Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.12.2008, Blaðsíða 20
20 6. desember 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 86 644 +1,29% Velta: 335 milljónir MESTA HÆKKUN ATORKA +27,27% BAKKAVÖR +11,21% ICELANDAIR +2,9% MESTA LÆKKUN CENTURY AL. -25,14% ATLANTIC PET. -11,36% FÆREYJABANKI -2,7% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,85 +0,00% ... Atorka 0,70 +27,27% ... Bakkavör 3,87 +11,21% ... Eimskipafélagið 1,32 +0,00% ... Exista 4,62 +0,00% ... Icelandair Group 13,48 +2,90% ... Kaupþing 0,00 +0,00% ... Marel Food Systems 77,30 +1,58% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 7,08 +0,00% ... Össur 96,00 +0,84% GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR: 204 -11,1% Stoðir FL bresta „Saga Fl Group – Stoða – er dapurlegur vitnis- burður um framgöngu íslenskra viðskiptajöfra á undanförnum árum, áfellisdómur yfir sinnu- lausum almennum hluthöfum, varpar ljósi á dómgreindarleysi greiningardeilda banka og sýnir vel hve veikburða íslenskir fjölmiðlar hafa verið gagnvart ráðandi öflum í viðskiptablað- inu.“ Þannig er ný bók Óla Björns Kárasonar við- skiptablaðamanns um sögu FL Group kynnt til sögunnar, en hún kom út í gær. Stoðir FL bresta heitir bókin, en Óli Björn kveðst hafa tekið þá ákvörðun að kalla ekki eftir sjónarmiðum þeirra sem stýrðu fyrirtækinu við ritun bókarinnar heldur byggja á opinberum upplýs- ingum og eigin þekkingu um fyrirtækið. „Þeir virtust vera töframenn sem kunnu áður óþekkta galdra í alþjóðlegum við- skiptum. Galdurinn reyndist spilaborg,“ segir Óli Björn að sé niðurstaðan af þeim rannsóknum. Björgvin og Arnór í Markaðnum Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- bankans, verða gestir í Markaðnum með Birni Inga á Stöð 2 í dag. Í pallborði verða þrír fulltrúar viðskiptalífsins, þau Sigríður Margrét Oddsdótt- ir, sjónvarpsstjóri Skjásins, Auður Björk Guðmundsdóttir, formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga, og Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota. Einnig er fjallað um jólabóka- flóðið í skugga efnahags- ástandsins. Peningaskápurinn ... „Það er mjög eðlilegt að lánshæfis- mat ríkissjóðs hafi lækkað tals- vert í kjölfar bankahrunsins. Ríkið er nú orðið mjög skuldsett og tals- vert átak þarf til að ná endum saman í ríkisrekstrinum, bæði vegna skuldanna og annars sem ýtir undir aukin ríkisútgjöld og svo vegna þess að skattstofnar eru rýrari en í uppsveiflunni. Breyt- ingar á lánshæfiseinkunn ríkis- sjóðs endurspegla því bara stöð- una en breyta henni líklega ekki mikið,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Moody‘s lækkaði lánshæfisein- kunn Íslands í fyrradag. Geir H. Haarde forsætisráð- herra segir slæmt að lánshæfis- matið lækki. „Það getur verið mjög slæmt og við munum auðvit- að gera hvað við getum til að endurvinna lánshæfismatið og hækka það á nýjan leik.“ Geir segir að efnahagsaðgerðir, fleyting krónunnar þar á meðal, séu liður í því. „Um leið og við förum að skila árangri á þessu sviði þá er ég sannfærður um að þetta mat mun hækka aftur.“ Gylfi bendir á að nú séu matsfyr- irtækin rúin trausti. „Þau hafa gefið út allt of góðar einkunnir í mörgum tilfellum undanfarin ár. Minnst af því tengist Íslandi en góð lánshæfiseinkunn íslensku bank- anna og íslenska ríkisins undanfar- in ár er þó augljóst dæmi um það hve illa þeim hefur skjátlast. Það er einn hluti af skýringunni á því hve illa fór hér. Ef þessi fyrirtæki hefðu ekki gefið ríkissjóði og bönk- unum háar einkunnir á sínum tíma þá hefði ekki tekist að safna þess- um gríðarlegu erlendu skuldum.