara varlega í að draga upp þessa
skýru valkosti sem menn telja að
séu annars vegar milli ESB og
hins vegar þess sem er að gerast
þar fyrir utan.
GA: Þar er hins vegar skýr
greinarmunur á. Vandinn sem við
glímum við í dag hefur ekkert með
fjármálakreppu að gera, hana
hefðum við getað staðið af okkur,
þótt við hefðum bognað í hnján-
um. Í kjölfar fjármálakreppunnar
varð hér gjaldeyriskreppa og hún
er að sökkva fyrirtækjunum
okkar, störfunum, kaupmættinum
og eignunum okkar.
Ef við hefðum verið innan ESB
og haft evru hefðum við bara þurft
að glíma við fjármálakreppuna en
ekki þetta hrun. Ef þú ræðir við
Finna, Íra, Spánverja, Grikki, þá
reyna þeir ekki að bera þetta
tvennt saman. Þeir hefðu sokkið á
bólakaf hefðu þeir ekki notið stöð-
ugleikans af evrunni.
ÖJ: Já, en þú getur líka rætt við
Finna, Íra, Spánverja og Grikki
sem eru atvinnulausir og sjá ekki
þennan stöðugleika.
GA: En þeir hafa betri mögu-
leika til að vinna sig út úr stöðunni
en við sem búum við hrun atvinnu-
lífs og gjaldmiðils.
Ég held að innan fárra ára verði
aðeins þrír gjaldmiðlar í heimin-
um, dollarinn, evran og gjaldmið-
ill í Asíu sem er að verða öflugasta
hagkerfið í heiminum.
Hagkerfi heimsins mun hvíla á
þessum þremur stoðum og Íslend-
ingar verða að taka afstöðu til þess
hvar þeir standa.
ÖJ: Ég held að stóra málið núna
sé að þegar menn sjá fallvaltleik-
ann í hinu alþjóðlega fjármagns-
kerfi, sé mikilvægast að tryggja
samfélagslegt eignarhald á auð-
lindunum, til sjávar og sveita.
Þetta finnst mér vera forgangsat-
riði.
GA: Þetta er algjört grundvall-
aratriði.
Þjóðaratkvæðagreiðsla
GA: Ég er sammála því sem
Ögmundur sagði í yfirlýsingu á
dögunum að við verðum að fá að
kjósa um málið. Við verðum að
klára verkefnið til fulls. Ef þjóðin
vill ESB taka stjórnmálamenn
afstöðu út frá því. Við þurfum
breytingar á stjórnarskrá og þá er
tækifæri til að stokka pólitíkina
upp á nýtt og halda áfram frá
þeirri stöðu.
Ef þjóðin vill ekki aðild þá er
það líka viðsnúningur frá umræð-
unni og þá þarf að fara í aðra
umræðu.
ÖJ: Ég er sammála því að eina
leiðin er leið lýðræðisins. Ég var
ósáttur við að farið yrði í EES án
þess að þjóðin fengi að segja sitt.
Þjóðaratkvæðagreiðsla og
umræða í aðdraganda hennar
varpar líka ákveðnu ljósi á málið.
Lýðræðið ræður en
er vandmeðfarið
Alþýðusamband Íslands hefur tekið þá afstöðu að sækja eigi um aðild að Evr-
ópusambandinu. Ýmsir forsvarsmanna BSRB hafa talað gegn aðild. Ögmund-
ur Jónasson og Gylfi Arnbjörnsson ræddu við Kolbein Óttarsson Proppé.
FORMENN Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, og Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, eru báðir á því að þjóðin eigi að fá að kjósa um ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ef menn ætla að tryggja
framfæri með því að
verða barðir til verkanna, ganga
alltaf svipugöng, þá enda menn
sem þrælar.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
Vandinn sem við
glímum við í dag hefur
ekkert með fjármálakreppu að
gera, hana hefðum við getað
staðið af okkur,
GYLFI ARNBJÖRNSSON