“ Það dragi þó ekki úr ábyrgð inn- lendra aðila á því hvernig fór. - ikh GYLFI MAGNÚSSONGEIR H. HAARDE Matsfyrirtækin sögð rúin trausti Eignarhlutur Icelandair Group í tékkneska flugfélaginu Travel Service minnkar úr 80 prósentum í 66 prósent, samkvæmt nýju samkomulagi við meðeigendur Icelandair Group í félaginu. Með- eigendurnir, Unimex Group og Roman Vik/GTO, áttu fyrir fimmtungshlut, en kaupa sam- kvæmt samkomulaginu 14 pró- sent hlutafjár til viðbótar og auka eign sína í Travel Service í 34 pró- sent. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir í tilkynningu félags- ins að sam komulagið tryggi annars vegar fjármögnun Travel Service og treysti hins vegar samstarfið við meðeigendurna, Unimex Group og Roman Vik, fram- kvæmdastjóra félagsins. „Icelandair keypti 80 pró- sent af hlutafé Travel Serv- ice af þeim á síðasta ári og flugfé- lagið varð hluti af Icelandair Group á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það hefur vaxið hratt, afkoma þess verið mjög góð og bókfært verðmæti vaxið frá kaupunum. Það, að viðbættum gengisá- hrifum, mun leiða til um það bil 450 milljóna króna sölutaps vegna samnings- ins í uppgjöri Icelandair Group,“ segir Björgólfur. - óká BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Fara úr fjórum fimmtu í tvo þriðju Aðgerðir stjórnvalda auka óvissu í efnahagsmálum. Ráðamenn verða að leita álits sérfræðinga og hætta að spila einleik, segir Jón Daníelsson, dósent við London School of Econom- ics. „Seðlabankinn á ekki að vara stjórnvöld við horfum í efna- hagsmálum. Hann á sjálfur að bregðast við yfirvofandi hættu- merkjum,“ segir Jón Daníelsson, dósent í fjármálafræði við Lond- on School of Economics í Bret- landi. Jón hélt erindi um heimskrepp- una, Ísland og framtíðina á hádegisverðarfundi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga í gær ásamt þeim Katrínu Ólafs- dóttur og Guðrúnu Johnsen, sem báðar eru lektorar við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík. Þau Jón og Guðrún hafa bæði unnið fyrir Alþjóðgjaldeyrissjóðinn (AGS). Jón sagði aðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum ómarkvissar og til þess eins að auka óvissu um stöðu mála en hitt. Gjaldeyr- ishöftin nefndi hann sérstaklega sem dæmi um slíkt. Hann bætti því við að hann hefði efasemdir um að AGS hefði lagt til innleið- ingu gjaldeyrishafta á borð við þau sem viðgengust í Austur- Þýskalandi á sínum tíma. „Ríkið gerir fátt til að auka væntingar heldur dregur frekar úr þeim,“ sagði Jón og lagði áherslu á að sér þætti óþolandi að fá ekki skýr svör um stöðu mála frá stjórnvöldum. Eina leið- in sé að leita þau uppi í erlendum fjölmiðlum eða í skýrslu AGS, sem hann sagði frekar lélega. Fundarmenn voru sammála um að svo virtist sem stjórnvöld ætli að reyna að vinna sig ein og óstudd úr þeirri klemmu sem upp sé komin í efnahagsmálum. Þar væru þau á villigötum enda nóg til af innlendum sérfræðing- um sem gætu lagt hönd á plóg. Til þeirra verði að leita, ekki síst þeirra sem sérfróðir eru í kreppufræðum, að mati Guðrún- ar. Undir þetta tók Jón sem tæpti á að stjórnvöld hefðu hvorki leit- að ráða hjá sér né öðrum honum kunnugum. „Mér virðist eins og þau séu að leika einleik og skýla sér svo á bak við AGS þegar aðgerðir eru gagnrýndar,“ sagði hann. jonab@markadurinn.is JÓN DANÍELSSON Aðgerðir stjórnvalda auka á óvissuna í stað þess að draga úr henni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stjórnvöld virð- ast spila einleik„Því fyrr sem eðlilegur markaður verður með krónuna, þeim mun betra,“ segir Gylfi Magnússon, dós- ent við Háskóla Íslands, sem varar við því að reynt verði að hækka gengi krónunnar með einhvers konar handafli. Endanlegt mat á því hvað teljist raunhæft mat á gengi krónunnar fáist fyrst þegar gjaldeyrishöftin hafa verið afnum- in. Gjaldeyrisviðskipti fyrsta dag- inn í fleytingu námu um milljarði króna, og þá nær eingöngu vegna vöru- og þjónustuskipta. Gengis- vísitalan er nú um 210 stig, sam- kvæmt Markaðsvakt Mentis. Mikil höft eru á gjaldeyrisvið- skiptum samkvæmt nýjum lögum og reglum Seðlabanka. Skilaskylda er á gjaldeyri og ekki má versla með fjármálagjörninga að viðlögð- um sektum og fangelsi. Búist er við því að hundruð millj- arða króna bíði eftir að fara úr landi þegar höftum verður létt. „Ég trúi því að menn fari afar gætilega núna fyrstu dagana. Að versla á mark- aðnum núna er svipað og fara yfir sprunginn jökul eftir mikla snjó- komu: Það eru hættur þarna sem markaðsaðilar sjá ekki og þekkja ekki og þess vegna fara þeir hægt yfir og stinga niður prikum til að tryggja að þeir séu á öruggri göngu- leið,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Háskóla Íslands. En hvað verður þegar slakað verður á höftum? „Það fer eftir því hvernig það verður gert. Það á eftir að setja einhvern þrýsting á geng- ið, en við verðum betur í stakk búin til að takast á við það eftir dálítinn tíma. Gengið styrkist nú og það gefur heimilum og fyrirtækjum nokkurt andrými,“ segir Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn um að krónan eigi eftir að sækja í sig veðrið þegar frá líður. - ikh Snjóalag yfir sprungið svæði Óvissa á gjaldeyrismarkaði en hækkun nú veitir andrými Stjórn Existu samþykkti í fyrra- kvöld að nýta heimild og hefja við- ræður um kaup á öllum hlutum Kvakks, einkahlutafélagi Ágústs og Lýðs Guðmundssona, stærstu hluthafa Existu. Viðræðurnar fela í sér að bræð- urnir leggi fé í Existu í skiptum fyrir nýtt hlutafé. Heimildin kveður á um að auka hlutafé Existu til að styrkja stöðu félagsins í viðræðum við fjármála- stofnanir og lánardrottna. Heimildin hljóðar upp á útgáfu 50 milljarða hluta til kaupa á Kvakki. Verði hún nýtt til fullnustu má gera ráð fyrir að hlutur núver- andi hluthafa þynnist verulega, eða um allt að 70 prósent. - jab Bakkabræður kaupa í Existu GENGIÐ UM Á SPRUNGUSVÆÐI Bent er á að gjaldeyrismarkaðurinn sé óviss um þessar mundir.        !"# $%&' (&$)* + & , -& .../0.0- 1&'$" #-2.%&' (&*#*3!"*$"4!$  5 $ )$!' "# $-*  , *! !33 " , !"6!  "73!"*$"4!$ / ( * ,8""$"4&$63!(" *20 3 * 3   29226! !*,$ # !*7 / #6 $ & " $ #$ !$ *# ,4"$# 3 : ,; &* 2 7#3" 7 *<*6 %&' (&6#= -5$!$* #" $-%&' (& > !!*&%  !8 3 *#$*#)* "+ & , *3!"*$"4!$  !$7! (# ";" $! ?&' 63,4"$# 3 20 ,; &* 20 0 " &?;"&$! !"# "%&' (&$" #$*# & "*3!"*$"4!$  , *8""( *,$ # " & 3 8"3 &4,$7)*  & ,  !, 7 !&4,$ ,  *&% ? 3$6333 ,%&4,$" ("(! " * 32. ' ;  7 $@@*A"/  3  !, 7, $BBB 3*  & =6 5 $ )$!' "# - ?"  *43 !$ ) CC+ 1C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.